23.6.2010 | 21:57
Lærum af sögunni.
Þú byggir ekki upp nýtt bankakerfi á arðráni og blóðpeningum. Sagan kennir að þá snýst fólk til varnar.
Hvaða bankakerfi þrífst í upplausnar og jafnvel byltingarástandi???
Hvaða lífeyri fæst þá greiddur???
Hver mun hugsa um gamla fólkið í þjóðfélagi þar sem vinnandi fólk er svívirt af vogunarsjóðum og þjónum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ríkisstjórn Íslands???
Og jafnvel þó þetta auma fólk sem myndar núverandi ríkisstjórn, nái að blekkja og hræða fólk til hlýðni, og búa svo um hnútana, að fólk geti ekki flúið land, þá mun samt ekki innheimtast meira upp í skuldir með þeirri harðstjórn og mannvonsku sem felst í stefnu íslensku félagshyggjunnar.
Og hvernig væri að menn lærðu af sögunni því ekkert er þannig að það hafi ekki gerst áður, í einni eða annarri mynd.
Þegar ég las útburðarvæl viðskiptaráðherra þá rifjaðist upp fyrir mér dæmisaga frá lénstímanum, um endamörk hinnar mögulegu skattheimtu.
Til að fjármagna lífstíl sinn þá innheimtu landeigendur og aðall mjög há leigugjöld af eignarlandi sínu sem ánauðir bændur urðu að greiða áður en þeir gátu séð sér og sínum farboða. Um og yfir 50% af uppskeru var ekki óalgengt, og afgjaldið var innheimt í ýmsu formi.
Ein innheimtan fólst í því að leiguliðar ólu önn fyrir stórgripum landeiganda og urðu að skila þeim vel höldnum til slátrunar. Í þessari dæmisögu er sagt frá landeiganda einum í héraði í Frakklandi þar sem uppskera hafði brugðist, og hann átti i stökustu vandræðum að fóðra gripi sína. Hans ráð var ráð íslensku félagshyggjunnar, hann ákvað að fjölga gripum hjá leiguliðum sínum, þó var þrengra hjá þeim en honum. Þegar honum var bent á þetta þá benti hann ráðsmanni sínum á móti á sitt eigið tekjutap, og þá staðreynd að hann ætti í erfiðleikum með að sjá fylgdarliði sínu farboða, hvað þá að halda veglegar veislur sem voru nauðsynlegar til að tryggja félagslega stöðu hans.
Ef bændur ættu i erfiðleikum með að fóðra gripi hans, þá yrðu þeir að skera niður sína eigin.
Sem og var raunin, nema að harður vetur sá um að fella þá. Í kjölfarið dóu gripir landeigandans.
Af hverju?????
Ef íslenskt félagshyggjufólk getur svarað þeirri spurningu, þá segir það sig samstundis úr lögum við núverandi ríkisstjórn. Það kallast að nota skynsemi sína og vit.
Svarið er annars mjög einfalt, leiguliðarnir féllu úr hor, nema náttúrulega þeir sem forðuðu sér í burtu í tíma. Og það mátti lénsþjóðfélagið eiga, að það lærði af heimskunni;
Það lærði um takmörk hinnar endanlegu skattheimtu.
Það er aðeins hægt að arðræna að ákveðnu marki, eftir það þá hrynur samfélagið.
Og þó þrælaeigendur Nýja heims hafi ekki þurft að virða þessi þanmörk manneskjunnar, þá var það aðeins vegna þess að þeir fengu allt nýtt þrælavinnuafl með skipum frá Afríku.
Hvaðan ætla Leppar vogunarsjóðanna og AGS að fá nýja skuldara þegar núverandi gefast upp á blóðmjólkuninni?????
Hvar finnst svo aumur maður að hann tekur undir málflutning ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna???? Og heimskur er sá sem trúir að það sé hægt að byggja upp þjóðfélag á kúgun og arðráni.
