11.6.2010 | 08:59
Frysting verðtryggingarinnar er ekki val.
Frysting verðtryggingarinnar, frá þeim tíma sem grímulaus árás íslenskra auðmanna hófst á íslenskt hagkerfi, er ekki valkostur í stefnu stjórnmálaflokka. Málið snýst ekki um hvort þjóðin hafi efni á slíkri gjörð og það snýst ekki um hvort það sé réttlætismál eða þá að gerðir samningar eigi að standa.
Ekkert að þessu skiptir máli því það er ekki val hvort verðtryggingin sé fryst eður ei.
Frysting verðtryggingarinnar er það eina sem getur bjargað þessari þjóð frá glötun. Hún er upphaf allrar samfélagssáttar og hún er upphaf þess að þjóðin vilji takast á við aðsteðjandi vanda og leysa hann í sameiningu.
Standi þjóðin ekki saman þá er þjóðarvá í vændum og ekkert getur hindrað yfirvofandi hrun þess samfélags sem við þekkjum og vorum svo stolt af. Vissulega voru skuggar í því samfélagi og það villtist af leið á meðan mýrarljós græðgi og sérhyggju var sá ljósgjafi sem lýsti upp efnahagslífið. En lífið er ekki fullkomið og önnur samfélög eiga líka við sinn vanda að glíma.
En þjóðin stóð saman á erfiðleikatímum og það var hugsað um þá sem áttu undir högg að sækja sökum aldurs, sjúkleika eða annars sem gerði fólk erfitt fyrir í sinni lífsbaráttu. Staða foreldris skipti ekki máli þegar kom að því að mennta börnin og öll börn nutu sömu heilsugæslu.
En núna vilja græðgiöflin rjúfa þessa sátt. Þau höfða til síngirni fólks og öryggisleysis. Segja að þjóðin hafi ekki efni á að hjálpa unga fólkinu. Það sé of dýrt og það verði á kostnað ellilífeyri þess. Segja að það eigi að standa við gerða samninga.
Og það er rétt. Það á að standa við gerða samninga. Og það eru til æðri samningar en sú kvöð að undirgangast verðtryggingu lána ef þú vilt flytja að heiman og stofna til þinnar eigin fjölskyldu. Uppfylla þannig þá kvöð sem náttúran leggur á allt líf og kallast að viðhalda tegundinni.
Þessi samningur er sjálfur grunnsáttmáli samfélagsins. Að allir eigi sama rétt til lífs og gæða samfélagsins og á erfiðleikatímum þá stöndum við öll saman og hjálpumst að. Þessi sáttmáli milli einstaklinga innbyrðis og milli einstaklinga og stjórnvalda er óskráður en það vita allir af tilvist hans. Hann er sáttmálinn sem heldur samfélaginu saman og kemur í veg fyrir illdeilur og bræðravíg.
Og þessi sáttmáli krefst þess að Verðtryggingin sé fryst meðan hinar efnahagslegu hamfarir ganga yfir.
Það er ekki val. Þetta er eitt af því sem verður að gerast.
Lítum á forsögu þeirrar stöðu sem núna er uppi í samfélaginu.
Vegna óhóflegs innstreymis erlends lánsfjár þá ríkti eignabóla á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi eignabóla var ekki á ábyrgð unga fólksins heldur á ábyrgð bankanna sem lánuðu því pening og ríkisvaldsins sem leyfði henni að fara úr böndunum. Unga fólkið átti ekki val með að kaupa hús utan bólusvæða því störfin og menntunin var á höfuðborgarsvæðinu. Og það hafði ekki val um hvort það tæki lán með verðtryggingu eður ei.
Vildi það búa á landi feðra sinna og stofna þar fjölskyldu, þá varð það að kaupa húsnæði á þeim kjörum sem bauðst. Hinn valkosturinn var að setjast að erlendis og slíkt er ekki valdkostur fyrir þjóð sem vill vaxa og dafna.
Enda var ekki rætt um hættur efnahagslífsins, það var sagt traust af stjórnvöldum og bönkum og fólk fékk ekki lán nema það stæðist greiðslumat. Og þeir sem vissu að borgin var reist á sandi, bæði innan bankanna og stjórnkerfisins, þögðu um vitneskju sína.
Því er það ekki hægt að halda því fram með neinum rökum að ungt fólk hafi getað hagað sínum málum á neinn annan hátt en það gerði.
En efnahagslífið stóð ekki á traustum fótum og í ársbyrjun 2008 gerðu bankarnir atlögu að íslensku krónunni með þegjandi samþykki ríkisvaldsins. Þetta gerðu þeir til að fegra sína stöðu en skeyttu engu um hag viðskiptavina sinna, þar á meðal alls þess fólks sem skrifaði undir verðtryggð lán sín í þeirri góðri trú að hlutirnir væru í lagi.
Og það var ekki bara þannig að ríkisvaldið lét þetta áhlaup bankanna viðgangast, heldur þagði það yfir vitneskju sinni um yfir vofandi hrun.
Stjórnvöld rufu sáttmála sinn við unga fólkið í landinu.
Eignir þess féllu í verði á sama tíma og lánin þess hækkuðu. Fólk sem gerði samninga sína í góðri trú út frá eignastöðu sinni og greiðslugetu, var allt í einu orðið eignalaust í þeirri merkingu að virði eigna þess dugði ekki fyrir skuldum. Og þegar áhrif efnahagshamfaranna bætast ofaná þessa stöðu þ. e. atvinnuleysi, tekjumissir eða tekjulækkun og gífurleg hækkun vöruverðs þá ræður þetta unga fólk ekki lengur við sínar skuldir.
Það missir heimili sín ofaná þá óáran sem annars ríkir. Og það er ekki verið að tala um nokkur þúsund einstaklinga í vandræðum, rúmlega helmingur heimila landsins er þegar kominn með neikvæða eiginfjárstöðu og þúsundir eru atvinnulausir og ennþá stærri hópur lifir í stöðugum ótta um að missa vinnu og í kjölfarið allt sitt.
Ef samfélagssáttmálinn helst rofinn og þjóðin neitar að aðstoða þetta unga fólk, þá mun annað að tvennu gerast. Það sem gerðist í Færeyjum þar sem heil kynslóð flutti úr landi eða það sem gerðist í Finnlandi í upphafi tíunda áratugarins en þar varð fátækt landlæg í hópi þess fólks sem missti vinnu og heimili. Félagsleg vandamál, misnotkun áfengis og eiturlyfja, stóraukin sjálfsmorðstíðni, geðræn vandamál, þunglyndi; eða allt það sem fylgir slömmi og útskúfun.
Og börnin lenda á vergang vímaefnaneyslu og afskiptaleysis. Börnin sem eiga að erfa landið.
Þetta er gjaldið ef við trúum stjórnmálamönnum sem aðeins telja sig hafa hagsmuni fjármagnseiganda að verja.
Og þeim má ekki trúa. Þjóðarvá getur aldrei verið valkostur.
Steingrímur Joð Sigfússon kvaðst skilja þennan vanda og vildi geta hjálpað en kvaðst ekki vera töframaður. Þar með misskildi hann hlutverk sitt gjörsamlega. Töframenn skapa ekki peninga en þeir geta skapað sýn á það sem þarf að gera. Fengið fólk til að trúa því að hið ómögulega sé hægt.
Einu sinni var Steingrímur gæddur þeim töfrum.
En það þarf ekki töfra til. Heldur viljann til að hjálpa þjóð sinni. Hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda.
Faðir, sem horfir uppá alvarlega veikt barn sitt, byrjar ekki að ræða við móðir þess hvort þau hafi efni á að hjálpa barni sínu. Hann reynir að gera það sem þarf að gera, til að barn hans fái hjálp. Kannski er það honum fjárhagslega ofviða, kannski reynist björgin í óséðri framtíð. Skiptir ekki máli. Ef barninu verður ekki bjargað, þá er það ekki þess að hann reyndi ekki. Hann gerði það sem hann gat.
Það sama átti Steingrímur Joð að gera. Hann átti að lýsa því strax yfir að fólk héldi heimilum sínum og hefði þar skjól á meðan hamfarirnar gengu yfir. Það má vera að það sé ekki hægt að bjarga öllum en engan á að afskrifa fyrirfram. Það veit engin hvað óráðin framtíð ber í skauti sér. Og ef öllum er ekki bjargað þá er það ekki vegna þess að viljann hafi skort. Það var eitthvað annað sem brást.
En hvað kostar þetta spyr fólk. Og svarið er það að þetta kostar minna en að bjarga fjármálakerfinu og þetta er peningur sem kemur til greiðslu á löngum tíma því verðtryggðu lánin eru til langs tíma.
Og það kostar miklu meira að aðhafast ekkert eða grípa til ráðstafana sem ekki ná utan um vandann. Þá fyrst mun þjóðfélagið sjá kostnað. Kostnað sem það hefur ekki efni á því hann verður ekki bara fjárhagslegur, hann verður líka metinn i mannslífum og mannlegum harmleikjum.
En mesti kostnaðurinn er samt sá að rjúfa grunnsáttmála samfélagsins því án hans mun þjóðfélagið aldrei ná sér á strik á ný.
Það verður engin viðreisn án samstöðu og sáttar.
Sú leið að hjálpa einum en hafna öðrum mun aðeins leiða til bræðravíga. Og stjórnvöld munu ekki geta biðlað til þjóðarinnar um stuðning við erfiðar ákvarðanir. Stjórnvöld sem sjálf reyndust ófær um að gera það sem þurfti að gera. Og þau öfl sem þrífast á sundrungu og óánægju munu blómstra.
Loks mun þjóðin skiptast upp í ólíka hópa sem munu berjast sín á milli og engu eira í þeirri baráttu. Slíkt er ætíð afleiðing þess að rjúfa sátt og frið.
Þetta vissi Þorgeir Ljósvetningagoði og þetta vita allir vitrir menn.
En þeir sem telja samning um greiðslu verðbóta á neyðartímum, æðri sjálfum sáttmála þjóðarinnar, nota það sem rök að þjóðin verði að takast á við erfiðleika sína núna en ekki velta byrðum verðtryggingarinnar á skattgreiðendur framtíðarinnar. Þeir sem þessu halda fram eru ekki þeir sem glíma við afleiðingar verðtryggingarinnar og þeir eru ekki að ala upp börn. Þá vissu þeir að börnin okkar vilja frekar halda heimilum sínum og losna við þær afleiðingar sem upplausn fjölskyldna og samfélags hefur í för með sér. Þeirra draumur er ekki að enda sem áfengissjúklingar eða fíkniefnaneytendur.
Þegar þau verða eldri og þekkja sögu þess skuldabréfs sem ríkissjóður gaf út á skattgreiðendur framtíðarinnar til að stuðla að framtíð þeirra og fjölskyldna þeirra, þá munu þau stolt greiða þá milljarða inn í lífeyriskerfið sem þarf til að afar þeirra og ömmur bíði ekki skaða að.
Þeir milljarðar eru lítið gjald fyrir framtíð einnar þjóðar sem setti sér það takmark að engin mundi farast í þeim hörmungum sem yfir dundu. Efnislegar eigur mega glatast en ekki mannslífin og ekki sáttmáli þjóðarinnar um eina þjóð í einu landi þar sem öllum er tryggður réttur til lífs og framtíðar.
Engum má fórna svo aðrir hafi það aðeins betra. Við erum öll á sama bátnum og við munum öll komast af. Græðgin og síngirnin munu þurfa að leita á önnur mið til að finna sér fórnarlömb.
Að halda í heiðri æðsta sáttmála þjóðarinnar er hennar eina lífsvon og í þeim sáttmála er framtíð hennar fólgin.
Þeir sem skilja ekki þessi einföldu sannindi og telja sig hafa vald til að fórna meðbræðrum sínum, þeir eiga ekki erindi í Íslensk stjórnmál.
Því það er ekkert val. Við erum ein þjóð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 12
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1664
- Frá upphafi: 1412778
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1483
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kjarni málsins er réttur og sannur að mínu mati en í alltof löngu máli. Líklega ertu frekar nýlega búinn að átta þig á þessu. Þarft þess vegna að fá útrás. Mín afstaða til verðtryggingar kom þegar hugmyndin fæddist´um miðjan 7. áratuginn og sett í lög undir lok þess áratugar. Þá var ég bara tvítugur. Ungur maður með lítinn skilning á fjármálum og ennþá minni reynslu. Það þurfti samt ekki mikla rökvísi með almennri skynsemi að sjá að þetta getur ekki staðist neitt raunveruleikapróf einsog tíminn hefur leitt í ljós. Verðtryggingin er dæmi um veruleikafölsun.
Gísli Ingvarsson, 11.6.2010 kl. 09:29
Takk fyrir innlitið Gísli.
Þessi grein er reyndar endurprentun á um ársgamalli grein þegar ég bloggaði um skuldaleiðréttingu daginn út og inn.
Og þessi grein fjallar ekki um verðtrygginguna sem slíka.
Hún fjallar um samfélagssátt og þá sýn sem ég hef á siðað þjóðfélag.
Og hún tekur á þeirri umræðu sem dúkkar alltaf upp þegar skynsamar tillögur koma fram um skuldaleiðréttingu, "ha, hvað, á ég að borga fyrir sukk annarra" eða "ha, hvað, gott mál, en ég hef ekki efni á því".
Ef þú getur tekið á þessum kjarna í styttri máli, þá er það þarft verk því góð Lilja er öllum hollt að lesa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.6.2010 kl. 09:58
Blessaður Ómar og takk fyrir gott svar við innlegginu/pælingunum mínum á “Þjóð í Skuldahlekkjum” og sorry ! nei meiningin var ekki að gera þér “hverft” við með linkunum á CIA og nei ég er ekki agent fyrir CIA heldur .
En svona grínlaust/grínlítið, þá er með CIA eins og Himmler, þeir geta “snýtt börnum” líka, og þessar “fact” síður þeirra eru jafnvel betri og nákvæmari en Wikipedia, svo þessvegna notaði ég þær í þetta sinn.
En smá “comment” á þennann “ársgamla” pistil þinn hér “Frysting Verðtryggingar ekkert val” þá finnst mér hann frábær, bæði hvað varðar það sem tengist fyrirsögninni, en ekki síður afganginn af innihaldinu, MJÖG GOTT !! og að mínu mati sannleikurinn án umbúða, rakst þó á það sem mér sýndist vera snefill af mótsögn og tek það með hér, því eins og þú hefur líklega tekið eftir þá bregð eg mér stundum í hlutverk prófarkarlesara þíns ;), en kannski bara misskil ég þessar tvær setningar.
Fyrst þessi:
«En það þarf ekki töfra til. Heldur viljann til að hjálpa þjóð sinni. Hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda.»
Og svo þessi:
«Sú leið að hjálpa einum en hafna öðrum mun aðeins leiða til bræðravíga»
( Ef þú átt við fjárglæframennina “kontra” almenning, er ég með á nótunum, en ef ekki þá kom þetta mér pínu “spánskt” fyrir sjónir)
En líklega bregst ég svona við þessum tveim setningum vegna þess að ég hef á ýmsum bloggum (hjá þér líka) áður verið að munnhöggvast við fólk um: það að á meðan það verður að gera eitthvað varanlegt í efnahagslífinu (verðtryggingarfrysting ommfl.) sem einnig kemur þá vonandi í veg fyrir endurtekningu á svona hildarleik sem hrunið varð, þá verður samhliða og STRAX !! að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda vegna m.a. þeirra sem eru að missa allt ofan af sér sbr. yfir 200 nauðungaruppboð á suðurnesjum á næstu vikum að ekki sé talað um höfuðborgarsvæðið og annarsstaðar.
Fæ sem oftast andsvar um að það megi ekki mismuna (?) fólki, heldur taka sömu prósentu (hef séð tillögur frá framsókn um 30%) af skuldum hjá ÖLLUM, eða styðja alla með eins peningaupphæð ofl í þeim dúr,allt ágætis tillögur til lengri tíma séð,en veit svo af eigin reynslu frá fyrri kreppum að þar með er ekkert gert fyrir þá sem fara verst útúr þessu, enda oft svo lítil prósenta af öllum fjöldanum (nema núna kannski) að það gerir lítt eða ekkert til eða frá í næstu kosningum
En þetta er nú bara “tittlingaskítur” hjá mér, gagnvart annars vel skrifaðri og sannleiksfullri grein, takk Ómar fyrir að “bursta” af henni rykið og setja út aftur, hefði kannski fundið hana hjá þér fyrir rest (kíki stundum á þín eldri innlegg) en kannski ekki.
Já og njóttu nú sumarsins vel með drengjunum þínum, vona að það verði ekki alltof mikið í miðlunum sem ögrar þér til að rjúfa friðhelgi sumarfrísins fyrr en í ágúst, reikna ekki heldur sjálfur með að sitja mikið yfir tölvunni, sumarið er útivist og ferðalög, markaðir, bílamót og allskonar mannamót, mikið um að vera í okkar næsta nágrenni í sumar.
MBsumarKV að “Utan”
KH
Kristján Hilmarsson, 11.6.2010 kl. 11:58
Blessaður Kristján.
Ég settist niður og pikkaði þetta inn um leið og ég las þetta um innri mótsögnina sem þú ýjaðir að. Ákvað að lesa ekki restina hjá þér svo ég kæmi hugsun minni frá mér án þess að lenda í einhverju andsvar pælingum.
Í það fyrsta þá er svona grein aðeins yfirlit um rök og forsendur að ákveðinni hugsun eða lífssýn. Og á bak við þessa grein lá mikil pæling, svo mikil að þegar ég sá hana fara fyrir ofan garð og neðan, því ég hélt jú að þetta væri hitamál sem brynni á mörgum, þá hætti ég eiginlega alveg að senda frá mér vandaða pistla þar sem innihald, ekki áróður, skipti meginmáli. Reyndar með ICEsave sem undantekningu, og örfáum öðrum eins og pistil minn um viðbrögð siðaðs þjóðfélags við Breiðavíkurharmleiknum.
Meginmálið er að hjálpa þeim sem þurfa. Það er óumdeilanlegt, og í orði kveðnu eru allflestir sáttir við þá hugsun.
Deilan snýst því um aðferðafræðina, hvernig aðgerðir hjálpi sem flestum. Og síðan er mín viðbót, hvaða hugmyndafræði gagnast svo best samfélaginu.
Í þessu samhengi vill oft gleymast hagfræðikostnaðurinn af félagslegri upplausn, að ég tali ekki um þjóðfélagsólgu.
Það er einn kostnaðarliðurinn sem er vantalinn, annar er sú einfalda staðreynd að skuld hverfur ekki þó gengið sé að skuldara, það sem uppá vantar þarf að afskrifa, ekki nema þá að eignin fái nýja eigendur sem eru borgunarmenn. Og í þjóðfélagi þar sem um þriðjungur til helmingur heimila á í greiðsluvandræðum, þó misalvarleg séu, þá er það ekki raunvalkostur að dumpa miklum fjölda eigna inn á markaðinn, líkt og hægt er að gera í eðlilegu árferði.
Í núverandi árferði er sem sagt ekki hagkvæmt að ganga að stórskuldurum, það hagkvæmast er að tryggja greiðsluvilja þeirra, að fá þá sjá tilganginn í að halda áfram að greiða af skuldum sínum. Í dag er það ekki spurning að stórskuldugur maður, sem hefur samt góðar tekjur, að hann á að láta lán sín falla en kaupa þær aftur, eða sambænlegar eignir á hálfvirði í gegnum eignahaldsfélög. Þessa staðreynd þurfa þeir sem vilja hengja stórskuldara, að átta sig á.
En ég þekki hagrökin til að nota á þá sem taka ekki siðrökum mínum. Og siðrökin eru kjarni minnar hugsunar, að siðleg hegðun er eina svarið við upplausnaröflum kreppunnar. Sú hugsun skýrir seinni setningu mína. Og enn og aftur fyrir þá sem taka ekki rökum mannúðar og mennsku, sem eru alveg fullnægjandi í mínum huga, þá má minna á að það þarf samstöðu að vinna þjóðina út úr kreppunni. Og það þarf samstöðu til að hægt sé að hjálpa þeim sem sannarlega eru hjálpar þurfi, og hafa með hegðun sinni eða skuldastöðu ekki misboðið neinum.
Og þjóðfélag sem fyrirfram ákveður að skilja eftir ákveðna hópa, það er þjóðfélag sem þegar er 3-0 undir í byrjun leiks, því þeir sem undir verða, þeir veðja á öfl sem leita eftir stuðningi þeirra. Og þegar um er að ræða vel menntaðan hóp, sem einnig hefur mikil ítök í samfélaginu, þá er það besta leiðin til að klúðra öllum umbótum, að fara í stríð við hann.
Mannúð er jú líka skynsemi. Og sá sem skynjar ekki taktíkina, og velur sér þau stríð sem ekki er hægt að vinna, hann breytir ekki neinu.
Enda er það raunin, ég endurbirti þessa grein því nákvæmlega sama umræðan er í gangi í dag, og umbótaöflin, til dæmis þau sem veðjuðu á Borgarahreyfinguna, skilja ennþá ekkert í af hverju ekkert gekk, og af hverju Óbermi AGS ráða hér öllu.
Og gamla valdelítan fer öllu sínu fram.
En Kristján, ég ætla hér að neðan peista lungað úr grein þar sem ég tók á þessari hugsun, af hverju við hjálpum öllum sem hjálpar er þurfi, ekki bara þeirra vegna, heldur líka okkar vegna.
Skoðaðu það í rólegheitum og athugaðu hvort hin meinta mótsögn sé ekki horfin.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 11.6.2010 kl. 13:06
Blessaður aftur, hér er peistið þar sem ég var að rífast við Þórólf prófessor, skil ekkert í kallinum að svara mér ekki.
Kveðja að austan.
Eitt af því sem Þórólfur hamraði á var að svona skuldaniðurfelling gagnaðist fyrst og fremst þeim sem væru með hæstu lánin. Það er þeim fjölskyldum sem hefðu keypt dýrustu og flottustu eignirnar. Og hver vill nota almannafé til að hjálpa flottræflunum?
Í það fyrsta, af hverju á ekki að hjálpa þessu fólki? Þetta eru ekki bara verðbréfaguttar. Og verðbréfaguttar eru reyndar líka fólk og eiga fjölskyldur. Þetta getur líka verið sérmenntað fólk með háar tekjur og þjóðin var að kosta þetta fólk til mennta vegna þess að hún telur sérmenntun þess vera mikilvæga fyrir þjóðarhag. Á núna allt í einu að skilja þetta fólk eftir í skítnum með sínar skuldir? Aðeins hjálpa meðaljónunum?
En þurfum við ekki á þessu fólki að halda? Menntun þess? Börnum þess? Mökum þess? Makinn getur t.d verið gjörgæsluhjúkrunarkonan sem tók á móti afabarninu eftir bílslys. Eða bjargaði lífi föður míns. Það er t.d mjög algengt að viðskiptafræðingar náðu sér í konu á skólaballi í Kennó eða Hjúkró. Og svo eru allir kvenkyns viðskiptafræðingar giftir iðnaðarmönnum (smá alhæfing). Og þessi sérfræðingur er kannski læknir eða erfðafræðingur eða verkfræðingur eða iðnhönnuður eða ........... eitthvað sem nútímaþjóðfélag þarf á að halda ef það ætlar ekki bara vera ein stór álverksmiðja.
Höfum við efni á að missa þetta fólk úr landi? Það er langt að fara til læknis í Noregi ef barnið manns fær bráðaheilahimnubólgu.
Tekjuhátt fólk er líka fólk og við erum öll Íslendingar. Það mun greiða sína aðstoð til baka með framtíðarskatttekjum sínum. Það er eins og það gleymist alltaf í umræðunni að af háum tekjum eru greiddir háir skattar. Og þeir skattar gagnast okkur lítið ef þeir eru greiddir i Noregi.
Og það verður ekki byggt hér upp úr rústunum ef þjóðinni er skipt uppí hópa og sumir hópar eru meira virði en aðrir. Á hamfaratímum er þjóðin ein fjölskylda. Og það eru hamfaratímar í dag. Atvinnulífið segir að 60-70% af fyrirtækjum landsins sé gjaldþrota og þar með er það í raun að segja að þjóðin sjálf sé gjaldþrota. Tími flokkadrátta er liðinn.
Ómar Geirsson, 11.6.2010 kl. 13:07
Og halló aftur.
Ég er vissulega sammála þér um að hjálpa þeim sem aðstoð þurfa. En úrræðin sem í boði eru koma lítt að gagni á meðan þunglamalegt kerfi skoðar mál hvers og eins. Rökin á bak við almenna skuldaleiðréttingu er réttlætisrök, það er engin ástæða að ég sem ræð við verðtryggingarhækkunina, fái skaða minn ekki bættan af ráni auðmanna því ég skuldaði hóflega, en sá sem lagði meira undir, að hann fái hjálp með þeim rökum að hann ráði ekki við skuldina.
Afleiðingin er þjóðfélag þar sem ráðstöfunartekjur fólks fara í vexti og afborganir, ekki í eðlilega neyslu nútímaþjóðfélags. Og slíkt þjóðfélag er fátækt því neysla drífur áfram hagkerfið eins og við þekkjum það í dag.
Almenn skuldleiðrétting tekur því á þeim forsendubresti sem hegðun ríkisvalds og auðmanna skapaði í aðdraganda Hrunsins. Og hún er líka hagvaxtahvati því hún losar um fjármagn sem færi svo beint i að drífa áfram hagkerfið upp úr hjólförum kreppunnar. Um þessa hugsun á ég mörg blogg og mörg innslög á öðrum síðum. En hugmyndasmiður minn er hann Bensi sem þú finnur á Vísisblogginu. Ef þú skoðar hann fyrstu mánuðina eftir Hrun þá sérðu þar mjög margar og gagnlegar greinar sem allir ættu að kynna sér.
Bensi eða Benedikt Sigurðsson var varaþingmaður Samfylkingarinnar í NorðAusturkjördæmi, og hann kolféll í prófkjöri fyrir síðustu kosningar. Sannaði að vitræn umræða á ekki upp á pallborðið í íslenskum stjórnmálum. En ég mætti á kjörstað og kaus hann í prófkjörinu, ásamt reyndar þingmanninn okkar, sem líka kolféll. En í staðinn losnaði ég við yfirlýsingu mína að kjósa Samfylkinguna í kosningunum, sem ég hefði gert því orð eiga að standa. Í ljósi gagnrýni minnar á ríkisstjórnina var það líklegast best.
En svo ég víki aftur af efninu að þá hugsaði ég þessa hluti á ákveðinn hátt í pistlum mínum um Guð blessi Ísland. Ég hef áður peistað til þín þá aðferðarfræði sem ég lagði til grundvallar, en ég ætla að endurbirta það peist, og líka um þá hugsun sem ég held að taki á því sem þú vaktir réttilega máls á.
Sem er jú grunnur réttláts þjóðfélags, að hjálpa þeim sem hjálpar eru þurfi. En vegna þess að fólk skildi ekki mátt samstöðunnar, þá varð ekkert úr neinu, fyrir einn eða neinn, nema jú greiðsluaðlögun fyrir þá sem gátu staðið í skilum, og skuldafangelsi fyrir hina sem fengu náð hjá kerfinu.
En hvorki mannúð eða skynsemi komu þar við sögu.
En svo við víkjum að sumrinu, þá verður það frábært, kannski lognið á undan storminum, kannski verður ekkert úr honum. Ég verð sem betur fer lítið nálægt tölvu þannig að ég mun láta fólk í friði og ekki angra nokkra félagshyggjusálu eða aðra sálir. Líklegast verður reynt að koma ICEsave í gegn í sumar, og líklegast mun það takast. Þó veit maður aldrei. Besti sigurinn var aðvörun sem stjórnmálastéttin mun hafa bak við eyrað því drifkraftur þessa fólks er völd, og þar með mun það ekki reyna um of á óvinsæl málefni.
Óttast mest sameiginlegan bastarð, en það skiptir ekki máli, það verður sem verður, þrátt fyrir allt þá vill meginhluti þjóðarinnar gömlu hugsunina og gömlu ráðin. En eitthvað kemur út úr gerjuninni, og svo er það heimskreppan.
Við eigum örugglega eftir að heyrast Kristján, hvort sem það verður núna á næstum dögum eða í haust.
En ég læt "hugsunina" fylgja, það lesa alltaf nokkrir svona innslög, og trúr kenningu minni um fiðrildaáhrifin, þá uppfylli ég skyldur mínar við guð og menn með því að tjá mínar skoðanir. Aðrir tjá svo sínar og út úr því kemur eitthvað sem þróar kannski umræðuna áfram.
En sólarkveðjur að austan.
Og HM kveðjur.
Ómar.
Ómar Geirsson, 11.6.2010 kl. 13:37
Þetta langa mál er um aðferðafræðina. Má orða á marga vegu og örugglega segja í færri orðum en ég er að koma hugsun á flot, fá fólk til að skynja hvað vandamálin eru í raun einföld, en lausn þeirra er komin undir þeirri aðferðafræði og siðlegum viðhorfum sem við höfum til þeirra. Og orð mín eru áskorun til annarra að reyna að orða sína sýn.
Og þróa þannig orðræðuna. En hér kjarninn í minni aðferðafræði.
Og hvað átti að gera? Málið er ákaflega einfalt. Það átti að skilgreina vandann og síðan þau markmið sem ríkistjórnin stefndi að. Allt það sem gert var í framhaldinu átti síðan að miðast við að ná þessum markmiðum. Helstu markmið þjóðstjórnarinnar áttu að vera þessi:
1. Tryggja að fjölskyldur landsins héldu heimilum sínum þrátt fyrir skuldsetningu sína.
2. Halda atvinnulífinu gangandi.
3. Lágmarka atvinnuleysi. Bjóða uppá menntunarúrræði fyrir atvinnulausa.
4. Verja velferðarkerfið.
5. Tryggja að ríkissjóður yfirskuldsetti sig ekki. Annars yrðu markmið 1-4 innantóm.
Og til að ná þessum markmiðum þarf forystu og leiðsögn.
Forystan felst í að sameina þjóðina um þessi grunnmarkmið. T.d átti að segja strax að eitt heimili sem eyðist vegna kreppunnar er einu heimili of mikið. Að segja að við séum það smá þjóð að hin einu raunverulegu verðmæti okkar sem þjóðar erum við sjálf. Þess vegna reynum við að vernda allt líf, hvort sem það er aldraðir, sjúkir, öryrkjar, langveik börn, einhverf börn, börn með geðræn vandamál og svo framvegis. Og ekki hvað síst hvort annað. Blóðfórnir Finna frá bankakreppu þeirra má ekki og á ekki og mun ekki endurtaka sig á Íslandi. Þess vegna sköpum við samstöðu og einhug um þá lífsýn að við séum öll eitt, með sömu örlög og framtíð. Þess vegna verndum við atvinnu okkar og velferðarkerfi. Og við verndum hvort annað.
Vissulega má færa rök fyrir því að mikið sé lagt á stöðuna með þessari lífsýn en málið er að ef þú vilt og stefnir af því að allir bjargist í neyð, þá eru mestu líkurnar að flestir bjargist. Ef stefnan er að sumum sé fórnandi þá splundrast samstaðan um leið og upp hefjast bræðravíg í anda Hávamála. Í raun er sú stefna ákall um að láta goðsagnir rætast: "Bræður munu berjast og að bönum verðast". Eina sem er öruggt úr bræðravígum er hörmungar. Og í þjóðfélagi þar sem manngildi er ekki lengur brúkanlegur mælikvarði heldur krónur og aurar þá skal þess getið að mesti kostnaður samfélaga fellur einatt til í bræðravígum. Þó það sé ekki kennt í viðskiptafræðum þá er það bara þannig til lengdar að minnsti kostnaður og mesti ávinningur er leið manngildis og samstöðu. Þannig séð var Jesús Kristur mikill hagfræðingur.
Leiðsögn felst í því að útfæra leiðir til að ná markmiðum þjóðarinnar. Einfaldara getur það ekki verið. Í stað þess að hagfræðingar og aðrir spekingar og svo allir meðaljónarnir í flokkapólitík okkar haldi ræður uppfullar að staðreyndum um það sem er ekki hægt og af hverju, þá felst leiðsögn um að finna þau úrræði sem duga. Hagfræðingar fá því t.d spurningar um hvernig tryggjum við búsetu fólks og atvinnu. Auðvitað eru margar gryfjurnar til að falla ofaní eins og í fyrstu ferðinni yfir hálendi Íslands. En hún var farinn því menn ætluðu sér það og ef menn festu trukkana, þá fundu menn leið til að losa þá aftur.
Eins er það með ferð þjóðartrukksins. Leiðirnar og sáttin finnast ef allir einsetja sér að leggja sitt af mörkum. T.d benti Þórólfur Matthíasson hagfræðingur fréttamanni útvarps á að almennar þensluaðgerðir, fjármagnaðar með peningaprentun, gegnu ekki upp því engin þjóð væri tilbúinn að fjármagna viðskiptahallann. Nema auðvitað ef fólk vildi gjaldeyrishöft. Daginn eftir var búið að setja á gjaldeyrishöft. Rökrétt afleiðing þess að þjóðin átti ekki gjaldeyri. Þannig að talsmenn helreiðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins koma sjálfir með þær lausnir sem sjálfbær þjóð þarf að nota á neyðartímum. En hjá þeim var það hluti af aðgerðum sem eyða og kæfa þjóðfélagið en í þeirri leiðsögn sem ég tala um þá eru höftin afleyðing fátæktarinnar. En það er svo margt sem hægt er að gera innanlands til að mannlífið sé bærilegt og kostar ekki mikla peninga. Hafi menn ekki efni á að sjá Miklagljúfur þá geta þeir bara heimsótt Víkina mína og skoðað hana í þoku eða í skyni Norðurljósa í janúarmánuði. Upplifunin sú sama en sú seinni kostar ekki gjaldeyri. Það er algjörlega óþarfi að drepa allt í dróma til að einhvern tímann, einhvern tímann í fjarlægri framtíð hafi þjóðin efni á frjálsu flæði gjaldeyris í allt sem henni dettur í hug. Því helstefnan áttar sig ekki á því að það er hægt að lifa góðu lífi af sínu og það er aukning útflutnings sem eflir innflutning og stuðlar að frjálsum gjaldeyrisviðskiptum en ekki aðgangur að lánsfé. Sú stefna er komin á endamörk og verður ekki upptekin aftur. Sama hvað talsmenn fortíðar vilja trúa því heitt. Líklegra að frjálshyggjumaður fljúgi með því að lyfta sér upp á hárinu.
En hvort sem menn benda á gryfjurnar með góðum hug eða úrtölu hug þá mun þjóðartrukkurinn falla ofaní og þá reyni á forystuna og samstöðuna að draga og ýta honum uppúr aftur. Ég ætla ekki að rekja það ítarlega hvað þarf að gera í smáatriðum. Veit það ekki frekar en aðrir jónar. En ég ætla að tæpa á því helsta sem fylgir startinu á ferðalaginu.
Kveðja.
Ómar Geirsson, 11.6.2010 kl. 13:45
Og hér er það sem ég setti á blað um heimilisúrræði. Og á bak við þessi orð mín var öflugur gagnabanki þar sem ég hafði kynnt mér orðræðu hagfræðinga og sigtað það úr sem mér fannst uppfylla markmið mín og forsendur um það þjóðfélag sem ég vildi fá út úr rústum Hrunsins. En fyrir ári síðan vildu allir tala um hengingar eða stjórnlagaþing, eða eitthvað annað. Ekki vitrænar lausnir á þeim vanda sem við blasti. Það reyndi því lítið á rökræðuna.
1. Aðgerðir vegna heimila er einfaldasti hluti þess sem þarf að gera. Fólk býr í húsum sínum og það á að gera það áfram. En sem Íslendingar, ekki sem skuldþrælar.
Frysta þarf vísitölu verðtryggingar frá 01.01.08. Hækkun hennar síðan hefur verið vegna óeðlilegra aðstæðna sem hún var ekki hugsuð fyrir. Sú lækkun skulda sem af því hlýst er sú forgjöf sem heimili fá til að mæta tekjusamdrætti og öðru þeim óáran sem óhjákvæmilega fylgir Kreppunni. Þessi lækkun er fyrir alla. Slíkt er undirstaða þeirrar þjóðarsáttar sem þarf að nást til að fólk þrauki og berjist. Þessi frysting kemur sér best handa barnafólki, því fólki sem þjóðfélagið má ekki við að missa frá sér, hvort sem það er af landi brott eða í vonleysi gjaldþrota og atvinnuleysis. Gerist það þá verður hér ekki ein þjóð eftir 5 ár eða svo. Og upplausn mun ríkja með ófyrirsjáanlegum atburðum.
En það er rétt að aðrir hópar munu njóta sem ekki standa eins illa að vígi. En hvað um það. Þeir munu þá hafa einhverja burði til að rífa hjól efnahagslífsins í gang með "eyðslu" sinni. Ef allir eru aðkrepptir í skuldafjötrum þá er engir peningar eftir í þá veltu sem heldur þjónustuhagkerfinu gangandi. Þannig að Frysting verðbóta mun bæði hafa bein og óbein áhrif til góðs til hagsbóta fyrir allt þjóðfélagið.
Sú leið að finna þá sem verst standa er leið spillingar og flokkadrátta. Af hverju fær þessi en ekki hinn? Og þeir sem fara halloka í því mati munu ekki sjá sér neinn hag í að vera hluti af hinum sem er bjargað. "Bræður munu Berjast og ...." Aðeins smásálin áttar sig ekki á þessum einföldu sannindum og það er einmitt hlutverk Forystunnar að blása þeim anda í brjóst á fólki að allir (a.m.k. allflestir) upplifi sig mikilmenni og styðji þjóðarsáttina heilshugar.
Næsta sem þarf að gera er að láta fólk borga það sem það getur borgað með góðu móti. Það getur falist í greiðsluaðlögun og/eða eignarhluta íbúðalánssjóðs í fasteigninni sem ígildi þess hlutfalls sem ekki greiðist. Þegar betur árar þá borgar fólk þetta til baka eða selur eign sína og fær þá sinn eignarhluta og íbúðalánasjóður sinn. Með svona útfærslu tapar fólk ekki því sem það setur í fasteign sína nema þá fasteignamarkaðurinn verði þá frosinn um aldur og æfi. Og þá er hlutfallslega jafn gott að kaupa nýja fasteign.
Þess má geta Kristján að þessi leið sem ég minntist á var ítarlega útfærð af hagfræðingunum Jóni Daníelssyni og Gylfa Zoega. Og hún er þekkt frá Bandaríkjunum. En íslenska smásálin kæfði hana.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.6.2010 kl. 13:55
Sæll aftur Ómar !
Það er bara flott að fá "eldri" innlegg "peistuð" svona, TAKK !
Og jú "mótsögnin" var horfinn áður en ég smellti á "senda" eiginlega, þetta var líka meint hjá mér þannig að einhver myndi lesa það og byrja að pæla, ég á eftir að skrifa oftar um viljann eða öllu heldur viljaleysi samlanda okkar til virða og hjálpa á jafnréttisgrundvelli virðingarinnar, þeim sem af einhverjum ástæðum ekki ná að fóta sig í hagkerfinu, jafnvel í góðæri, þessi tregða til þess kemur ekki af "kvikindisskap" heldur meira sem hefð byggð upp gegnum kynslóðir, en það er önnur saga en við erum að tala um núna, nema getur reynst fjötur um fót við leit lausna, eins og þú nefndir t.d. að þessi Þórólfur vildi næstum nota aðgerðarleysi sem refsingu á "skuldakóngana" og féll þar með í eigin skotgröf og setur hópa upp á móti hvor öðrum, það er ekki mitt "mottó" heldur hitt að þeir sem ekki eru að lenda á götunni, geta beðið aðeins lengur en þeir sem eru að missa allt, og það að við það að hjálpa þeim verst stöddu fyrst verði til þess að langtímalausnirnar sitji á hakanum gæti verið rétt ef ekki er unnið samhliða að báðum aðgerðum.
Ég kasta bjarghring til þess sem er í sjónum nú þegar, og þú "dundar" við að strá sandi á bryggjugólfið þannig að þeir sem enn eru á hálli bryggjunni og ekki dottnir enn, koma sér í öryggi upp á landi þar sem tekið er vel á móti öllum , m.ö.o. alveg eins og sérstakur saksóknari fékk stóraukinn mannafla til að fást við hrunsakamálin, ætti að vera hægt að bæta fólki í bæði skammtíma/neyðarúrræðin og langtímalausnirnar, en fyrst þarf viljinn fyrir því að leysa málin að vera til staðar en hvað þýðir fyrir okkur "spekingana" að koma með svona hugmyndir þegar enginn er viljinn og lausnir ráðamanna eru sóttar til AGS, jafnvel ESB inngöngu, nú og eða Kína.
Takk aftur Ómar, og kvíddu ekki haustinu Íslendingar eru í eðli sínu friðsamir, fá út mest af svekkelsinu með kjaftinum, en ég er handviss um að það verða kosningar fyrir jól
MBKV að "utan"
KH
Kristján Hilmarsson, 11.6.2010 kl. 16:56
Kristján.
Trúum á fiðrildaáhrifin, ég orðaði þetta við góðan bloggvin minn og skáld, Pétur, að ég vonaðist til að minn söngur hefði áhrif á söng hinna fuglanna.
Veit ekki hvort þú manst eftir þínu fyrsta bloggi, en þá reyndir þú að segja sama hlutinn. Þú hafði eitthvað að segja, og sagðir það, óháð því að íslenskan væri farin að ryðga.
Því ekki eru það orðin sem skipta máli, ef svo væri þá værum við ICEsave þrælar að boði meistara tungunnar, þeirra Guðmundar Thors og Einars Kára, heldur hugsunin og viljinn til að eitthvað betra komi út úr framtíðinni.
En það eru vaktaskipti í andstöðunni, líklegast fara flestir á frívakt núna þegar HM er byrjað. Og svo, og svo kom Ægir söng nafni minn Ragnarsson um þorskastríðið hið seinna.
Ég persónulega er ánægður með minn hlut, fleiri hafa lesið þessa grein núna en þegar ég tók mig alvarlega og vildi betri heim. Það þarf vist jafnvægi milli stríðs og friðar, ég vill frið, en nota tæki stríðsins til að vekja athygli á því.
Og ef það væri ekki þetta fjandans ICEsave þá væri ég löngu þagnaður, því eins og ég sagði Pétri, ekki skáldi, þá hef ég það ágætt, og á alveg í mig og á. Og ég hef fyrir löngu losnað við reiðina sem Hrunið vakti hjá mér. Ætlaði að skamma frjálshyggjuna, en uppgötvaði svo að hennar fylgismenn koma reglulega í heimsókn og segjast vera sammála síðasta ræðumanni.
Þeir vilja ekki arðrán og þjóðníð AGS.
Til hvers þá að vera að skammast, ég bara spyr????
Hvað með Rooney??? Mun hann ekki taka þetta????
Jafnvel, ICEsave æsari númer eitt, get ekki hugsað um svik Jógrímu, núna þegar ég uppgötva fótboltann í annað sinn, núna þegar ég á 2 litla drengi sem sjá fegurðina sem ég var fyrir löngu búinn að gleyma.
Og Kristján, ég kvíði ekki neinu, hef gaman af stríði, þoli lognmolluna verr. Og ég hef gaman að ræða menn sem hafa einlægar skoðanir, líka þá sem sjá fleti sem ég hef ekki hugsað. Og menn sem nenna að tjá sig, og mæta til hólmgöngu með bros á vor.
Þetta er að vera Íslendingur, annars hefði þú aldrei mætt á svæðið og tekið til máls. Í þessu eðli er von okkar þjóðar fólgin, hún hugsar og þó hún sé í eðli sínu friðsöm, þá er hún þrjóskari en sjálfur andskotinn, og vinur vina sinna.
Ergo, AGS mun ekki sigra okkur, hann mun kannski beygja, en ekki í duftið.
Ég held með Englandi og Danmörku, og hafði gaman af Tore Flo á sínum tíma.
Heyrumst og ræðum málin, mín er ánægjan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.6.2010 kl. 17:22
Einmitt Ómar ! þú vitnar líklega í blogg mitt um það að "skammast sín" frá 11apríl. og já við áttum 25 ára "útflutnings" afmæli í gær en reynum að halda við íslenskunni sem best við getum, en eitthvað vill auðvitað skolast til hjá manni þegar maður er að hripa á Íslensku eftir svona langan tíma hér, en svo sé ég sjálfur að bæði stafsetningarvillur og eins röðun orða í setningum stokkast líka til af hreinræktuðu fumi, maður er stundum að flýta sér einum of.
Já ! verðum við ekki að hvetja Danmörku sem einu norðurlandaþjóðina í keppninni, annars er mín "græja" mótorsport og nú er formúlan í Kanada um helgina, svo það er alltaf eitthvað að gerast fyrir alla, einhversstaðar.
Heyrumst síðar félagi !
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 11.6.2010 kl. 20:51
En úrræðin sem í boði eru koma lítt að gagni á meðan þunglamalegt kerfi skoðar mál hvers og eins. Rökin á bak við almenna skuldaleiðréttingu er réttlætisrök, það er engin ástæða að ég sem ræð við verðtryggingarhækkunina, fái skaða minn ekki bættan af ráni auðmanna því ég skuldaði hóflega, en sá sem lagði meira undir, að hann fái hjálp með þeim rökum að hann ráði ekki við skuldina.
Ómar, þetta er málið og ætti að hafa orðið niðurstaðan fyrir langa löngu. Og hefði getað orðið ef pólitíkusar væru ekki sjálfir spilltir. Við vorum rænd af stjórþjófum og með ríkisstuðningi, öll með tölu nánast, og gerum kröfu um að hið ríkisstudda rán verði bætt.
Elle_, 12.6.2010 kl. 17:40
Meiriháttar pistill hjá þér Ómar og hárréttur! Þú átt að bjóða þig fram í næstu alþingiskosningum! Í alvöru þá þarf þetta land mann sem hugsar svona..
Óskar Arnórsson, 12.6.2010 kl. 19:25
Heill og sæll Ómar
Ég fann það á mér að nú værir þú kominn í ham; að einmuna veðurblíða um land allt ... að undanförnu ... stöðvaði ekki forsöngvara skæruliðanna að þylja stemmuna frábæru um almenna skuldaleiðréttingu, sem ég hef prentað út, enda góð vísa aldrei of oft kveðin. Og varðandi söng þinn, þá hefur hann áhrif. Ég er sammála Óskari ofl., að það þarf mann eins og þig Ómar á þing. Tek einnig undir með Elle, sem orðar hlutina oft á mjög kjarnyrtan hátt:
"Við vorum rænd af stjórþjófum og með ríkisstuðningi, öll með tölu nánast, og gerum kröfu um að hið ríkisstudda rán verði bætt." Munurinn á ríkis-kapítalismanum og græðgis-kapítalismanum er bitamunur en ekki fjár ... enda sömu slátrarnir á ferð.
Sjálfur hef ég verið að atast svolítið á smugunni.is með aths. undir eigin nafni og stundum sem Jón Jón Jónsson. Svo eitthvað erum við skæruliðarnir alltaf að bauka ... í voninni að koma einhverju viti fyrir ríkis-valda-kerfis-fíflin. Og Ómar, nú er ég kominn með nafn á ríkisstjórnina: ÁSTANDIÐ. Sendi nýlega á síðu Ögmundar bréf um PLÚTÓ-crazy, AGS og ÁSTANDIÐ ... á ríkishirðinni.
Með kveðju til þín og þinna. Pétur Örn (almennilegur klettafugl:-))
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 23:40
Ríkskapatilsmi og slát-ranir eru orðin. En ætli Jón Jón Jónsson og Pétur Örn Björnsson séu báðir með sömu IP-tölu???
Elle_, 13.6.2010 kl. 00:09
Veit þó ekki hvaðan bandstrikið koma þarna inn í orðið slátranir. Talvan setti það þar sjálf.
Elle_, 13.6.2010 kl. 00:11
Sem svar við spurningu þinni Elle, þá erum við Jón Jón fæddir á einu og sama augnablikinu ... sömu andránni ... en þó heilinn sé einn og sá sami, þá eru heilahvelin tvö ... þeim báðum til skemmtunar:-) ... enda finnst mörgu fólki að það upplifi óræða tíma, en svar mitt er hins vegar ekki órætt, heldur glöggt ... hélt ég.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 01:23
Já, svarið þitt var glöggt, Pétur, miðað við heilahvelin 2. En IP-tölur 2ja manna og þó sömu heilahvel hafi, geta verið raktar ef vilji er nægur. En mikið skratti skrifaði ég vitlaust í 2 síðustu commentum. Mætti halda að ég væri komin með 3 heilahvel, Jóni Jónssyni til mikillar gleði væntanlega, eða þannig. Vona að ENGINN lesi þetta nema við. Og kannski Ómar.
