15.6.2010 | 09:12
Sumarið er tíminn þegar þjófar fara á kreik.
Söng Bubbi en þekkti ekki þá ICEsave þjófa Samfylkingar og VinstriGrænna. Því miður, því ef textinn hefði fjallað um þeirra myrku áform, þá hefði þjóðin kannski ekki upplifað þjófnaðinn mikla sem fyrirhugaður er i sumar, og Mogginn drap lítillega á í frétt um ESB innlimunina og fjallaði um svikráð á bak við tjöldin.
Þar segir í fréttinni að bretar og Hollendingar munu ekki koma í veg fyrir aðildarviðræður við Íslendinga "enda hafi fengið tryggingu fyrir því að Íslendingar muni standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar gagnvart ríkjunum tveimur."
Ljóst er að Sjóvá gaf ekki út þessa tryggingu enda félagið gjaldþrota. Böndin berast því að landsöluflokkunum sem auk þess að gefa útlendingum bröskurum auðlindir landsins, og Magma ránið var fyrsta skrefið þar um, þá ætla þeir að gefa útlendum handrukkurum skattfé Íslendinga og láta þar árþúsund ára gamlan draum Ólafs Haraldssonar rætast.
Enda er Einar Þveræingur löngu heygður.
Athyglisvert er að bretar og Hollendingar treysta ennþá á aðferðir handrukkarans auk máttar hinna 30 silfurpeninga.
Þeir treysta ekki á hinu lögbundnu leið EES samningsins sem kveður á um umsögn ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, og síðan ef málsaðilar sætta sig ekki við þá umsögn, dóm EFTA dómsins. Ljóst er að álitamálin um bakábyrgð einstakra aðildarríkja á innlánstryggingum, eru það margslungin að að EFTA dómstóllinn yrði að leita umsagnar Evrópudómsins.
Núna er ljóst að ESA tekur undir sjónarmið breta og Hollendinga þannig að dómstólaleiðin ætti að vera augljós valkostur fyrir ICEsave kúgarana en af einhverjum ástæðum þá kjósa þeir heldur baktjalda makk og mútur.
Á þessu er ein skýring, lagaálit ESA er ekki pappírsins virði, það var eingöngu soðið saman til heimabrúks fyrir forystumenn félagshyggjunnar sem allt vilja vinna til að selja útlendum ofríkismönnum landið, auðlindirnar og fólkið svo himnasæla ESB verði þeirra.
Þetta heimabrúk er til að réttlæta svikagjörninginn.
En samsuða ESA stenst ekki 5 mínútna skoðun lögfræðinga og yrði dæmd ómerk af dómstólum Evrópu, enda byggir réttarríkið Evrópa á rótgróni lýðræðishefð sem virðir bæði mannréttindi og lög. þó gjörspilltir stjórnmálamenn í þjónustu auðjöfra, kalli eftir öðru.
Vissulega eru það hagsmunir fjármálamanna að almenningi í Evrópu sé talið í trú um að innlán þeirra séu ríkistryggð samkvæmt regluverki ESB, en sjálft regluverkið var sett til höfuðs ríkisábyrgð, og kemur það skýrt fram í texta þess.
Og dómstólar réttar og lýðræðisríkja dæma eftir lögum og reglum, ekki hagsmunum og geðþótta stjórnmálamanna. Og þó embættismýslur ESA hafi nauðgað lögum og rétti með lagaáliti sínum, þá skipa ekki mýs Evrópudóminn, hann er tákn hinnar nýju Evrópu sem var reist úr rústum þess skaða sem einræðisstjórnir Hitlers og Stalíns ollu almenningi í Evrópu um og upp úr miðri síðustu öld.
"Aldrei meir var" sagt og Evrópudómurinn er tæki lýðræðisins gegn gerræði nýrrar valdstéttar auðjöfra og braskara.
Þess vegna óttast bretar og Hollendingar Evrópudóminn og beita afli sínum og silfurpeningaeign til að hóta og múta íslenskri stjórnmálastétt til að selja land sitt og þjóð.
Samsuðu ESA hafa lögfræðingarnir Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal tætt í sig í merkri Morgunblaðs grein og einnig er eftirminnilegt viðtal sem Spegillinn tók við Stefán prófessor þann þriðja júní síðastliðinn, en þar ætlaði dyggur þjónn breta að baka Stefán og hafði sér til liðsinnis viðtal við ungan ESB lögfræðing sem reyndi eftir bestu getu að útskýra ólögfræði ESA.
Bökun átti sér vissulega stað í þessu viðtali en það var Stefán landvörður sem bakaði bretavin Ruv þannig að ekki verður betur gert. Í næstu blogggrein ætla ég að birta smá bút úr viðtalinu sem Spegillinn tók við hinn unga ESB lögfræðing, og hnykkja aðeins á hinni sorglegu mótsögn sem kom fram í málflutningi hans.
Þessi ICEsave grein mín er um leið mín loka þetta sumarið, því þó sumarið sé tíminn sem þjófar fara á kreik, þá er það líka tíminn sem hjörtu fara að slá.
Í sól og sumaryl hinnar austfirsku veðurblíðu.
Og öll ICEsave rán heimsins fá ekki breitt þeirri staðreynd.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:17 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 1412769
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1475
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.