24.6.2010 | 08:29
Er þetta ekki rökrétt ábending.
Hvernig á að túlka orð viðskiptaráðherra öðruvísi??????
Reyndar er annar möguleiki í stöðunni, að hann sé þess fullviss að bankarnir lifi, vegna þess að hann hafi þegar samið neyðarfrumvarp til björgunar banka.
Til dæmis að afnema dóma Hæstaréttar afturábak um 3-vikur???????
Eða breyta samningum eftir á???
Hvað getur ríkisstjórnin gert annað en algjöran hálfvitaskap????
Var ekkert plan B hjá þessu fólki????
En það var búið að vara við þessari skálmöld.
Ábyrgðina bera þær aumu manneskjur sem börðust fyrir aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Skömm þeirra mun lifa meðan byggð helst í landinu.
Kveðja að austan.
Hvetja fólk til að taka út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1654
- Frá upphafi: 1412768
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1474
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viðskiptaráherra er sjálfumglaður hálfviti sem ætti að halda við að tuldra einhver mótmæli sem háskólakennara loser. Þetta skoffín á ekki að' vera ráðherra.
Guðmundur Pétursson, 24.6.2010 kl. 08:52
Sæll félagi Ómar.
Það er eitt sem fáir hafa velt fyrir sér í sambandi við gengislánin (þessi ólöglegu) en það eru úrskurðir dómstóla um vörslusviptingu, reyndar skilst mér að flestir hafi afhent bílana án mótþróa en einhverjir neituðu án undangengins dómsúrskurðar þar um (undirritaður t.d.). Ég er ansi smeykur um að margir dómarar hjá héraðsdómi Reykjavíkur séu búnir að gera sig vanhæfa í málum tengdum fjármálum til framtíðar. Það er vonandi að eini starfandi ráðherra ríkisstjórnarinnar hafi plan b. tilbúið til að skipta út dómurum.
mbk
Umrenningur, 24.6.2010 kl. 10:54
Blessaður Umrenningur.
Það er eiginlega allt að koma fram um þá upplausn og ringulreið, sem spáð var ef þjóðin stæði ekki saman, og tækist sameinginlega á vandanum.
Í því felst að við öll fáum aðstoð, ekki aðeins ríka fólkið og fjármagnseigendur.
Það sér ekki fyrir endann á atburðarrásinni. Eina sem er öruggt er að stjórn sem er algjörlega rúin trausti, hún mun ekki gera neitt, nema þá til ills.
Og hefur varla mátt í það heldur.
Einn flötur málsins sem er ekki ennþá inn í umræðunni, það er skaðabætur handa þeim sem voru flæmdir af eignum, sviptir ökutækjum, níddir niður og gerðir gjaldþrota.
Allt út frá lögleysu og órétti.
Aðeins heimskur maður, og þeir eru vissulega til, trúir að bankarnir sleppi með að leiðrétta lánin og búið.
Miskabæturnar eru eftir.
Að mínu viti getur aðeins stjórn mennsks fólks bjargað því sem hægt er að bjarga. Sameinað þjóðin um lausn handa öllum fórnarlömbum Hrunsins, lausn sem bætir fólki þann skaða sem gerræðið og stjórnleysi núverandi valdhafa olli.
Hinn möguleikinn er áframhaldandi ferð til Heljar í anda Hávamála um að bræður berjist.
Þú þekkir þennan málflutning minn Umrenningur góður.
Ég held honum ekki á lofti núna, er aðeins á svæðinu til að kynda undir. Langar að vera stjórnarbani og þar með ICEsave bani.
En ég vona innilega að raddir um sátt og samstöðu fái hljómgrunn.
Og réttlætið sigri að lokum.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 24.6.2010 kl. 13:21
Snjalli Ómar !
Það skelfinlega er að bókstaflega engir sjá ljósið.
Önnur plön, hvert er B, C.D., o.s.frv. hvergi í sjónmáli.
Á stundum kemur í hugann að líklega gerðum við rangt fyrir nákvæmmlega sextíu og sex árum. Þessi fámenna þjóð við nyrstu voga er á mörkum að geta stjórnað sér sjálf.
Kristján tíundi sagði, þá hann tók í hendina á Hriflu-Jónasi á hafnarbakkanum í Reykjavík 1936.: " Sa de er Islands Benito Mussolini?!
Líklega þurfum við einvald !
Djurasvili brást !
Kveðjur frá Seltjarnarnesi !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 21:22
Blessaður Kalli.
Ég verð að játa, að ég var dálítið farinn að sakna þín.
Hélt jafnvel að Hriflurótækni mín, sem brýst fram annað slagið, hefði eitthvað stuðað þig. Mundi svo að okkar fyrstu kynni hófust með grunsemdum þínum um að ég væri argasti kommi, eða þá framsóknarmaður, sem ég held að sé verra í augum ykkar Nesútnárunga, enda aldnir upp fjarri menningunni, allavega var ég alltaf heillengi að keyra út á Nes í sund, þó stutt var að fara.
Kannski hafði það eitthvað með gatnakerfið að gera, vildi oft enda út á Ægissíðu.
Þannig að ekki voru það mínar mætu íhaldsskammir sem styggðu ykkur ágætu íhaldsmenn.
Datt þá í hug að penninn hefði misst mátt, fattaði svo að ég notaði ekki penna.
Þess vegna gladdi það mig mjög að þessa óvænta viðbót mín nálægt rafeindum og stjórnarafglöpum, að hún gæfi mér tækifæri til að óska þér góðs sumars, og sólar, allavega út næstu viku, skuldahali minn stefnir nefnilega í útsynninginn uppúr næstu helgi.
Og mér sýnist að þér veiti ekki að sólinni, finn hljóm af skammdegisþunglyndi í orðum þínum. Eins og þú haldir að afkomendur víkinganna gefist upp í kuldagjósti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Eins var það algjör óþarfi að núa mér Hriflungnum uppúr dönskum aulahúmor um andlega leiðtoga minn.
Mundi svo að þið Davíðsmenn eru dálítið svag fyrir sterkum leiðtoga, vitið eins og er að það eina sem sameinar þjóðina, er sterkur leiðtogi.
Hrunið sannaði það endanlega, allt var víst einum manni að kenna.
Og út á þá trú fengu núverandi afglapar völd sín.
Þess vegna tel ég vítin til að varast.
Þjóðin hlýtur að geta sameinast um björgun sína, án þess að einhver sterkur leiðtogi sameini hana gegn sér.
En hvort neyðin sé ekki nógu mikil, eða að konan ennþá ekki nógu nakin, þá er ljóst að hið augljósa er ekki ennþá i sjónmáli. Ég held að það sé þessi bölvaða Evróputrú sem villi mönnum svo sýn. Margur andans maður, sem gæti örugglega sagt eitthvað að viti, þannig að eftir væri tekið, hann segir ekkert af viti, því hann telur þjóðina vonlausa og þurfi nauðsynlega á aðhlynningu Brusselvaldsins að halda.
Og þeir sem fylla andstöðuflokk núverandi afglapa ("tag-ið" þessa vikuna), þeir virðast eitthvað beygðir út af fortíðinni, eins og þeir skammist sín fyrir tilveru sína. Sem fyrir mig er mjög leiðinlegt því fátt finnst mér betra en að skamma gott íhald, en maður hefur varla geð í sér að hnýta í beygða menn.
Eins og þið séu allir illa haldnir af skammdegisþunglyndi.
Komi sólin ekki, þá á Lýsi efh til gott ráð við beygðum huga, og í guðanna bænum mætið á svæðið og skammið afglapastjórnina eins og þið mest megið.
Það er jú framtíðin sem skiptir öllu máli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.6.2010 kl. 01:12
PS. Svo ég spyrji eins og Börnin hans Jóhannesar, hver er þessi Djurasvili??
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 25.6.2010 kl. 01:16
Snjalli Ómar !
Fyrst skal endirinn skoða !
Barnavinurinn mesti - maðurinn sem Einar Olgeirss., fékk ávallt " hland fyrir hjartað" þá nefndur var -sá hinn sami sem Kötluskáldið Jóhannes orti um :
"Sovét Ísland - óskalandið,
hvenær kemur þú ? "
Sá hinn sami hét fullu nafni Josif Djugashvili ( R í stað G.)fæddur í Tiflis héraði í Gori.
Hans áhangendur finnast enn meðal vor - hyldjúft í hugarfylgsnum einstakra vinstri-RAUÐRA !
Blessuð verði æ minning Djugashvilis og allra þeirra milljóna sem hann ´sá um að kæmust á önnur tilverustig, samanber útrýmingarnar í Katyn-skógi í apríl/maí 1940.
Þú segir: " Þessi bölvaða Evróputrú villir mönnum sýn".
Mikill sannleikur.
Sjáðu minn gamla leiðtoga sem"Kalli Sveinss .,á sínum tíma greiddi atkvæði þá "myrkrahöfðinginn" Davíð komst til valda!
Steini kominn með sömu sjúkdómseinkennin og Óli Stef., !
Kemur einna helst í hug að láta sérprenta 17. grein reglugerðar ESB., um sameiginlega fiskveiðistefnu, og heimsenda á risaspjaldi þeim Steina og Óla !!
Sem þú þekkir segir þar orðrétt.: Ísland mun þurfa að fallast á reglurnar um æðsta vald Evrópusambandsins og um aðgang að hafsvæði, sem samkvæmt 17.grein reglugerðarinnar um sameiginlega fiskveiðistefnu ESB., tryggir skipum frá ÖLLUM aðaldarríkjum aðgang að LÖGSÖGU annarra aðildarríkja".
17. greininni á að dreifa í hvert EINASTA HEIMILI á landinu öllu. !
Í lokin.
"Nesútnárangar"er magnaður þjóðflokkur.Hér á árum áður varð því haldið fram að "kommanir á Neskaupstað" væru óskýranlegt fyrirbæri í íslenskri stjórnmálasögu !
Það met svo rækilega slegið að enginn nemi í stjórnmálafræði við Háskólann leggurí að skrifa um þetta furðulega afbrigði !
"Ihaldið"haft meirihluta á Nesinu í 54 ár -samfleitt - meira er, atkvæðaprósentan lægst 58,3% uppí 69,4" !!
Hvaða " Djugashvili" skyldi hafa verið þar " Primus inter pares" ?? !!
Aftur kveðjur af Seltjarnarnesi !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 13:27
Blessaður Kalli.
HM villti mér sýn, þennan prestlærling kannast ég vel við og hér á Neskaupstað er góður maður og frændi minn kenndur við hann.
Þó er frændi minn ættaður frá fallegasta stað Íslands. Þar töldu menn Eystein til guðlegra vera, því hann kunni þá mögnuðu list að geta blakað eyrunum, eða svo sagði karl faðir minn mér þegar hann reyndi að útskýra af hverju afi minn og afa og ömmu bræður trúðu því að höfn yrði byggð á sandi.
En já, það finnast víða skrýtnir þjóðflokkar, en sjaldgæft að menn skuli getað sannað skrítileg heit sín með því að vitna í opinber gögn um kjörfylgi. Nafni minn Ragnarsson þurfti að fara með myndatökumann upp í afdali til að festa menn og dýr á filmu svo einhver tryði sögum hans. Ykkur dugar kjörskráin.
En ég fer ekki ofanaf því eftir að ég villtist 3 sömu vikuna út á Ægissíðu, að einangrun Nesjabúa mætti þakka einangrunarstefnu stórbokka höfuðborgarasvæðisins sem byggðu upp gatnakerfi eins og enginn ætti heima út á Nesi eftir að landlæknirinn gekk á vit feðra sinna. Eins og menn þyrftu ekkert neitt lengur að sækja út á Nes.
Þó þessi afbragðssundlaug með góðu fólki, bæði starfsfólki og gestum, staðsett handan byggðamarkanna.
En þú veist það Kalli að ég hef enga skoðun á Evróputrúboðinu annað en að þykja það fáránlegt. Komist eitthvað vit í það, þá má fara lesa reglur og færa menn reglur á spjöldum með stóru letri.
En þangað til á aðeins að spyrja trúboða hvort ekki sé alltí lagi með þá. Hvort þeir hafi fengið sólsting sem vilji ekki yfirgefa þá.
En bið að heilsa ykkur í sólina.
Megi hún stinga Evrópusinna höfuðborgarinnar næstu tvær vikurnar.
Svo má rigna á ykkur aftur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.6.2010 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.