Ég lifi í draumi.

 

Kyrja stjórnarliðar þessa dagana, en því miður hafa þeir stað til að hvíla á.

Stjórnarráð Íslands og hvílan er þrautpíndur almenningur Íslands.

 

Við megum ekki gleyma að ríkisstjórn Íslands er að greiða tugmilljarða í óþarfa vexti því skjaldborg krónubréfaeiganda i boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er hennar eina verk sem uppúr stendur eftir rúmlega árs valdasetu.

 

En draumurinn er að breytast í martröð, martröð samdráttar og niðurskurðar.

Tekjuáætlun ríkissjóðs mun ekki að ganga eftir.   Það er búið að tæma alla vasa. 

 

Tvennt skýrði að betur aflaðist en ráð var fyrir gert.  

Það fyrra er að gífurlegur peningur var í umferð frá lánsárunum miklu og hann þurrkaðist ekki allur upp í Hruninu.  

Það seinna er útborgun séreignalífeyris, hann fjármagnaði marga framkvæmdina og mörg útgjöldin.

 

Hvorutveggja er uppurið.

Séreignasparnaðurinn er farinn og sést ekki aftur.  Og veltan í hagkerfinu er að dragast saman.  Mánaðarlega er tilkynnt um samdrátt, samdrátt í verslun, samdrátt í þjónustu, samdrátt í verklegum framkvæmdum.

Samdráttur er ekki forsenda aukinna tekna þó finna megi trúgjarna VG liða sem trúa því.  Og verja því óstefnu fjármálaráðherra með kjafti og klóm.  

VG liðarnir byggja líka á fornum arfi hinnar sósíalísku afneitunar sem náði hámarki þegar skriðdrekar Sovétsins voru kallaðir friðarvagnar í Þjóðviljanum, nýbúnir að friða almenning Ungverjalands með því að keyra yfir alla sem á vegi urðu.  

Fólk með svona arfleið lifir alltaf í draumi  afneitunarinnar ef því er það fyrirlagt af leiðtoga sínum, sérstaklega ef fyrsti stafurinn í nafni hans er S.

Dulspakir menn telja að þessi fylgispekt sé einmitt sönnun þess að Búddamenn hafi rétt fyrir sér, að sálir endurholdgist víðar en í mannfólki.  Til dæmis í Læmingjum.

 

Samdráttur er ekki forsenda tekna, hann er uppskrift af vítahring kreppunnar sem engu eirir ef hún nær sér á strik.  

Og kreppa er óhjákvæmileg með núverandi stjórnarstefnu.  Jafnvel fylgismenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hjá Alþýðusambandinu spá 4,3% samdrætti á þessu ári.  Þó hafa þeir ekki frétt af heimskreppunni sem mun senda skýr skilaboð sín, í formi minni útflutnings, færri ferðamönnum og minnkandi virði þess sem þó selst, strax í haust. 

Samdrátturinn sem ASÍ spáir er allur vegna innlendra afglapa Leppstjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Og samdráttarspá ASÍ sannar að það sem er þrautreynt til að mistakast, eins og óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að það mistekst líka á Íslandi, eins og annars staðar á vetrarbrautinni.

Lögmál Newtons gilda á Íslandi, og lögmál heimskunnar líka.

Og sá tími að jafnvel endurholdgaðir Læmingjar munu sjá þau björg sem leiðtoginn sem byrjar á S, er að leiða þá fram af.

Enginn er svo þorrinn viti að hann vilji ekki lifa mannsæmandi lífi.

Og það felst í því að vera maður, að lifa sem maður.

Þá staðreynd þarf íslenska þjóðin að uppgötva áður en flugið mikla fram af hengifluginu verður ekki umflúið.

 

Við viljum ekki þessar draumfarir.

Gróðapungar og fjármálabraskarar munu ekki komast upp með að eyðileggja þessa þjóð.

Þeir geta hypjað sig úr landi, enginn mun sakna þeirra. 

Og þeir mega taka ríkisstjórnina með sér,  engin mun sakna hennar.

Farið hefur fé betra.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Niðurskurðurinn 32 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæll Ómar.

Góður pistill hjá þér og alveg er ég sammála!

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 11.6.2010 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 408
  • Sl. sólarhring: 743
  • Sl. viku: 6139
  • Frá upphafi: 1399307

Annað

  • Innlit í dag: 345
  • Innlit sl. viku: 5200
  • Gestir í dag: 318
  • IP-tölur í dag: 314

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband