31.5.2010 | 08:29
Refurinn skellir skuldinni á fortíðina.
Pólitískir refir eru þeirri náðargáfu gæddir að þeir sjá alltaf tækifæri í öllum stöðum, jafnvel bitrasti ósigur er ekkert annað en ný staða sem þarf að vinna úr.
Össur Skarphéðinsson slær tóninn í varnarbaráttu Samfylkingarinnar, fólk er að gera upp við flokkakerfið og þess hlut í Hruninu mikla.
Vandinn liggur sem sagt í fortíðinni, og tregðu á uppgjöri við hana.
Með öðrum orðum þarf meiri naflaskoðun, fleiri skýrslur, fleiri tillögur um umbætur, fleiri sem segja af sér með tár á hvörmum, .......... fleira sem engu máli skiptir gagnvart þeirri ógn sem blasir núna við þjóðinni.
Allt annað en uppgjör við þá auðmannsleppa og Óbermi sem eru langt komnir með að útrýma forsendum siðaðs þjóðfélags á Íslandi.
Össur veit sem er að það er alltaf hagsmunir þeirra sem stunda innbrot og rán, að lögreglan og væntanleg fórnarlömb séu með hugann við gömul innbrot, en láti þá í friði sem eru í miðjum klíðum á innbrotsstað að ræna og rupla almenning.
Össur vill að ríkisstjórnin fái frið við núverandi óhæfuverk sín.
Að hún fái frið við að skera samfélagsþjónustu niður um tugi milljarða á sama tíma og hún áætlar um 160 milljarða í vaxtagreiðslur á næstum árum, vaxtagreiðslur sem eru bein afleiðing af óráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ICEsave skattinum til breta.
Að hún fái frið til að gera heimili landsins að skuldaþrælum ameríska vogunarsjóða, helstu skjólstæðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Að hún fái frið til að afhenda orkuauðlindir landsmanna einkavinum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Að hún fái frið til að skrifa upp á skuldabréf breta sem nemur um 2/3 þjóðarframleiðslu og kalla það sanngjarnan aðgöngumiða að alsælu Brusselvaldsins.
Að hún fái frið við að móta mitt samfélag sem er byggt upp á forsendum græðgi, siðleysis og illsku.
Og þeirri framtíðarsýn var almenningur að mótmæla.
Almenningur var að gera upp við nútíðina, ekki fortíðina.
Almenningur var að segja eitt stórt Nei við framtíðarsýn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Almenningur vill landið sitt aftur. Þó auðmenn hafi rænt það, þá réttlætir það ekki að fórnarlömb þeirra séu hnepptir í skuldaþrældóm ómenna sem í krafti auðmagns ræna þjóðir eignum sínum og auðlindum.
Og nái menn eins og Össur Skarphéðinsson til að beina umræðunni inná brautir naflaskoðunar og fortíðarhjals, þá fá þeir vissulega smá vinnufrið um stund við óhæfuverk sín. En hið óhjákvæmilega uppgjör verður þá þeim mun harðara, skellurinn sem Lepparar AGS fá mun stærri, útskúfun þeirra úr íslenskum stjórnmálum algjörari.
Þetta veit unga fólkið hjá VG og Samfylkingunni.
Unga fólkið sem hefur metnað og kraft til að takast á við stjórnmál. Það mun ekki fórna framtíð sinni fyrir sjúklegt valdbrölt Össurar og Steingríms.
Það mun bylta flokkum sínum.
Sú umræða er hafin.
Kveðja að austan.
Pólitískur landskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 89
- Sl. sólarhring: 584
- Sl. viku: 5673
- Frá upphafi: 1399612
Annað
- Innlit í dag: 76
- Innlit sl. viku: 4840
- Gestir í dag: 75
- IP-tölur í dag: 75
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Almenningur var að gera upp við nútíðina, ekki fortíðina.
Mikið til í þessu.
Árni Gunnarsson, 31.5.2010 kl. 22:35
Takk fyrir flotta grein sem ég ætla að vekja athygli á, á Fésinu!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.6.2010 kl. 19:43
Takk Rakel.
Kveðja
Ómar Geirsson, 9.6.2010 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.