Lögfræðiálit ESA er ekki bara röng lögfræði,

 

Grunnforsenda þess er röng.

Spegillinn tók viðtal við Margréti Einarsdóttur, lektor í Evrópurétti við Háskólann í Reykjavík, þar sem hún útskýrði lagaforsendur ESA og hvernig stofnunin komst af sinni niðurstöðu.

Áður en ég vitna í viðtal Spegilsins vil  ég ítreka rök þeirra Stefáns Más Stefánssonar og Lárusar Blöndal, þá heiðursmenn sem best hafa unnið sér inn nafnbótina "Verðir Íslands", gegn því að tilskipun ESB feli í sér ríkisábyrgð.

 

"Getur það staðist að fyrirtæki séu starfrækt víða um heim á ábyrgð íslenska ríkisins án þess að ríkið sjálft hafi nokkuð um það að segja? Auðvitað er það ekki svo. Ábyrgð ríkisins á skuldbindingum annarra getur í meginatriðum orðið til með þrennum hætti; á grundvelli laga, þar sem ábyrgð ríkisins er skýrt sett fram, á grundvelli ábyrgðaryfirlýsinga með heimild í lögum eða með því að ríkið verður bótaskylt vegna aðgerða sinna eða aðgerðaleysis á grundvelli sakar.

Ef ætlunin hefði verið að aðildarríkin bæru ábyrgð á því að fjármögnun kerfisins dygði a.m.k. fyrir lágmarksgreiðslu samkvæmt tilskipuninni hefði það að sjálfsögðu átt að koma fram í henni. Þá hefði einnig þurft að koma fram hvaða úrræðum aðildarríkin ættu eða mættu beita til að takmarka þá ábyrgð sem þannig gæti fallið á þau. Ekkert kemur fram í tilskipuninni um þetta. Þvert á móti er sagt að innlánsfyrirtækin fjármagni tryggingakerfið og aðildarríkin beri ekki ábyrgð á innstæðum ef tryggingakerfið hefur verið innleitt og framkvæmt í samræmi við tilskipunina."

 

Lagaálit sem tekur ekki á þessum grunnrökum, er ekki tækt sem sönnun þess að Ísland  eigi að borga.  Lagálit ESA tekur ekki á þessum þáttum, það útskýrir ekki af hverju tilskipun ESB tekur fram að ekki sé um ríkisábyrgð að ræða, það útskýrir ekki af hverju ekki er tekið fram í tilskipuninni hvernig einstök aðildarríki geti varist ríkisskuldbindingum sem stefna fjárhag þeirra og efnahagslegu sjálfstæði í voða, það útskýrir ekki hvernig stofnanir ESB geti tekið sér vald til að setja lög og reglur sem aðeins fullvalda ríki geta samkvæmt samningnum um ESB þar sem "réttur og tilvist þjóðríkja er sérstaklega varinn"og samningurinn um EES er annarsvegar milli sjálfstæðra EFTA ríkja og hins vegar milli ESB. 

Hvergi í samningnum um EES afsala EFTA ríki fullveldi sínu og það er sérstaklega tekið fram í EES samningnum að ef upp koma þær aðstæður sem ógna fullveldi eða tilvist einstakra EES ríkja, þá hafi þau rétt samkvæmt EES samningnum til að grípa til allra þeirra aðgerða sem þau telja nauðsynlega til að vernda fullveldi sitt og sjálfstæði.

Það eina sem lögfræðiálit ESA segir, að vísu í löngu máli, er svo ég vitni í Margréti Einarsdóttur 

 

"ESA segir tilskipunina leggja þær skyldur á hendur aðildarríkja Evrópska Efnahagssvæðisins að þær þurfi að setja upp tryggingarkerfi sem geti tryggt innláneigendum þá lágmarksfjárhæð sem mælt er fyrir um í tilskipuninni."

 

Margrét segir að ESA viðurkenni að það standi hvergi í tilskipun ESB um innlánstryggingar að um ríkisábyrgð sé að ræða.  Hins vegar sé það markmið tilskipunarinnar að kerfið tryggi lágmarksvernd, og það sé skylda aðildarríkja að svo sé.   Dugi fjármögnun sjóðsins ekki til, þá beri ríkisvaldinu skylda til að útvega það fé sem upp á vantar. 

Með öðrum orðum er ríkisábyrgðin afleidd niðurstaða af markmiðum tilskipunarinnar.

 

Stenst þessi röksemd skoðun?????

Getur það staðist að tilskipun sem er í eðli sínum gölluð, og ræður ekki við öll þau tilvik sem upp koma, að gallarnir af henni falli þá sjálfkrafa á þau aðildarríki sem lenda í viðkomandi aðstæðum, þó þau voru skyldug til að taka upp tilskipunina eins og hún var, og höfðu ekkert með innihald hennar að gera?????

Já, segir ESA og það álit er skoðun framkvæmdarstjórnar ESB.

 

En gefum okkur þá forsendu að þetta markmið um lágmarksvernd sé æðri fullveldi ríkja og ríki séu sjálfkrafa komin í ábyrgð fyrir innlánstryggingasjóði sína þó annað mætti halda miðað við orðanna hljóðan.  

Og gefum okkur þá forsendu að reglumeistarar ESB hafi það vald að setja reglur sem geta rústað fjárhag einstakra ríkja og ráðstafað öllum skatttekjum þeirra um langa framtíð í ákveðna ábyrgðir sem þeir hafa vald til að ákveða eftir á eftir því sem hagsmunir ESB sem kveða á um hverju sinni. 

Segjum líka að ákvæði Mannréttindaskrár Evrópu sem staðfest var í Mastrich samningnum, að þau víki fyrir þessu regluvaldi.  Að mannréttindi eins og að eiga rétt á grunnheilsugæslu eða menntun, eða félagslegri framfærslu þegar sjúkdómar eða atvinnuleysi hindra fólk í að sjá sér farboða, að allt þetta hverfi þegar gengið er að einstökum aðildarríkjum til að tryggja til dæmis lágmarksinnlántryggingar viðskiptabanka sem hafa heimilisfesti hjá viðkomandi aðildarríki.

Einnig að ákvæði Mannréttindaskráarinnar um eignarrétts  gufi upp, að dómsvald ESB geti gert eigur fólks í viðkomandi aðildarríkjum upptækar til að borga þær ríkisábyrgðir sem sambandið ákveður.

Segjum allt þetta og meira til.

 

Samt geta komið upp þær aðstæður að skatttekjur og eigur ríkisborgara einstakra aðildarríkja dugi ekki til að greiða viðkomandi lágmarksábyrgð.   Miðað við útþenslu áform Landsbankans þá gat sú staða komið upp ef starfsemi ICEsave hefði haldið áfram í 3-5 ár í viðbót, að innlánstryggingin hefði getað verið upp á 6.500 milljarða, eða jafnvel 13.000 milljarða, og eins og viðskiptamódel fjárfestingabanka var orðið þá gat allt það fé legið í bréfum sem hefðu orðið verðlaus á einni nóttu við allsherjar hrun bankakerfis eins og varð í heiminum haustið 2008.

Það var ekkert í regluverki ESB sem kom í veg fyrir að slíkt gæti gerst.  Bankar máttu starfa eins og þeim sýndust, á því formi sem þeir kusu, svo framarlega sem þeir voru innan regluverks hins innra markaðar.  

 

Og hvað gerist þegar eigur og skattfé ríkis duga ekki til að greiða lágmarkstrygginguna, á þá að selja þegna viðkomandi ríkis í ánauð, þó að slíkt sé bannað samkvæmt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna????  En dugar það til???

Þó allt sé gert upptækt, og allt sé selt, þá getur smáríki samt verið í þeirri stöðu að geta ekki greitt þessa lágmarksvernd.  Vegna þess að tilskipun ESB um tryggingavernd tók yfir starfsemi yfir landamæri, og smáríki gátu verið með stóran hluta af innlánsmörkuðum stærri ríkja á herðum sér.  

Heimilisfesti fjármálastofnanna skipti jú ekki máli samkvæmt reglum hins innra markaðar.  

 

Þess vegna er augljóst mál að það er rökvilla að halda því fram að einstök aðildarríki fari sjálfkrafa í ábyrgð, ef hið einkarekna tryggingakerfi sem tilskipunin kvað á um, færi á hausinn.  Það geta komið upp þær aðstæður að neytendur fái samt ekki innláns sín tryggð sökum stærðar bankakerfis viðkomandi þjóðar miðað við íbúafjölda.

Hugsunin á bak við kerfið gat því ekki falið í sér ríkisábyrgð.  Og á það bendir einn af reglumeisturum ESB, Alain Lipietz, á.  Forsenda þess að ábyrgð náði yfir landamærin var að fjármálastofnanirnar sjálfar fjármögnuðu kerfið.  Markaðsbresturinn sem kom í ljós við fall íslensku bankanna, var atriði sem innlánstryggingarkerfið tókst ekki á við, en slíkt gat aldrei verið á ábyrgð íslenskra stjórnvalda. 

 

Og hvernig hefur ESB sjálft tekist á við þennan markaðsbrest.  

Svarið er augljóst, það stofnar einn tryggingarsjóð fyrir hinn innra markað.  Öll önnur hugsun felur í sér markaðsmismunun stærri ríkjum í vil.

Þessi niðurstaða ESB er skýring þess að bretar og Hollendingar vilja ekki með málið fyrir dóm.  

Það finnst ekki nógu vitlaus dómari í Evrópu til að dæma þeim í vil.

Staðreyndirnar tala sínu máli.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Flott grein!

Magnús Óskar Ingvarsson, 16.6.2010 kl. 00:19

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ef ESA álitið stenst þá hafa stærri ríki innan EES tök á því að útrýma smærri ríkjum efnahagslega og gert þau háð sér um aldur og ævi svona eins og fjandsamleg yfirtaka.

