23.6.2010 | 18:29
Ef sjálfstæðismenn álykta um eitthvað, þá ....
Þá eiga þeir fyrst að álykta um sinn eigin vanda.
Níð Péturs Blöndal um fólk í fjárhagserfiðleikum vegna afleiðinga fjármálahrunsins, fjármálahruns sem má rekja beint til afglapa flokksins, og fylgispektar hans við Hirðinn í leit að fjármunum, er forkastanlegt.
Enginn flokkur með æru hefur svona mann innanborðs.
Eitt er að valda fólki ómældum þjáningum með afglöpum sínum.
Annað er að níða niður fórnarlömb sín.
Komist Pétur Blöndal upp með að kalla fórnarlömb Hrunsins Bruðlara, þá er Sjálfstæðisflokkurinn ærulaus á eftir.
Sumum finnst hann vera það nú þegar, en ég er ekki einn af þeim þó ekki sé ég aðdáandi flokksins.
Það breytir því ekki að þar innandyra er margur góður drengurinn en þeir sitja niður ef þeir láta ummæli Péturs ómótmælt.
Það eru engin rök í málinu að segja að þetta sé bara hann Pétur.
Á meðan enginn hreyfir andmælum, þá eru orð hans lýsandi fyrir viðhorf flokksmanna, líkt og orð Magnúsar Orra eru lýsandi fyrir undirlægjuhátt Samfylkingarinnar gagnvart bretum.
Er það skoðun Sjálfstæðismanna að allir sem tóku gengistryggð lán séu "Bruðlarar"???
Er enginn sómi eftir í flokknum????
Stálu Hrunverjar líka sálu flokksins????
Af hverju er formaður flokksins ekki nú þegar búinn að biðja hlutaðeigendur afsökunar á orðum þingmannsins????
Kann hann sig ekki?????
Eða finnst öllum svona níð vera í lagi????
Hvað veldur?
Kveðja að austan.
Baldur krefst þess að aðildarumsókn verði dregin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 424
- Sl. sólarhring: 745
- Sl. viku: 6155
- Frá upphafi: 1399323
Annað
- Innlit í dag: 356
- Innlit sl. viku: 5211
- Gestir í dag: 329
- IP-tölur í dag: 325
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pétur Blöndal sem rakaði saman peningum á okulánastarfsemi í den. Og bjó til Kaupþing með peningunum. Maður er hættur að vera hissa. þá vil ég heldur fá Jón Ásgeir sem fjármálaráðherra enn þenna gangster inn í umræðuna. Hann er alla vega heiðarlegri enn Pétur...svo er verið að tala illa um Al capone? Af hverju? hann lét þó fólk hafa brennivín fyrir peninganna enn þessir kallar láta ekkert í staðin. Á því er stór munur.
Óskar Arnórsson, 23.6.2010 kl. 18:35
Án þess að ætla að reyna að fara að líma einhverja "englavængi" á P.Blöndal, þá held ég að þetta sé bara enn eitt dæmið um "alhæfingarsyndrómið" sem mér finnst við Íslendingar hafa stundum aðeins of mikið af í hita umræðunnar, það kostar ekkert að nota orðin "sumir" "nokkrir" "ég held að sumir" osfrv. en sama hvað þetta er bæði særandi og ekki síður ögrandi fyrir alla þá sem töldu sig vera að gera sæmilega trygga og skynsama hluti í sínum lántökum.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 23.6.2010 kl. 21:04
Blessaðir félagar.
Óskar, það má ekki láta Hirðirinn komast upp með hvað sem er. Það er tími til kominn að benda sjálfstæðismönnum á ábyrgðina sem fylgir gaspri hans.
Og Kristján, svona alhæfingar eru settar fram til að koma í veg fyrir skuldaleiðréttingu. Pétur er maðurinn sem fyrstur réðist á hugmyndir Jóns og Gylfa um sanngjarna leið til að fólk héldi húsum sínum, en bankinn fengi sinn hlut ef fasteignaverð braggaðist.
Þá kom svipað útburðarvæl frá kallinum, manninum sem stjórnaði aðförinni að sparisjóðskerfinu.
Málið snýst ekki um hvort Pétur hafi á stundum sagt eitthvað að viti, eða hann megi eiga að hann sé sjálfstæður og stendur á sínum skoðunum. Til dæmis er hann fyrsti íhaldsþingmaðurinn sem þorði að tala gegn Samfylkingunni í ICEsave deilunni.
Málið snýst um að menn sem bera svona gífurlega mikla ábyrgð á þeim hörmungum sem brotlending frjálshyggjunnar olli, að þeir eiga ekki að komast upp með gífuryrði og aulahúmor í garð þeirra sem urðu fórnarlömb afglapa þeirra.
Þetta er hluti af því almenna siðferði að þú lætur ekki nauðgarann komast upp með að hæða og hóta fórnarlömbum sinum í réttarsalnum. Kunni hann ekki að skammast sín, þá á að þagga niður í honum.
Það þýðir ekki fyrir Sjálfstæðisflokkinn að tjá opinbera iðrun, en sýna hana svo ekki í verki.
Á það var ég að benda með þessum pistli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.6.2010 kl. 21:14
Alhæfingarsyndromið byggir á staðreyndum. Ég hjálpaði honum persónulega í þessari starfsemi í Húsi Verslunarinnar á sínum tíma....
Óskar Arnórsson, 23.6.2010 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.