Elle_, 13.6.2010 kl. 01:33
Elle, bara smá-leiðrétting: Enga ábyrgð ber ég á Jóni Jónssyni ... bara Jóni Jóni Jónssyni, sem ég er svo stoltur af sem anarkistanum í sjálfum mér að ég tel ekki ástæðu til að dulkóða hann lengur ... en nota nafn hans stundum til blæbrigða.
En heilahvelin mín tvö fyrirgefa þér það, enda ert þú yfirleitt frábær valkyrja í skrifum þínum og megir þú nota öll þau heilahvel:-) sem duga í baráttu okkar gegn óréttlæti og ósanngirni og fjárglæpa-vernd ríkis-valda-stofnana, hvort heldur það er 4-flokka samspillingar-valdið, löggjafarþings-valdið, framkvæmda-valdið, dóms-valdið, atvinnuvega-valdið, menningarstofnana-valdið, menntastofnana-valdið, fjölmiðlunar-valdið og síðast en ekki síst, sjálft fjárans fjármála-valdið ... FYRIR HVERJA? Steingrímur J nýtur þess reyndar að míga í skó landsmanna með hjálp AGS ... og í málefnaþurrð og blautum þráhyggjudraumi Samfylkingar um ESB.
Allt samofið í einni ríkis-valda-hirð ... sem blóðmjólkar almenning ... fyrir sjálfa hirðina. Sem minnir okkur á hirða, sem leiða búpening til slátrunar og hirða afrakstur innleggsins.
Jæja, þá er best að hætta hugleiðingunum ... er Ómar kannski kominn í bloggfrí?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 03:17
Pétur, ég játa það að 1 heilahvelið mitt hefur nú verið þarna úti eins og hann Jón Jón Jónsson. Síðuhafar geta þó lesið IP-tölurnar og það var það sem ég meinti, ekki beinlínis að þeir fari nú að láta lögregluna rekja tölurnar. Enda ekki gert með nein sakleysisleg skæruliðacomment. Og já, ég held hann Ómar hljóti að vera í fríi. En kannski er hann bara þarna að skemmta sér yfir tuðinu í okkur.
Já, ég er sammála þér með alla valdníðsluna. Ógnvekjandi bara og býð ekki í það ef Jóhanna eða Steingrímur væru í alvöru einvaldar. Enda hefur fólk líka farið að kalla Steingrím fulltrúa alræðis öreiganna fyrir djöfulskapinn og ránið gegn skuldurum og ríkisstjórnina, ef stjórn skyldi kalla, forhertan djöful fyrir að eyða milljörðum á milljarða ofan af skattpeningum okkar í fáráðsumsóknina sem enginn vildi nema 1 drusluflokkur, og leyfa síðan að börnum og foreldrum þeirra verði kastað út á götu úr húsum í gjaldþroti í stórum stíl.
Elle_, 13.6.2010 kl. 12:07
Já, og orðið fjárglæpa-vernd lýsir þessu vel. Fyrst voru ránin ríkisstudd og nú eru glæpirnir varðir með kjafti og klóm að kröfu AGS og með dyggum stuðningi stjórnvalda gegn almúganum. Það er enn verið að ríkisstyðja rán gegn okkur.
Elle_, 13.6.2010 kl. 12:22
Ég hef sagt Ómari að við séum greinilega skyldir í andanum. Nú get ég bætt við að það séum við Elle einnig.
Og það er vissa mín að svo sé reyndar með meirihluta þjóðarinnar ... amk. innst í hjartanu. Hins vegar er eitthvað að ríkis-valda-kerfinu og stofnunum þess, þegar það hættir að sinna þeim málum sem því var ætlað að sinna í þágu almennings ... en er orðið að forhertu og sjálf-hnituðu slátrara-gengi fyrir sjálft sig og stríðs-kapítalista heimsins.
Það er eitthvað snargalið við ríkið, þegar pólitíkusar og embættismannahyski líta á það sem einkaeign sína, til að græða á og veðsetja (hjá AGS, ESB & KÍNA) eins og þeim sýnist ... til að fara á lána-fyllerí á kostnað almennings ... að míga í skó okkar.
Þannig valdapíramída og yfirbyggingu þarf að brytja niður. Við, 300 þúsund, höfum ekkert að gera með nema mjög litla, netta, agaða og óspillta stjórnsýslu. Við höfum auðlindir í tonnatali ... hér gæti ríkt hagsæld allra ... ef vit, réttlæti og sanngirni væru vonarstjörnur lífs okkar allra.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 12:43
Látið nú boðin ganga. Það þarf að safna liði og einhverjum sérstökum lúðrum sem á að blása FjárGlæpaRáðherrum og alþingismönnum út af þinginu. Þetta eru HM lúðrar og hlóðið í þeim er hreint ógeðslegt sem er gott fyrir byltingunna...
Óskar Arnórsson, 13.6.2010 kl. 12:43
Rétt hjá þér Óskar. Ég er reyndar alveg viss um að almenningur þessa lands og margra annarra er búinn að fá upp í kok ... þannig að eitthvað mun undan láta ... fyrr en síðar. Lifi bylting almennings gegn spilltri og sérgóðri stjórnsýslu, sem minnir á nauðsyn þess að gera breytta og helst alveg nýja og róttæka stjórnarskrá um það hvers konar ríki okkar við, almenningur þessa lands, viljum hafa sem hornstein að samfélagslegri sáttargjörð okkar ... allra.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 13:21
...ég er komin með upp undir eyru fyrir löngu síðan...
Óskar Arnórsson, 13.6.2010 kl. 14:05
Upp í kok eða upp undir eyru ... málið er að það er verið að drekkja almenningi í skuldafeni sem siðspillt stjórnsýslu-kerfi hefur hannað og att almenningi út í ... og verðtryggir sér það allt saman í okurvaxta-veislu þeirra með hrægömmum og einka-vina-væddum græðgis-furstum og greifum. Eg segi eins og Ómar segir stundum ... málið er ekki flóknara en það.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 14:21
Snargalið segirðu, Pétur, já, það er alveg örugglega e-ð snargalið við ríkið. Ríki með fjárglæparáðherra eins og Óskar kallar þá og það er sannarlega verið að drekkja almenningi í skuldum sem hann skuldar ekki. Hin galna stjórn sóar peningum sem við eigum ekki einu sinni og fær bara hrottalán frá AGS og veðsetur börnin okkar.
Og gleymum ekki að þeir klækjarefir ætluðu og ætla enn að koma yfir okkur Icesave-Versalasamningnum og veðsetja landið aldir fram í tímann. Klækjarefir sem vilja losa sig við neitunarvald forsetans svo hann geti örugglega ekki varið okkur gegn valdníðslu þeirra sjálfra. Hvað annað í stjórnarskránni vilja þau eyðileggja??? Það verður ekki mikið um vonarstjörnur eftir að þeim tekst að gefa og veðsetja alla landsins orku, allan fisk, allt vatn til mafíu. Og ekki verður lengur líft í landinu.
Elle_, 13.6.2010 kl. 15:00
Sæl verið þið Óskar, Elle og Pétur Örn (og aðrir sem rekast hér inn) !
Sé að þið eruð að spjalla hér þó "höfðinginn" sé í fríi, vildi bara deila þessu með ykkur, Spetalen þessi er og hefur verið einn af stærstu fjármálaspekúlöntum Noregs, ásamt Kjell Inge Rökke, Petter Stordalen og Olav (gamla) Thon. allir eru með hver sinn stíl í sínum bisniss, en sameiginlegt með þeim öllu er að þeir eru oftast með raunveruleg verðmæti bakvið sín hlutabréf, þó enginn þurfi að segja mér að þeir hafi ekki gert og geri enn, tekið áhættu með fé annarra, en það er einmitt þetta sem Spetalen er inn á hér, þetta sem Ómar er búinn að "hamra" á, að þeir sem taka áhættuna eiga líka að taka "skellinn" þegar hann kemur, en ekki bara ágóðann, svo hver veit, kannski eru norskir "kapiltalistar" farnir að lesa Ómar annars grínlaust, það eiga fleiri og fleiri eftir að komast á þessa skoðun og því fyrr því betra.
Veit þið eruð "stautfær" á skandínavísku, enda er og Spetalen tiltölulega skýrmæltur hér.
MBKV að "utan"
KH
PS þetta hér var í fréttum ABC nyheter, á skrifandi stundu sé ekkert í íslensku vefmiðlunum ?
KH
Kristján Hilmarsson, 14.6.2010 kl. 16:46
Við erum allt og lélegir í að samgleðjast rithöfundum okkar og listamönnum sem eru að fá viðurkenningar erlendis. Gott komment hjá KH hérna. Þegar Steingrímur og Jóhanna voru að fjármagna nýju bankanna eftir hrun þeirra og gjaldþrot, voru skrifuð skuldabréf á Ríkið sem bankarnir myndu aldrei geta greitt nema með eignaupptöku. Þ.e. að láta svo og svo mörg heimili fara í gjaldþrot því það er flótlegasta leiðin til að ná inn verðmætum. Þau skötuhjúin vita að sjálfsögðu af þessu og skuldbréfin meiga ekki falla á Ríkissjóð. Þá myndi allt kerfið hrynja. Þess vegna halda þau að sér höndum í "skjaldborginni" sem allir vita að var bara fyrirsláttur. Venjulegt fyrirtæki má ekki fjármagna sig svona, enn Ríkisstjórn kemst upp með það. Ef ég og kunningi minn stofnum sitthvort hlutafélagið og gefum út víxla á hvern annan upp á 100 milljónir, færum síðan þessar upphæðir inn sem eign, eigum við samanlagt 200 milljóna króna fyrirtæki. Bæði fyrirtækin eru að sjálfsögðu verðlaus á sama hátt og íslensku bankarnir eru núna. Það verða engin raunveruleg verðmæti í þessum böngum fyrr enn búið er að taka allar eigur af nokkur hundruðum fjölskyldna...Steingrímur útilokaði möguleikan á að hjálpa þessu fólki með að gefa út skuldabréf á verðmæti sem eru ekki til í ríkiskassanum fyrir bankanna, enn lætur almennig halda að bankarnir séu með ekta peninga. Þeir verða orðnir ekta eftir svona 1 ár. Og hundrað fjölskyldur verða komin með ekta vandamál...þetta er ljótur leikur hjá Ríkisstjórninni.
Óskar Arnórsson, 14.6.2010 kl. 18:55
Einmitt ! og þegar harðsvíruðum kapítalistum er farið að ofbjóða þessi stefna stjórnvalda, sbr. Spetalen, þá ættu fleiri að fara að átta sig, en auðvitað er hann ekki að þessu af manngæskunni einni saman, heldur ofbýður honum hvernig stjórnvöld láta þegna sína líða fyrir mistök og ævintýramennsku óhæfra og óprúttinna fjárglæframanna, og hvernig það kemur óorði á þá sem þó kunna að reka og efla vöxt "alvöru" atvinnutækja og fyrirtækja.
Fylgjum þessu eftir gott fólk og látum í okkur heyra, það er aldrei að vita hver er að hlusta ;)
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 14.6.2010 kl. 20:10
Það er blessuð blíðan kæra fólk.
Pétur, first we take Berlin, then we take Manhattan syngur Cohen í byltingarsöng sínum. Mér vitanlega hefur Berlín ekki fallið svo það er óþarfi að hafa áhyggjur af stærri málum.
En allt á sér sína samsvörun i sögunni, ef maður ætlar í grófum dráttum að vita hvað gerist á næstu mánuðum, þá flettir maður uppí sögu frönsku andspyrnunnar, og sér stöðu mála veturinn 1940-1941.
Þá voru Frakkar mjög mikið í 2007 pælingum, hvað hefði farið úrskeiðis í ósigrinum mikla, spilling og vanhæfni voru aðalleitarorðin á neti þess tíma. Og tal um stjórnlagaþing og endurbót í stjórnmálum, jafnvel siðbót. Enda bundu menn mikla vonir við fórnfúst starf afdankaðs foringja af elstu kynslóðinni, og þó stjórn hans væri leppstjórn, kennd við Vichy, ekki AGS, þá hafði kjaftaelíta andstöðunnar ekki mikla áhyggjur af hersetunni sem slíkri. naflaskoðun um ófarirnar var mun ofarlega í huga manna.
Enda var andspyrnan í minni metum en bæði Steinn Steinar og Alþýðublaðið um það leiti sem skáldið fékk ljóð sín fyrst birt þar á bæ. Er þá mikið sagt og fullyrt. Talið að hún hefði dáið út þennan vetur ef ekki hefði til komið hjartagæska aldraðra kvenna, sem ráku syni sína til að færa þessum ólánskrökkum mat og hlý föt svo þau króknuðu ekki úr kulda í fylgsnum sínum í skógum og fjöllum.
Fylgið við hana var ekkert, skipulagningin engin.
Í London sat De Gauelle og hélt fundi útlagastjórnar sinnar, hún náði ekki að manna eitt lítið fundaborð.
Hvað breyttist sumarið 1941????? Af hverju hættu menn að tala um stjórnlagaþing, umbætur á stjórnarskrá, eða hömlulausu spillingu og hin algjöru afglöp stjórnmálastéttarinnar????
Svarið er mjög einfalt, raunveruleikinn fór að bíta, og menn vöknuðu til nútíðar.
Hvað gerðist????
Jú, leppstjórnin fór að safna saman ungu fólki líkt og Óskar benti hér á að ofan, og sendi það í verksmiðjuþrældóm hjá hinum nýju herrum. Og þeir sem höfðu menntað sig til annars, eða höfðu annan metnað en þann en að eyða ævi sinni á gólfi álfabrikka, áttu jafnvel þann draum að eignast fjölskyldu, og hafa ráð á að fæða hana og klæða, og búa henni skjól á skárri stað en í bröggum bankaauðvaldsins, þeir fóru til fjalla.
Og þeir sáu að framtíð þeirra valt á að koma Leppum AGS frá völdum, eða var það VichyLeppunum, man það ekki því samsvörunin er svo sterk.
Mér sýnist nefnilega að tölur um vanskil, tölur um uppboð, og ótal sögur um fólk sem átti, en er hægt og hljótt að missa allt sitt í bankakjaft, benda sterklega til þess að franska haustið 1941 sé að endurtaka sig á Íslandi haustið 2010.
En hvort að Alþingi falli og hið gjörspillta alþjóðlega auðmagn í kjölfarið eins og markmið þessa síðuhaldara hefur verið frá upphafi verið, það er önnur Elle, og ekki gott um það að segja.
Veit sem er að framtíðin er undir unga fólkinu komin.
En hér fyrir austan er sól og sumar, og hjá mér er framundan langur tími fjarri rafeindum. Þetta sprell mitt á eina skýringu, ESA neyðir mig að semja eina ICESave grein i viðbót, og ég hef hreinlega ekki nennt því.
En deadlænið er í fyrramálið, og síðan er það sól og sumarylur.
Síðan koma dagar og ný ráð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.6.2010 kl. 20:51
Glæpir voru framdir, það voru ekki mistök, heldur glæpir. Og fyrir það eru skuldarar að líða. Og fyrir það verður litlum börnum og foreldrum þeirra og gömlum mönnum kastað út í kuldann í gjaldþroti. 11 þúsund börn í landinu líða nú vegna fátæktar foreldranna. 11 þúsun saklaus börn. Hvað hafa þau gert??? Og hinum forhertu djöflum er nákvæmlega sama. Ríkipeningar og skatttekjur foreldranna SKULU fara í að borga fyrir bankana, glæpamennina og fáráðsumsóknina inn í Bandaríki Evrópu sem stærstur hluti landsmanna VILL EKKI. Núverandi ríkisstjórn er fársjúk og gjörsamlega ómanneskjuleg.
Elle_, 15.6.2010 kl. 18:41
Algjörlega rétt Elle! Algjörlega hárrétt!
Óskar Arnórsson, 15.6.2010 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.