Stjórnleysi, er eina orð sem lýsir ástandinu í þjóðfélaginu.

 

Höfðu stjórnvöld ekki græna glóru um hvernig þau ættu að bregðast við dómi Hæstaréttar?

Hvarflaði ekki að þeim í tvær mínútur að hafa tilbúna aðgerðaráætlun sem tækist á við ástandið og kæmi deilumálum í farveg sem allir gætu verið sáttir við???

Af hverju er ekki samið við fjármálastofnanir um að rugga ekki bátnum á meðan Hæstiréttur tekst á við öll álitamál sem lúta að gengistryggðum lánum??

Halda menn að það dugi eins og gert er í frétt Mbl.is, að kalla lánin erlend lán, og halda svo áfram sínu striki í andstöðu við meginhluta þjóðarinnar???

Af hverju er ýtt undir upplausn, þegar allir þurfa að leggjast á eitt og róa ástandið???

Hvarflar ekki að Alþingismönnum að þeirra tími sé kominn, að þeir taki völdin úr höndunum á algjöri vanhæfri ríkisstjórn, og myndi stjórn fólks, ekki bjána.  

Hafa Alþingismenn ekki frétt af ólgunni í þjóðfélaginu????

Halda þeir að verðtryggingarþursarnir komist endalaust upp með að deila og drottna, höfða til síngirni fólks með áróðri eins og að þú þarft ekki að borga fyrir Bruðlarana, ekki ef þú leyfir okkur að féfletta fólk með forsenulausri verðtryggingu??

 

Af hverju getur enginn valdamaður lesið rétt í ástandið og stigið það skref sem þarf að stíga svo hægt sé að byggja hér upp mannsæmandi þjóðfélag???

 

Leiðrétta skuldir heimila og fyrirtækja fyrir sjálfvirkum hækkunum verð og gengistryggingar.

Henda Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr landi enda útflutningur í sögulegum hámarki og engin þörf fyrir erlend gjaldeyrislán til skamms tíma, sem fást ekki endurfjármögnuð án þess að auðlindir landsins komist í hendur alþjóðlegum auðhringum, og almannaeigur einkavinavæddar i hendurnar á skjólstæðingum sjóðsins.

Vísa ICEsave deilunni í dóm, og verjast þar af einurð lögleysunni.  Falli dómur gegn réttarríkinu, þá verður einhliða lýst yfir greiðslunálgun Íslands, sem taki mið að innheimtu eigna Landsbankans, og eftirstöðvar greiddar á löngum tíma án vaxta.  Allt aðgerðir sem byggjast á skýrum forsendum Vínarsáttmálans um sjálfsákvörðunarrétt þjóða, og rétt þeirra til að bregðast við neyðaraðstæðum.

Hætta við hina þvinguðu umsókn landsins um aðild að ESB, skapa sátt um hana innanlands og láta nauðsynlega lýðræðislega umræðu fara fram í landinu, áður en sótt er um aðild að ný.  Þvinganir og kúgun skila aldrei neinu öðru en deilum og sundrungu.

Efla innlenda hluta hagkerfisins þannig að fólk fái vinnu og nauðsynlegur afgangur verði á utanríkisviðskiptum svo landið lendi aldrei aftur í klónum á illmennum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

 

Allt þetta  er ákaflega einfalt í framkvæmd,  og menn með einhvern dug og kraft, eiga að stefna þjóðinni saman um þessi markmið.

Hin leiðin er leið Hávamál um bræðravíg og sundrungu.

Slíkt getur ekki verið metnaður nokkurs manns.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Byr sendir óbreytta greiðsluseðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Það er ekkert kerfi til á Íslandi til að hjálpa þeim sem ekki sæja hlutina sjálfir.

Það er aftur á móti til kerfi (með afleiðingu) fyrir þá sem ekki greiða það sem af þeim er krafist, hvort sem það er réttlátt eður ei.

Þar sem almenningur hefur ekki staðið með mál sitt fyrir dómi er það ekki í þessum litla (3) hópi sem að eru í raun með dómskröfu á uppreiknun láns síns.

Það sem almenningur þarf því að gera er að hver og einn þarf að dósmfesta sitt mál með tilheyrandi kostnaði (rétt eins og með að gera sig gjaldþrota). Nágrímur og Nornin´ætla ekki að hjálpa neinum og nú geta þau svo sannarlega (og í fyrsta sinn í rétti) falið sig þar sem þingmenn mega ekki skipta sér af dómum h´staréttar.

Sundurspilltir þingmenn sem setið hafa í áratugi (N&N í 3 hvort) á þingi eru fyrir löngu orðnir heyrnarlausir fyrir utan þessar 2 vikur í kosningabaráttu á 4 ára fresti.

