Gnarrinn er maður.

 

Hann er hvorki fífl, eða fjórflokksmaður.

Viðtalið við hann er þrungið visku, visku manns sem vil gera samborgurum sínum gott.

Hann bendir réttilega á að Orkuveita höfuðborgarinnar þurfi að vera í eigu borgarbúa, og hennar hlutverk er að sinna borgarbúum um ódýra orku og hlýjan hita á góðu verði.

Orkuveitan er ekki gróðastöð stóriðjubraskara sem sjá sína einu von að láta alþjóðlega skjólstæðinga AGS yfirtaka eigur landsins og framtíð eins og skoðanasystkini Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi trúa svo mjög á.

Að þræll sé svo hamingjusamur.

 

Og íhaldið í Reykjavík verður að horfast í augun á gjaldþrot þeirrar stefnu að auðræningjar  veiti velsæld og auðlegð yfir samfélag sitt.

Auðræningjar settu Ísland á hausinn, og Sjálfstæðisflokkurinn bauð þá velkomna.  Samt er kjarninn í stuðningsmannahópi flokksins einyrkjar og sjálfstæðir atvinnurekendur.

Sagan um allan heim kennir að þessir hópar eru þeir fyrstu sem falla fyrir Óráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Samt kjósa fórnarlömb sjóðsins úr röðum smáatvinnurekenda Hönnu Birnu og flokkinn, eins og Hrunið hafi ekki átt sér stað.  

 

Ef Gnarrinn hefði ekki komið til, þá hefði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn boðið upp landið, og þjóðin hefði setið uppi með auðrán og fátækt fjórflokksins.

Gnarrinn er ekki guð, hvað þá fullkominn.  

En hann er maður, eins og ég og þú.

Og hann vill ekki lifa sem skuldarþræll fjórflokksins.

 

Ég vil það ekki heldur.

Ég kýs Gnarrinn.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is „Fyllist von fyrir hönd borgarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt

Við kjósum Gnarrinn og Besta flokkinn

Besti -langlang- Besti lang

Besti flokkurinn ... minn

Besti -langlang- Besti lang

Besti flokkurinn ... þinn

xÆ tuttugasta og níunda mÆ

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 20:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur, er ég nokkuð langt frá kjarnanum????

Verðum við ekki að treysta á mannkosti þessa ágæta fólks sem býður fram fyrir þau Bestu???

Ég hef allavega reynt mitt besta að nota jákvæðu gleraugun á allar fréttir sem tengjast þeim.  Og meðan svona margir koma inn, þá er það á vissan hátt skjaldborg.

Það er allavega eitthvað jákvætt við þessa krakka og þau eiga ekki síður skilið tækifæri en gömlu flokkarnir sem gáfust upp og létu AGS  yfirtaka stjórn landsins.

Á bak við grínið er mikil alvara, og sú alvara vegur upp reynsluleysið að mínu viti.  

Fyrir mig er það allavega tilbreyting að styðja, í stað þess að höggva og ég finn að margur er sama sinnis.  

Þau eiga skilið tækifæri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 271
  • Sl. sólarhring: 839
  • Sl. viku: 6002
  • Frá upphafi: 1399170

Annað

  • Innlit í dag: 230
  • Innlit sl. viku: 5085
  • Gestir í dag: 221
  • IP-tölur í dag: 218

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband