22.6.2010 | 20:43
Hver hleypti þessum drengstaula út fyrir landsteinanna???
Ein meginskýring þess að glundroði ríkir á Íslandi í dag er sú gengisfelling mannvits sem varð í Samfylkingunni fyrir síðustu kosningar.
Mestu munar þar um Ingibjörgu Sólrúnu, skarð hennar var ekki fyllt, ekki einu sinni með bráðabirgðafyllingu úr leku efni. Það er ekkert í því skarði sem hún skyldi eftir.
Einnig má benda á mjög mislukkaða nýliðun, til dæmis í mínu kjördæmi þá var það vit sem var á listanum 2007, þurrkað út í prófkjöri, en í stað þess var sett ímynd sem taldi það sér til ágætis að geta lesið texta skammlaust af skjávél, reyndar ekki í beinni útsendingu.
Við fyrstu hugsun taldi ég þessa gengisfellingu skýringu þess að Magnús greyið fékk að bulla út í Strassborg, að enginn hugsaði út i að senda dreng sem þekkir ekki til einföldustu lagaraka ICEsave deilunnar, en taldi sig hafa þá vigt að geta fylgt fótsporum Ólafs Ragnars og mokað ofaní þau þar sem þau ollu "skaða" á viðkvæmum sálum evrópskra samþingmanna.
Látum það liggja milli hluta hve mikill hinn meinti skaði Ólafs væri, en að drengur teldi sig geta bætt hann, jæja sú gjörð er ágætt skýringardæmi á orðinu drengstauli og gæti nýst orðabókahöfundum framtíðarinnar vel þegar þarf að uppfæra núverandi dæmi.
En grunnt var vit mitt að halda að óvit lægi þar að baki, það er að senda strákinn út til að bulla. Nýbúinn að lesa grein Marðar Samfylkingarbana um verðtryggingu gengislána. Rifjaðist upp fyrir mér gömul saga frá Vestmannaeyjum um það ráð sem menn gripu til á fyrstu árum þjóðhátíðarinnar, og var notað til að tryggja að allt færi vel fram, og aðkomnir gestir gætu glaðir við unað án leiðinda og skringilegheita, eða einhvernvegin þannig var það orðað í minningunni, sem er orðin gömul í huga mér.
En ráðið var ættað úr Gísla sögu Súrssonar, og kennd við Ingjald nokkurn. En með nútímavæðingu og með tilliti til staðhátta þá var því snúið við, í stað þess að senda út í eyju, þá voru bæjarfíflin send í tíma upp í Landeyjar og þar látin leita að fjallagrösum með fánalitum. Slík leit var ætið mjög torsótt, og alltaf árangurslitil.
En hún hélt óæskilegu fólki fjarri hringiðu mannlífsins þegar óhreinu börn Evu voru ekki nógu hrein fyrir mannfagnaðinn.
Það er betra að Magnús Orri gaspri bull út í Strassborg en að hann gangi til liðs við Mörð við að fella stjórnina fyrir helgi.
Það er vit í forystu Samfylkingarinnar eftir allt saman.
Össur kann ennþá til verka.
Því miður.
Kveðja að austan.
Bætir skaða forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 73
- Sl. sólarhring: 597
- Sl. viku: 5657
- Frá upphafi: 1399596
Annað
- Innlit í dag: 63
- Innlit sl. viku: 4827
- Gestir í dag: 62
- IP-tölur í dag: 62
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.