Trúir fólk virkilega áróðurspésum fjórflokksins??

 

Að þeir séu alvöruframboð en Gnarrinn trúður????

Veit fólk ekki að á tímum alræðis og öfga þá er grínið eina leiðin til að tjá mótmæli sín og gagnrýni??? Þess vegna var hirðfíflið eina stjórnarandstaðan, með gríninu tjáði hann konungi það sem allir hugsuðu.

Vita menn ekki þegar tómhyggja og vonleysi hefur grafið um sig, vegna gjörspillingar stjórnmálastéttarinnar, að þá er grínið hið eina tæki til að fá athygli fólks, fá það til að hrista af sér doðann og fá það til að berjast gegn hinum gjörspilltu.

 

Er það trúðslæti að segjast vilja nota gott mannvit og væntumþykju til að stýra höfuðborg okkar???

 

Átti Gnarrinn sem sagt segjast vilja sprengja borgarstjórn fjórum sinnum eins og fulltrúar fjórflokksins gerðu á síðasta kjörtímabili???

Átti Gnarrinn lýsa því opinberlega yfir að hann vilji afhenda einkavinum sínum Orkuveitu Reykjavíkur gegn digrum kaupréttarsamningum og kosningastyrkjum eins og fjórflokkurinn gerði  síðasta kjörtímabil.  Og fjórflokkurinn er að gera með Hitaveitu Suðurnesja.

Eða vilja menn að Gnarrinn lýsi því yfir að hann muni aldrei hjálpa ungu fólki í neyð eins og yfirlýst stefna VinstriGrænna og Samfylkingarinnar er.

Að hann sé fulltrúa lögmanna og barskara sem rokka feitt þessa dagana með því að söðla undir sig eigur skuldugs fólks fyrir slikk.  

 

Ef fjórflokkurinn er alvöruframboð, þá er það framboð gjörspillt og algjörlega siðlaust.  Aðeins algjörlega siðlaust fólk lætur Hrunskuldir útrásarinnar falla á barnafólki landsins.  

Og það er ótrúlegt að það skuli finnast siðsamt, heiðarlegt fólk sem ljáir honum atkvæði sitt.  Að það skuli finnast fólk sem verðlaunar honum fyrir að gera land okkar gjaldþrota og smáð í samfélagi þjóðanna.

Að kjósa fjórflokkinn til borgarstjórnar Reykjavíkur er yfirlýsing um að fólki sé alveg sama um hvernig stjórnmálastétt okkar hagi sér.  Það er yfirlýsing um að fólk sé sátt við að auðmenn hafi keypt upp viðkomandi stétt og stjórni henni eins og strengjabrúðum.

 

Slíka yfirlýsingu er ég ekki tilbúinn að gefa.

Hjarta mitt kýs Besta flokkinn. 

 

Ég kýs gott velviljað fólk til að stjórna höfuðborg minni.  Ég veit að með jákvæðu samstarfi allra, jafnt borgarbúa sem og þessa góða fólks sem skipar framboðslista Besta flokksins er hægt að lyfta Grettistaki í stjórnun Reykjavíkur og gera hana aftur að höfuðborg fólksins, ekki leikfang braskara og auðmanna eins og hún var síðasta kjörtímabil.

Ég trúi á vonina og framtíðina.

Þess vegna kýs ég Gnarrinn.

Og það munu fleiri gera en nokkurn grunar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Besti flokkurinn fær 7 borgarfulltrúa samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Hirðfíflið eina stjórnarandstaðan" 

Þegar ég íhugaði þetta þá rann upp fyrir mér að það er nákvæmlega þetta sem við erum að glíma við og Kóngurinn er fylgjendur fjórflokksins.

Frábær pistill Ómar takk.

Guðmundur Jónsson, 28.5.2010 kl. 08:40

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Guðmundur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.5.2010 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband