Var Seðlabankastjóri að ljúga???

 

Var lygi notuð til að réttlæta hina litlu vaxtalækkun gærdagsins.

Sagði hann ekki að allt bankakerfið væri í uppnámi????

Og þess vegna væru frekari vaxtalækkanir í uppnámi.

 

Núna segist Íslandsbanki vera í góðum málum og hlakkar að takast á við framtíðina með ánægðum viðskiptavinum.  Enda fáir svo illa upp aldir að þeim líður vel að vinna við fyrirtæki sem stundar blóðmjólkun viðskiptavina sinna, jafnvel þó fyrirskipun um slíkt komi frá ríkisstjórn Íslands.

Dómur Hæstaréttar er greinilega léttir eins og fram kemur í þessari glaðlegu tilkynningu frá bankastjórn Íslandsbanka.

Líklegast mun meira innheimtast, og viðskipti bankans blómstra í kjölfar dóms Hæstaréttar.

 

Hvers vegna laug þá Már?????????

Var embættismaður þjóðarinnar númer eitt (miðað við launaumræðuna) virkilega að reyna að beygja dómsvaldið undir sinn vilja með þeim rökum að það vissi ekki hvað það væri að gera, líkt og óvitar í sandkassa.

Eru engin takmörk til á mannlegum hroka????

 

Það er margt garúgt í Danaveli sagði Shakespeare og var þá örugglega að tala um ástandið á stjórnarheimili Leppa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  

Það væri kannski þörf á rannsókn á þessum orðum Seðlabankastjóra.

Kveðja að austan.


mbl.is Íslandsbanki mun áfram uppfylla eiginfjárkröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann laug sennilega mest til að vera eins og hinir stjórn?málamenninir, helv.... lygalaupur.

Óskar (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 11:23

2 Smámynd: Elle_

Hann var í það minnsta að verja bankana gegn Hæstaréttardóminum, Ómar, og fetar þar í fótspor Gylfa Magnússonar sem vinnur gegn almúganum og fyrir bankana, nákvæmlega eins og AGS vill.  Stórmekilegt þegar ólöglærðir menn koma fram á sjónarsviðið og halda sig vita betur um Hæstaréttardóminn en 5 SAMSTÍGA HÆSTARÉTTARDÓMARAR. 

Elle_, 24.6.2010 kl. 12:28

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Ekki skal ég gera lítið úr þeim vanda sem við blasir, og aðeins toppurinn blasir við fólki.

En aðferðafræði Más og Gylfa er röng.

En hún er mjög í anda  núverandi ríkisstjórnar.

"Seint, illa, rangt", það er ef á annað borð eitthvað er gert.

Kveðja að austan.

PS. Elle, ég mun stíga fram ef þeir dæma rangt í ICEsave, en rök mín eru rótgróin út frá grunnrétti mennskunnar.  En hlutverk þeirra Gylfa og Más er bara ekki að rífast við Hæstarétt, heldur að vinna út frá þeim raunveruleika sem við blasir.

En þeir kunna það ekki heldur.

Kveðja

Ómar Geirsson, 24.6.2010 kl. 13:26

4 Smámynd: Elle_

Ómar, Gylfi og Már geta ekki gert það sem þeir endilega vilja fyrir bankaskrímslin.

„Bankarnir tapa í Hæstarétti“

Magnús Thoroddsen fyrrverandi forseti Hæstaréttar telur einsýnt að bankarnir tapi í Hæstarétti málum um hvort verðbætur eða aðrir vextir eigi að koma í stað gengistryggingarinnar sem dæmd hefur verið ólögleg.

http://www.ruv.is/frett/%2C%2Cbankarnir-tapa-i-haestaretti%22

Elle_, 24.6.2010 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 440
  • Sl. sólarhring: 734
  • Sl. viku: 6171
  • Frá upphafi: 1399339

Annað

  • Innlit í dag: 372
  • Innlit sl. viku: 5227
  • Gestir í dag: 343
  • IP-tölur í dag: 338

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband