26.5.2010 | 14:21
Eftirlitsstofnun Efta svarar grundvallarspurningu.,
Eru ríki í ábyrgð ef tryggingarkerfi ESB fellur???
Á hvað forsendum kemst ESA af þessari niðurstöðu???
Er það vegna þess pólitíska þrýstings að viðurkenna ekki að tryggingakerfi sé gallað???
Hvernig kemst ESA að þeirri niðurstöðu að þjóðríki séu í ábyrgð þegar reglugerðin tekur skýrt fram að svo sé ekki?
Núna eru túlkun íslenskra stjórnvalda, og túlkun norskra stjórnvalda, búin að leggja skýr fyrir í öll þessi ár frá því að tilskipun ESB um innlánstryggingar var innleidd fyrir um tíu árum síðan.
ESA svarar ekki þeirri lögfræðilegri grunnspurningu að ekki sé hægt að leggja ríkisábyrgð á aðildarríki án þess að orða það skýrt í lögum og þau lög hafi skírskotun í skýrar lagaheimildir, bæði evrópskar, sem og stjórnarskrár einstakra aðildarríkja.
Stjórnarskrá Íslands kveður á um skýran rétt ríkisborgara íslenska lýðveldisins til heilsugæslu, menntunar og almanntrygginga.
ESA segir að það sé aukaatriði, að reglugerð, samin í Brussel, sem segir ekki orði um ábyrgð þjóða, nema að hún tekur það skýrt fram að þjóðir séu ekki í ábyrgð ef þær hafi framfylgt tilskipun ESB um innlánstryggingar, að hún sé fremri stjórnarskrá Íslands um grunnréttindi þegnanna.
ESA segir að þrælahald sé lögbundið ef reglur ESB kveði þar á um.
ESA hefur tekið afstöðu í grunnréttindum fólks sem varðar alla íbúa Evrópu.
Er skuldaþrældómur löglegur????
ICEsave gat verið 6.700 milljarðar í stað 670 milljarða.
Hver er munurinn????
Hvernig getur smáþjóð greitt margfalda þjóðarframleiðslu sína í ríkisábyrgð á innlánum banka hennar hjá stórþjóðum???? Ekki má gleyma að einstök aðildarríki gátu ekki bannað fjármálastarfsemi í öðrum löndum ef viðkomandi stofnun uppfyllti almenn skilyrði heima fyrir.
Hvernig átti íslensk stjórnvöld að banna starfsemi sinna banka á evrópska efnahagssvæðinu.
Nú var Evrópska efnahagssvæðið stofnað til að tryggja starfsemi óháð landamæra.
Hvernig getur ESA ályktað að meintar skuldbindingar smáþjóða skapist af slíku frelsi???
Af hverju var skýrt tekið fram í reglugerðinni að einstök þjóðríki væru ekki í ábyrgð ef þau hefðu uppfyllt tilskipun ESB um innlánstryggingar? Af hverju var skýrt tekið fram að fjármálafyrirtækin ættu að fjármagna tryggingarsjóðinn???
Þessum spurningum, og mörgum öðrum þarf að svara.
Núna ber íslenskum stjórnvöldum skyldu að vísa ICEsave málinu til EFTA dómstólsins.
Sjálft réttarríkið Evrópa er í húfi.
Kveðja að austan.
ESA: Ísland á að greiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 10
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2650
- Frá upphafi: 1412708
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 2314
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar !
"Já nú er lag á læk" en fátt svo með öllu illt að ekki... ESA er greinilega sammála þér í einu atriði (mér líka) þetta stendur í nýrri frétt á mbl.is "Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að bregðast við athugasemdum ESA. Fallist ESA ekki á sjónarmið íslenskra stjórnvalda má gera ráð fyrir að stofnunin sendi frá sér rökstutt álit, en það getur verið undanfari málsmeðferðar fyrir EFTA-dómstólnum."
Sjálf fréttin HÉR
Og þar á þetta heima, en ekki hjá allskonar "besservissurum" sem vita ekkert í sinn haus.
Hvað varðar spurningu þína til mín í eldra bloggi hvort ég haldi að kaupsýslu og verðbréfabraskarar í Asíu lesi bloggin þín, veit ég svei mér þá ekki, gæti verið, en svo kom þessi í morgun og þú ert alsaklaus af þessu held ég.
Og ég held að þú sért svo fljótfær (fljót/hraðvirkur ertu líka) að þú skiljir ekki alltaf að ég er að mestu sammála þér, er bara svona að "hnýta" í stílinn og ögra þér til að skýra hlutina betur og það ber stundum árangur þegar þú gefur þér tíma, en ekki alltaf,en ég lifi nú það af.
MB baráttu KV
að "Utan"
KH
Kristján Hilmarsson, 26.5.2010 kl. 14:57
Kristján minn.
Án þín væri tilveran mun grárri.
Þú stendur alveg fyrir þínu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 15:20
Kristján Hilmarsson, 26.5.2010 kl. 15:24
Þú skrifar flott blogg Ómar,segi það ekki af því ég sé sammála,frekar að því að þú virðist vera hlutlaus í þínum afstöðum til málanna,og hafir hugsað um þau,áður en þú bloggar(ólíkt mörgum). Maður er fróðari eftir lesturinn,hvort sem maður er sammála eða ekki.
kveðja Persóna.
persóna (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 19:45
Takk fyrir vinsamleg orð Persóna.
Bloggið mitt lítur lögmálum áróðursins, bæði endurtek ég oft sömu grunnhugsunina, og ég hjóla miskunnarlaust í stuðningsmenn AGS og ICEsave. Þeir njóta ekki sannmælis í pistlum mínum
En á bak við þetta er ákveðin hugsun, ákveðin lífsskoðun sem ég hef reynt að vera trúr. Og þar liggja mínir hagsmunir, þeir eru ekki flokkspólitískir. Og vígaferlin byggjast á rökum.
Þess vegna veit ég að ég á ákveðin kjarna lesenda sem kynna sér það sem á baki býr. Ekki vegna þess að þeir eru sammála því sem ég segi, það er tilfallandi eftir skoðunum þeirra. En þeir máta sig við rök mín, og taka afstöðu til þeirra, og til þess er leikurinn gerður. Það er sá hluti leiksins sem felst ekki í því að höggva ICEsave sinna í herðar niður.
Það að fólk með ólíkar lífsskoðanir, og fólk sem styður sinn fjórflokk, eða styður atlögu að honum eins og ég geri með stuðningi mínum við Besta flokkinn, að það skuli koma reglulega í heimsókn, og finna samsvörun, það segir mér að bilið milli okkar er minna en margur heldur.
En vissulega vantar mig styrk til að sannfæra aðra um það..
En ég veit það, ég hef talað það mikið við bæði gott og gilt íhald, sem og flokksleysingja, eða félagshyggjufólk.
Það sem skilur á milli er ICEsave og AGS.
Leysist sá ágreiningur þá mun alvöru uppbygging hefjast í þjóðfélaginu.
Það er allavega trú mín.
Trú sem ekki öllum er ljóst sem lesa vígablogg mín, en margur finnur sem les lengra. Og orð eins og þín Persona, færa mér sönnur á að ég á mínar góðu stundir.
Og þess vegna blogga ég.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 21:48
Hm... var eiginlega búinn að skrifa þetta áður en síðasta innlegg Ómars kom inn.. "but what the heck" hér kemur það samt.
Nei það eru ekki margir sem leggja jafnmikla vinnu í að setja sig inn í málin og Ómar Geirsson, enda erfitt (ef ekki næstum ómögulegt) að "reka hann á gat" mættu ýmsir aðrir, sem "blogga" um allt og ekkert taka hann sér til fyrirmyndar, en hafandi sagt það "persona" þá þurfum við ekkert endilega (eins og þú bendir á) að vera alltaf sammála honum í túlkunum hans á ástandi, aðdraganda og lausnum mála, enda er hann ekki sá sem skýst undan umræðunni heldur tekur okkur í karphúsið ef svo ber undir, "en heyrðu ! held hann heyri í okkur hérna svo til að hann verði nú ekki alltof "grobbinn" læt ég þetta duga í bili."
Góða Nótt félagar og
MBKV að "Utan"
KH
Kristján Hilmarsson, 26.5.2010 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.