Mannsæmandi þjóðfélag verður aðeins byggt upp þar sem áhugi er fyrir því og fólk þorir að mótmæla sé traðkað á því.

Því þorir enginn hér enn.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 13:57

2 identicon

Rétti farvegurinn fyrir þessi mál er fyrir dómstólum. Það er ekki rétt að stjórnvöld grípi þar inn í og í raun ábyrgðarleysi að kalla eftir slíku. Ef stjórnvöld settu nú einhver afturvirk lög á gengistryggð húsnæðislán og uppgjör þeirra, án þess að þau lán hafi farið fyrir dóm, og Hæstiréttur kæmist að annarri niðurstöðu, yrði ríkið skaðabótaskylt. Ekki viljum við eyða skattfénu okkur í það að borga skaðabætur til fjármálafyrirtækja, er það?

Eina vitið er að bíða eftir því að íbúðalánamálin fari fyrir dóm að loknu sumarfríi. Það bíða mál eftir afgreiðslu dómstóla sem verða tekin fyrir í haust, þar sem um er að ræða íbúðalán bankanna og þar sem bankarnir eru með varakröfur um verðtryggingu. Þegar dómur fellur í Hæstarétti verður málið útkljáð. Ekki fyrr. Þangað til verða menn að anda með nefinu.

Anna (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 14:15

3 Smámynd: Þórdís Bachmann

Takk fyrir öll þessi orð, Ómar.

Nú legg ég fram (byltingarkennda hugmynd:

Hvað ef VIÐ tökum völdin úr höndunum á algjöri vanhæfri ríkisstjórn, og myndum stjórn fólks, ekki bjána?

Það erum hvort eð er VIÐ sem drögum hlassið.

Það verður ekkert meira Ísland ef VIÐ förum.

Segi nú bara svona, þetta er kannski allt of róttækt fyrir kúgaða þjóð á hjara veraldar?

Svo spyrðu:

Af hverju er ýtt undir upplausn, þegar allir þurfa að leggjast á eitt og róa ástandið???

Og ég hef eitt svar, my friend:

Follow the money!

Þórdís Bachmann, 25.6.2010 kl. 18:07

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Óskar.  Vissulega ætlar stjórnmálastéttin að fela sig á bak við "réttlæti" dómstóla, en ég deili ekki þeirri skoðun.  Dómstólar dæma út frá gildandi lögum, en þeir stjórna ekki landinu.  Og landið þarf stjórn, svo ekki sjóði hér allt upp úr.

En forsenda stjórnar sem stjórnar, er vissulega fólk sem vill stjórn, ekki lýðskrum og kjaftæði.

Blessuð Anna, það er akkúrat ekkert að því að stjórnvöld á neyðartímum setji lög sem virka aftur á bak.

Forsendur þeirra er þá að þau takist á við ákveðinn vanda, og um þau ríki þokkaleg sátt.  Forsendur bæði gengis og verðtryggingar brugðust hið örlagaríka ár 2008.  Að láta almenning sitja í súpunni, til dæmis með tilvísun í röng lög, eða lög sem takast ekki á við vandann, það er stjórnleysi og rangt viðhorf á neyðartímum.

Tel að þú værir ekki eins hrifinn af ægivaldi dómstóla ef þeir hefðu dæmt gengistrygginguna löglega.

Þórdís.

Góð hugmynd, en það vantar forsendu fyrir byltinguna.  Það er útbreidda skoðun um að eitthvað sé hægt að gera, og það þurfi að gera.  Reyndar tel ég að ef almenningur sjálfur sæi ljósið, þá kæmi stjórnmálamennirnir á eftir.  

En fólk kýs lýðskrum og upphrópanir, og skammir um forna fjendur.  Hvað hefði til dæmis gerst ef Hæstiréttur hefði til dæmis ekki haft neina skoðun á gengislánum???  Hefði fólk þá farið í gjaldþrot með bros á vör????

Ég er vissulega sammála þér að peningaöflin yfirtóku Búsáhaldabyltinguna en þau spiluðu á pólitískan metnað manna eins og Steingríms Joð og eins má benda á Evróputrúboðið.  Það gerði bandalag við AGS öflin vegna þess að það var leiðin inn í ESB.  Sem síðan átti að bjarga öllu.

Það sem ég er að reyna að segja, er að það eru skýringar að peningarnir stjórna, kallast að deila og drottna.

Og þeir sem kunna ekki að bregðast við þeirri taktík, eru alltaf fórnarlömb.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.6.2010 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 2037
  • Frá upphafi: 1412736

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1790
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband