26.5.2010 | 09:01
Enda ágætisfólk á ferð, kemur fjórflokknum lítið við.
Ég ætla að kjósa þann sem býður i nefið.
Á þeim hörmungartímum þar sem stjórnmálastéttin situr í biðröð á skrifstofum auðhringa, eða kínverska alþýðufyrirtækja sem trúa því að réttur verkafólks bíði á himnum, þá þarf að halda fast í þjóðlega siði.
"Viltu i nefið vinur minn", söng Valgeir.
Að vísu i öðru uppboði, en uppboði samt.
Núna þegar VG og Samfylkingin bjóða upp Ísland, eins og fram kom í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins í gærkveldi, þá er ljóst að einhver þarf að bjóða í nefið.
Þegar margt gott fólk er í framboði, þá gæti hið þjóðlega gert gæfumuninn.
Viltu í nefið vinur minn.
Kveðja að austan.
Meirihlutinn heldur í Fjarðabyggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 597
- Sl. sólarhring: 641
- Sl. viku: 6328
- Frá upphafi: 1399496
Annað
- Innlit í dag: 512
- Innlit sl. viku: 5367
- Gestir í dag: 468
- IP-tölur í dag: 462
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Hér er stríð og hér er mæða, hreppstjórinn og oddvitinn, sín á milli samana ræða, sumir kunna ekki að græða, vilt í nefið vnur minn"
Ég þarf greinilega að kaupa mér tópaksdós til að deila með kjósendum....
Eiður Ragnarsson, 26.5.2010 kl. 10:33
Blessaður Eiður.
Kannski tapaðir þú í prófkjörinu fyrir hinum þjóðlega sið?????
Ekki örvænta, en mitt atkvæði meikar ekki diffinn.
En hinsvegar myndi ég hiklaust kjósa betri helming Elvars, ekki spurning, hún stjórnar hvort sem er á hans heimili.
En tekur reyndar ekki í nefið.
Grunnpunktur þessarar færslu er sá, að ég er ekki að herja á heimaslóðum.
En þú veist það Eiður, að óháð nefi og tóbaki, þá fengir þú mitt atkvæði.
En number þrjú?????, Hera sættir sig ekki við það.
Viltu í nefið vinur minn????
Birnir eru þekktir fyrir þá iðju.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.