25.6.2010 | 12:56
"Ég lifi í draumi".
Eru þau orð sem best lýsa hugarheimi forkólfa verkalýðshreyfingarinnar.
Það er ef maður vill vera jákvæður um menn sem beittu afli sínu til aðstoða mesta rán og kúgun seinni tíma í vestrænni sögu, ICEsave þjófnaði breta.
Ef maður á að segja satt frt, þá verður maður að játa að leitun er af vitlausri mönnum en núverandi ógæfumönnum sem stýra verkalýðshreyfingunni.
Ennþá er ég jákvæður, ég kalla þá, sem vilja þvinga þjóð sína með ólöglegum hætti að greiða annarri þjóð 2/3 þjóðarframleiðslu sinnar í skaðabætur vegna þess að bankar hennar störfuðu eftir skýrum Evrópskum lögum á fjármálamarkaði ofríkisþjóðarinnar, ógæfumenn.
Samkvæmt skýrum lögum landsins auk skýrra laga annarra þjóða þá eru þessir menn landráðamenn, og gengu hvergi lausir hjá öðrum þjóðum.
En við Íslendingar erum svo líbó.
Og hvers vegna er hugsun þessara manna algjörlega út á túni????
Þeir vilja skuldsetja þjóð sína um lágmark 507 milljarða, en ekki þarf mikið að bregða út af til að sú upphæð sé komin í þúsund milljarða, til þess að ríkissjóður og orkufyrirtækin geti tekið lán hjá einhverjum óskilgreindum aðilum í útlöndum til að framkvæma einhverjar risaframkvæmdir í orkuiðnaði, jafnvel þó ekki sé ljóst að þessi orka liggi öll fyrir. Hvað þá að það liggi fyrir að einhver sé tilbúin að lána þjóð sem í heimsku sinni skrifaði upp á skuldabréf upp á 2/3 þjóðarframleiðslu, áður en hún bað svo um meiri lán.
Látum liggja milli hluta þá trú að arðsemi af slíkum framkvæmdum borgi ICESave ábyrgðina, enda vandfundin sá vitleysingur sem trúir því í raun, þó því sé haldið fram til að blekkja lýðinn.
Hið algjöra vanvit þessa fólks birtist í þessum mótmælum Samiðnar gagnvart því að Landsvirkjun sé að reyna að fá hagstæð tilboð í næstu framkvæmdir. Það er eins og greyin viti ekki lengur að það sé árið 2010, ekki 1967 þegar lagt var af stað í Búrfellsframkvæmdina.
Á árinu 2010 eru framkvæmdir af þessari stærðargráðu boðnar út á hinum alþjóðlega markaði. Það er ekki flóknara en það. Það er engin ávísun á að íslensk stórfyrirtæki fái þessar framkvæmdir þótt þjóðin sé svikin í ICEsave deilunni.
Samiðn reynir vissulega að ýta undir tortryggni gagnvart Kínverjum, og sækja orðalag sitt í kynþáttafyrirlitningu hins fallna nýlendutíma, og telja sig meiri menn á eftir.
Jafnvel þó þeim tækist að skapa það mikla úlfúð innanlands að Landsvirkjun, sem er nota bene fyrirtæki á ábyrgð okkar skattborgaranna, ekki vanvita verkalýðshreyfingarinnar, myndi hætta við frekari samstarf við kínverska aðila, þá er verkið samt sem áður útboðsskylt á evrópska efnahagssvæðinu.
Og mörg verktakafyrirtæki á láglaunasvæðum gömlu Sovét Evrópu myndu glöð bjóða í svona stórverk, enda fóru þessi ríki í Evrópusambandið til að skapa sér og sínu fólki vinnu.
Og það þýðir ekkert að blása til kynþáttahaturs gagnvart fyrirtækjum frá Evrópusambandinu. Vissulega gátu íslenskir smáþjófar blásið upp andúð gagnvar Rúmenskum sígaunum og losnað þar við óæskilega samkeppni, en þau vinnubrögð munu ekki duga gegn verktakafyrirtækjum frá Rúmeníu.
Það er samkeppnishæfni og gæðastandard sem ákveður hvaða fyrirtæki fá verkefni i heiminum í dag. Og þar sem fjármagn er af skornum skammti, þá koma fyrirtæki frá Kína sterkt inn því þau geta komið með fjármögnunina með sér.
Þessar staðreyndir kallast raunveruleiki, og það er sorglegt að lesa þau orð sem Mbl.is vitnar í þessari frétt.
En þau útskýra vel vanvitið við ICEsave stuðning verkalýðshreyfingarinnar og útskýra svo vel í hverju vandi þessa þjóðfélags er fólginn.
Frammámenn okkar lifa í draumi.
Kveðja að austan.
Samiðn gagnrýnir Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 15
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 2034
- Frá upphafi: 1412733
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1787
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.