Fjármálakerfið er endurreist með blóðfórnum heimilanna.

 

Og síðan afhent Amerískum Vogunarsjóðum til eignar.  

Stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í hnotskurn.

 

Með því að kjósa Samfylkinguna eða VinstriGræna í dag, þá erum við að festa endanlega þetta auðrán Nýfrjálshyggjunnar í verki.

Festa hér fátækt og örbirgð sem íslenska þjóðin mun aldrei ná sér úr.  

Festa Magmarán og önnur auðlindarán þannig að ekkert verður eftir í eigu þjóðarinnar.

Stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er jú að hið alþjóðlega auðmagn eigi allt sem hægt er að eiga, en almenningur éti það sem úti frýs.

 

Þeir sem vilja éta það sem úti frýs, fá kjörið tækifæri í dag til að láta þann draum sinn rætast.  Þeir mæta og kjörstað og merkja við Dag eða Sóley.  

Halda síðan stolt út í sólskinið og rakleitt inn í næstu útifatabúð til að festa sér kuldafrakka á meðan ennþá er til gjaldeyrir til að flytja inn vörur.  ICEsave og AGS lánin munu þurrka hann upp.

 

Okkur hinum sem leiðist að borða hruður út i við í frosti og trekki örbirgðarinnar, við kjósum vonina, vonina um betri tíð og vonina að venjulegur maður sé hæfari að stjórna en gjörspillt stjórnmálastétt sem ekkert kann annað en að selja samborgara sína í skuldánauð.

Því í okkar huga eru þessar kosningar, kosningarnar þar sem úrkynjun stjórnmálastéttarinnar fékk rauða spjaldið.

Þess vegna segi ég, "útaf með þetta lið, það hefur þegar fengið öll sín tækifæri og klúðrað þeim".

Kjósum framtíðina.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Nýju bankarnir fengu yfirdráttinn með afslætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ég vil ekki þennan kuldafrakka, Ómar.  Já, út af með þetta Icesave-lið og höldum þeim úti.

Elle_, 29.5.2010 kl. 11:18

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Vonum það besta Elle.

En núna er ég búinn að raka mig og stefni á kjörstað von bráðar.

Þar með er áróðursblogg mitt úr sögunni í dag, því ég tek það mjög alvarlega að stunda ekki áróður á kjörstað.

En fann reyndar upp nýja reglu í morgun sem miðast við rakstur.

Þetta verður fróðlegt, hvernig sem fer.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.5.2010 kl. 11:43

3 Smámynd: Elle_

Og nú hef ég kosið, Ómar: H   Og fór ekki kuldafrakka. 

Elle_, 29.5.2010 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband