29.5.2010 | 09:14
Verndum börn fyrir fátækt á Íslandi.
Til þess er aðeins ein leið, og það er að þurrka VinstriGræna og Samfylkinguna út í borgarstjórn Reykjavíkur.
Það er ekki flóknara en það.
Þá mun fara að stað atburðarrás þar sem ungt fólk með metnað í flokkunum mun veitast að þeim Steingrími og Jóhönnu fyrir samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Spurningar eins og "Af hverju er ungu barnafólki ekki hjálpað í skuldaerfiðleikum þess???" munu hljóma og Jógríma mun ekki getað þakkað þær spurningar niður.
"Af hverju er skorðið niður í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins eins og þjónustu við geðsjúka????" og eina svar Jógrímu verður ámátlegt væl, "af því að AGS sagði það".
"Af því að AGS sagði það" mun vera eina svar sem forystumenn ríkisstjórnarinnar geta gefið.
Samstarfið við AGS er hinn illi andi sem ræðst að kjarna þjóðfélagsins og hneppir ungt fólk í fátækt.
Vilji fólk losna við þessa fátækt, þá þarf að reka Óbermin á haf út það er ef ekki er lengur hægt að finna svarta ruslapoka og henda þeim í Öxará eins og gert var við siðlausa hirðstjóra forðum daga.
Vilji fólk losna við fátækt og neyð ungra barna, þá hrekur það ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frá völdum. Því það er hún sem framkvæmir illgjörðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Og til að losna við þessa ömurlegustu ríkisstjórn heimssögunnar, þá þurrkum við VG og Samfylkinguna út í dag.
Það leiðir nefnilega alltaf eitt af öðrum.
En ef við viljum fátækt, niðurbrot fjölskyldna, unglingadóp og drykkju, og allan þann ömurleik sem sannarlega hefur fylgt veru AGS hjá öllum sínum fórnarlömbum, þá kjósum við auðvita stuðningsflokka sjóðsins i dag.
Greiðum auðvita Sóley og Degi atkvæði okkar og hugsum stolt til þess að atkvæði okkar lagði lóð á vogarskál þess að Ísland varð fyrsta velferðarríkið sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn náði til að rústa.
En þá hræsnum við ekki með tali um fátækt á Íslandi.
Allt hefur sínar afleiðingar.
Kveðja að austan.
Vernda þarf börn gegn fátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar, greinilega farið öfugu megin framúr í morgun. Sagt er að vinstri vinkona þín Sóley Tóm, hafi hikað við að segja ástæðuna fyrir því að hún gæti ekki starfað með vinum þínum á D- listanum. En ég get sagt þér hvers vegna í trúnaði þú lætur það ekki berast lengra. Það er vegna þess, að það hefur ekki farið í sturtu síðan hrunið var. Þá ættir þú að átta þig á ástæðunni. Enda varð borgarstjórinn að sitja fyrir utan hópinn í þættinum.
Kristbjörn Árnason, 29.5.2010 kl. 11:32
En þér að segja, að þá er alveg óþarfi fyrir þig að vera í fýlu bara ef frambjóðendur komi ekki nálægt kjósendum. Ég hef trú á því að D -listinn fái alltof góða kosningu. Þér er óhætt að taka gleði þína á ný.
Kristbjörn Árnason, 29.5.2010 kl. 11:33
Blessaður Kristbjörn. Alltaf gaman að heyra í þér.
Er búinn að raka mig og taka niður kosningabloggið.
Gangi þér og þínum vel í dag.
Heru þó vonandi best.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.5.2010 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.