Það varð forsendubrestur við Hrun fjármálakerfisins.
Þann forsendubrest þarf að leiðrétta á þann hátt að hér sé hægt að byggja upp blómlegt þjóðfélag þar sem allir, jafnt sparifjáreigendur, lífeyrissþegar, vinnandi fólk, barnafólk, skrítið fólk, rauðhært fólk, já og félagshyggjufólk því auðvita á að fyrirgefa því óvit þess, svona um leið og það hættir að gera öðrum illt, að allir fái lifað hér mannsæmandi lífi.
Út úr slíkum jarðvegi sprettur traust og öflugt bankakerfi þar sem fjármálastofnanir geta sinn hlutverki sínu með sóma og um leið skilað eigendum sínum heilbrigðum arði.
En út úr félagshyggju Íslands, þessari sem er í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þeirri meintu mannúðarstofnun, kemur aðeins örbirgð og upplausn. Og hið endurreista bankakerfi verður álíka frýnilegt og Frankenstein, enda ekki skapað af lífi, heldur af fátækt og örbirgð.
Úldið og rotið, líkt og hugarfar þeirra sem sjá ekkert athugavert við hina meintu mannúð AGS.
Slíkan bastarð vill engin þjóð, og nái bastarðurinn að lifa, þá mun rotnunin og ýldan kæfa allt mannlíf.
Það var ekki draumur þeirra félagshyggjumanna sem börðust fyrir jöfnuð og réttlæti, og mannsæmandi lífi öllum til handa.
Þeirra draumur var ekki óskapnaður AGS.
Það mættu gömlu mennirnir sem mæra núverandi ríkisstjórn hafa í huga.
Þú byggir ekki upp nýtt og betra þjóðfélag með vinnubrögðum óréttlætisins.
Mannúð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er aðeins fyrir þá ríku.
Gleymum því aldrei.
Kveðja að austan.
Almenningur fengi reikninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 1412769
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1475
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var góð grein hjá þér, bestu þakkir.
Gylfi Þór Markússon, 23.6.2010 kl. 22:59
Það verður bylting, ef Ríkisstjórn, Seðlabanki og fjármagnseigendur hunsa dóm Hæstaréttar (sjá mál nr. 317/2010). Ég hélt að almenningur hefði fengið nóg, þegar haldinn var samráðsfundur pólitíkusa og "meintra glæpamanna" um dóm Hæstaréttar. Mér finnst Ríkisvaldið hafa komist í lágrétta stöðu með þeim fundi.
Bara það að hafa haldið þennan "samráðsfund" !!!! þá voru þau að leggja drög að lögleysu hér meðal okkar íslendinga. Ég skil ekkert í Ríkislögregustjóra og öllu löggjafarvaldinu að knýja ekki á handtökur á þeim aðilum sem Hæstiréttur hefur sagt í 3 dómum í júni, að lög hafi verið brotin. Þurfa þessir gerningamenn að fara í gegnum dómskerfið, þegar Hæstiréttur hefur þegar dæmt þá????????
Ég spyr hvort nokkuð mark er tekið á Hæstarétti Íslendinga??
Hafi þessir menn skömm okkar allra.
Eggert Guðmundsson, 23.6.2010 kl. 23:04
Takk fyrir innlitið félagar.
Eggert, ríkislögreglustjóri bregst á hverjum degi með því að framfylgja ekki ákvæðum hegningarlaga gagnvart þeirri gjörð að styðja erlend yfirgangsöfl við fjárkúgun og rán á skattfé almennings.
Lögin eru aðeins ætluð smáþjófum.
En skömm þessa fólks er algjör.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.6.2010 kl. 23:41
stendur stofnun eins og banki ofar einstaklingnum - fyrir viku græddu bankar á tá og fingri en nú ?
Banki er fyrir einstaklinginn en ekki öfugt
Jón Snæbjörnsson, 24.6.2010 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.