"Óþægilegt fyrir íslenskt efnahagslíf"?????????????''

 

Hvað meinar maðurinn eiginlega????

Áttar maðurinn sig ekki á því að efnahagslíf er til fyrir þjóðina, en ekki þjóðin fyrir efnahagslífið.

Það er alltaf erfitt að standa í deilum.  Og stríð, hvort sem þau eru efnahagsleg eða hernaðarleg, þau skaða þjóðir.

En mjög sjaldgæft er að rekast á stjórnmálamann sem vinnur af uppgjöf þjóðar sinnar gagnvart ofríki og kúgun með þeim rökum að árás andstæðinganna valdi óþægindum.  

Sá síðasti sem ég man eftir, var norskur, og það frægur að af nafni hans er dregið alþjóðlegt orð yfir föðurlandssvikara.  

Varla er það draumur Össurar að taka þann sess í sögunni.  

 

Hvað skýrir hinn endalausa uppgjafavilja hans???

Eða þá rangfærslu sem hann lét út úr sér við fréttamann Ruv að allir flokkar Íslands væru

sammála um að greiða kröfu breta.  

 

Þekkir hann ekki muninn á að standa við skuldbindingar sínar og að láta undan kúgun og ofríki og greiða ólöglega fjárkúgun með annarra manna peningum.

Peningum sem almenningur á og kallast skattfé almennings.  Og sú skattheimta er réttlæt með því að þjóðin þarf að borga í sameiginleg málefni, og standa undir sameiginlegum kostnaði.

 

Hvergi í íslenskum lögum er opið fyrir að gjörspilltir stjórnmálamenn menn megi afhenda öðrum þjóðum skattfé almennings með þeim orðum að annað sé óþægilegt.

Hvernig er hægt að sitja á Alþingi í áratugi án þess að þekkja til laga og reglna um ráðstöfun skattfjár??????

Var það kannski "óþægilegt" að kynna sér lögin eða vita hvað hann var að samþykkja þegar hann rétti upp hend við atkvæðagreiðslur?????

Hverjum datt í hug að láta þennan mann að gæta hagsmuni íslensks almennings gagnvart ofríkismönnunum.  

Mann sem er sammála þeim og lítur vilja þeirra í einu og öllu.

Hvað segir þetta um okkur sem þjóð???

Hvað fór úrskeiðis í síðustu kosningum????

Hvernig getur Hrunverji ráðskast með framtíð þjóðarinnar og fyrirkomið efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar án þess að nokkur grípi inn í????

Var ekki nóg að þessi maður bæri ábyrgð á einu þjóðargjaldþroti????   

Þarf hann annað tækifæri til að toppa það fyrra????

 

Hvernig????  Hvers vegna???????  

Hvað gerðist eiginlega????

 

Og ef ég kynni á myndinnsetningu þá mynd núna koma Ópið eftir Munch og pistlinum þar með lokið.  Í stað þess verð ég að láta mér duga að segja;

"Margt er skrýtið í kýrhausnum".

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Össur: Höfum sterkar þjóðir með okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Satt segir þú með kýrhausinn...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.6.2010 kl. 11:48

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar ! Þú tímir að skjótast inn úr sumarblíðunni

Quisling hafði þó hugsjón, þó röng og skaðleg reyndist, hefur Össur einhverja hugsjón ? þarf ekki einhverja lágmarksgreind til að hafa hugsjón ranga eða rétta ?

Nei bara datt þetta svona í hug við að lesa þetta: "Össur sagði jafnframt að ummæli breskra stjórnvalda um tengsl Icesave og inngöngu í Evrópusambandið væru fyrst og fremst til heimabrúks. Þeir hafi ekki getað „brugðið fyrir okkur fæti" hafi þeir viljað það því sterkar og öflugar þjóðir standi með aðild Íslands að ESB, s.s. Þýskaland og Norðurlöndin."  

Þýskaland setur hvalveiðistopp sem skilyrði, Noregur hvetur allavega ekki Ísland til aðildar, en OK ! Danmörk, Svíþjóð og Finnland eru kannski hlynnt því að fá Ísland með.

Sumarkveðja frá Suður Noregi

KH

Kristján Hilmarsson, 23.6.2010 kl. 14:58

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Ingibjörg.  Kýrhausinn skýrir ýmislegt, það er margt er okkur ekki ætlað að skilja, ekki venjulegum skilningi allavega.

Óskar, það er þoka og rigning, og ég var sendur heim úr óbyggðunum.  

Fer ekki á flakk fyrr en eftir helgi, og á milli HM leikja er ágætt að láta Samfó menn skemmta sér, í stað veðurguðanna.

En ég held með Englendingum og vona að þeir vinni.  Pottþétt leið til að vekja strákana á morgnanna að segja þeim að núna eigi Rooney að keppa í dag.

En spyrnukveðju út til ykkar í Norge.

Kveðja að austan.,

Ómar Geirsson, 23.6.2010 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 488
  • Sl. sólarhring: 703
  • Sl. viku: 6219
  • Frá upphafi: 1399387

Annað

  • Innlit í dag: 414
  • Innlit sl. viku: 5269
  • Gestir í dag: 381
  • IP-tölur í dag: 376

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband