28.5.2010 | 07:03
Samfylkingin þekkir ekki muninn á landsölu og samstarfi.
Það er glæpur gagnvart þjóðinni að leyfa sölu á almannaveitum til einkaaðila. Glæpur sem var leyfður með lögum á miðju Hruntímabilinu, og við vitum í dag hvernig náðist í gegnum Alþingi. Gegndarlausir styrkir banka og útrásarvíkinga handa bæði Hrunflokkunum, sem og einstaka stjórnmálamönnum, útskýra þjónkun siðspilltra stjórnmálamanna við gróðaöflin og svik þeirra við almannahag.
Samfylkingin þykist vera að gera upp við þetta siðspillingartímabil mútugreiðslnameð því að fórna einstaka fótgönguliðum eins og Steinunni Valdís Óskarsdóttur, en stefnan er sú sama. Stefna sem iðnaðarráðherra ítrekar í þessari frétt.
Henni finnst sjálfsagt að einkaaðilar eigi orkufyrirtækin, og það sé vanráð hjá umhverfisráðherra að setja þar Þránd í Götu með því að gera kröfu um dreifða eignaraðild.
Iðnaðarráðherra notar þau rök að það geri fjármögnun stóriðjuframkvæmda erfiðari.
En skilur iðnaðarráðherra ekki þann grundvallarmun sem er á því að almenningur eigi sínar almannaveitur, og hinu að virkja fyrir stóriðju???
Hver segir að ekki sé hægt að fjármagna nýjar stórvirkjanir án þess að fyrst sé gróðaöflum gefin orkufyrirtæki almennings??? Hvað rök mæla með því önnur en þau að Samfylkingin og einstaka þingmenn hennar er svo gjörspillt að hún verður að taka hagsmuni braskara fram yfir hag almennings.
Að þeir sem borga, að þeir stjórni í raun Samfylkingunni.
Arðbær stórvirkjun, fær alltaf fjármögnun, hvort sem það eru einkaaðilar, lífeyrissjóðir eða hið opinbera sem kemur með það fjármagn.
En sala almannafyrirtækja til einkaaðila hefur aðeins eina afleiðingu í för með sér, og það er stórhækkun raforkuverðs til almennings.
Vegna þess að það er örugg gróðalind.
Þess vegna er það svívirða við þjóðina að það skuli finnast fólk sem ætli að kjósa Samfylkinguna við næstu borgarstjórnarkosningar.
Vegna þess að þá er verið að greiða Hrunflokki atkvæði sitt sem er ennþá trúr sínum húsbændum, peningaöflunum.
Látum ekki þjáningar Hrunsins verða til einskis.
Refsum þeim sem ábyrgð bera og ekkert hafa lært.
Þurrkum þá út í næstu kosningum.
Kveðja að austan.
Óttast ekki aðkomu einkaaðila að orkuframleiðslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.