25.6.2010 | 20:39
Ég hef engar áhyggjur af áhyggjum AGS.
Hefur blaðamaður Morgunblaðsins miklar áhyggjur af áhyggjum þeirra.
Er einhver kostun í gangi???
Væri ekki nær að menn hættu að ræða áhyggjur manna sem er alltaf á leyndófundum með Gylfa viðskiptaráðherra, og spyrðu manninn mjög einfaldrar spurningar.
"Gylfi, nú ert þú ekki starfi þínu vaxin þar sem öll viðbrögð þín við dómi Hæstaréttar hafa öll einkennst af japli og jamli.
Hvenær segir þú af þér???"
Að láta manninn endalaust komast upp með að keyra á Hæstarétt, sem er nota bene er óháður framkvæmdavaldinu og á að dæma eftir lögum sem gilda í landinu, það er ótrúleg meðvirkni fjölmiðla og fær mann til að efast um ástand þess fólks sem þar vinnur.
Freddi Kruger í er í bíó, þar geta menn farið og orðið hræddir.
Hræðsluáróður Gylfa Magg, fluttur af íslenskum fjölmiðlum er ekki hræðilegur, hann er hlægilegur.
En það er óþarfi að spila sama brandarann aftur og aftur.
Kveðja að austan.
PS. Svo á að henda AGS úr landi.
AGS hefur áhyggjur af bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 2023
- Frá upphafi: 1412722
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1776
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála. Þetta er eins og að vera staddur í leikhúsi fáránleikans. Burtu með þennan mann úr ráðherrastól og það strax.
Elís Már Kjartansson, 25.6.2010 kl. 20:49
Nú eru seðlabankastjóri, svokallaður viðskiptaráðherra og nú síðast ags búin að lýsa áhyggjum yfir því hvort bankarnir þoli að fara að lögum. Ég held að það hljóti að vera tímabært fyrir almenning að gera viðeigandi ráðstafanir, sérstaklega í ljósi þess að fjármálaráðherra er sveittur í fjölmiðlum oft á dag að lýsa því yfir að allt sé í lukkunar velstandi og allar innistæður tryggðar. Minnir svolítið á síðustu daga fyrir síðasta bankahrun.
Umrenningur, 25.6.2010 kl. 20:58
Ég er alveg til í að skutla þeim suður á völl -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.6.2010 kl. 04:53
Takk fyrir innlitið félagar.
Það er ótrúlegt að verða vitni af þessum farsa.
Endalausar fullyrðingar án rökstuðnings, og svo vitnað í eitthvað leyndó, eitthvað sem við vitum en þið ekki.
Minni á hvernig Marínó Njálsson hefur algjörlega flengt röksemdir viðskiptaráðherra. Ótrúlegt að fjölmiðlamenn skuli ekki gera tilraun til að kafa ofaní fullyrðingarnar, og fá botn í málið. Skiptir ekki hvort hann sé suður í Borgarfirði, einhvers staðar er hann og hann á að finna.
Dylgjur og misvísandi ummæli, kokkuð upp af spunakerlingum Samfó, eiga ekki að stjórna umræðunni.
Og Ólafur, ég skal taka þátt í bensín kostnaðinum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.6.2010 kl. 07:46
Ólafur: ef þú skutlar þeim suður í KEF, þá hreinlega VERÐUR það að vera á bíl sem er með áhvílandi gengistryggðu láni!
Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2010 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.