Ísland verður að standa 100% á rétti sínum um að það sé engin ríkisábyrg á TIF, annað væri stórkostlegt landráð!

Eggert Sigurbergsson, 22.6.2010 kl. 21:51

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Kjarni málsins Eggert.

Og takk fyrir innlitin félagar, þó seint sé þakkað það fyrra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.6.2010 kl. 22:30

4 Smámynd: Birnuson

Sæll Ómar, þú færir góð rök fyrir því að kerfið, sem komið var upp með tilskipun um innstæðutryggingar, hafi verið út í hött. Ég fæ samt ekki séð að sú túlkun á því kerfi, sem þú gagnrýnir hér, feli í sér rökvillu. Þess vegna er hugsanlegt að óbilgjarnir menn haldi fast í þá túlkun. Og ég verð að viðurkenna að ég er ekki nógu vel að mér í ES-rétti og dómaframkvæmd á Evrópuvettvangi til að geta fullyrt af sama krafti og þú að ekki finnist í Evrópu „nógu vitlaus“ dómari til að dæma Hollendingum og Bretum í vil.

Birnuson, 22.6.2010 kl. 23:36

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birnuson.

Ekki er trú þín á mannskepnuna mikil.  En ég þarf ekki persónulega að taka í höndina á öllum dómurum Evrópu til að geta sagt mér að þú lætur ekki fífl dæma rangt.  Þá verða rangindin öllum augljós og betur heima setið.

Ég fullyrti hins vegar ekkert um að rangur dómur félli, það eina sem ég sagði að það fyndist ekki nógu vitlaus dómari til að dæma gegn hinu augljósa.  Og þar sem rangur dómur í ICEsave deilunni er aðför að tilvist Evrópusambandsins og rústar réttarríkinu Evrópu, þá er eins gott að einhvers staðar leynist í leynum meiri snillingur en sá sem samdi lagaálit ESA.  Hann lét hanka sig á að vísa í dómsfordæmi sem komu málinu ekkert við, og fór líklegast rangt með því Loftur komst að því að æðri réttur snéri við dómi undirréttar.

Klúðrið var sem sagt algjört.  Enda aðeins hugsað til heimabrúks gagnvart sauðtryggum stuðningsmönnum íslensku félagshyggjunnar.

En þú sérð ekki rökvilluna sem ég benti á. Gott og vel, sumt hefur ekkert með rökhugsun að gera, til dæmis mega menn trúa því mín vegna að Jesú hafi mettað þúsundir með einni matarkörfu.  Það er ekkert að því að trúa á kraftaverk.

En í raunveruleikanum þá gildir, raunveruleikinn.  Þess vegna geta velviljaðir VG  liðar sem finna til með foringja sínum á niðurskurðartímum, ekki labbað upp í fjármálaráðuneytið og boðist til að borga skuldir ríkissjóðs, af umfram sparnaði sínum.  

Þeir geta vissulega boðið fram krafta sína, þeir geta líka sparað Kristjáni Möller stórfé með því að bjóðast til að grafa Vaðlagöng með berum höndum, um helgar þegar þeir hafa ekkert annað að gera.

En svona boð eru ekki raunhæf.

Ekki frekar en að smáþjóð geti ábyrgst fjármálamarkaði stærri þjóða.  Burt séð frá því að það er brot á stjórnarskrá allra Evrópuríkja og brot á öllum mannréttindum sem íbúum Evrópu er tryggð með Matrichtsáttmálanum, þá er það ekki raunhæft. 

Ef svo væri þá væri ekki kreppa í Evrópu.  Össur myndi bara bjóðast til að borga kostnaðinn af fjármálahruninu til að bjarga evrunni, og jafnvel skuldir Kanans í leiðinni, svona til að bæta fyrir orðuklúðrið.

Jafnvel Stalín, sem átti skriðdreka, en ekki mannréttindaskrár, hann hefði ekki getað losað sig við skuldir Sovétsins með því að láta Búlgari taka þær yfir.  Þó voru Búlgarar þægir, og hann hefði líklegast ekki þurft að afhenda þær með skriðdrekum.  

En vilji og geta er ekki sami hluturinn.  

Þess vegna tóku reglumeistarar ESB það skýrt fram að aðildarríki væru ekki í ábyrgð fyrir tryggingasjóði sína þegar þeir hönnuðu kerfi sem náði yfir landamæri.  Þó rökleysa við slíka ábyrgð sé augljós, þá vanmátu þeir ekki greindarskort stjórnmálafroðunnar.

Og geirnegldu skyldur aðildarríkja.  

Enda vitna enginn í reglugerð þeirra um borgunarskyldu nema Björn Valur og Ólína Þorvarðar.  Segir allt sem segja þarf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.6.2010 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 1655
  • Frá upphafi: 1412769

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1475
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband