26.5.2010 | 07:04
Til hamingju Ísland.
Laugardagurinn verður sögulegur.
Fyrst mun Hera ná sögulegum árangri í Júrósöngvisjon því hún ber af sem besta söngkona keppninnar.
Og þjóðin mun þurrka fjórflokkinn út i Reykjavík.
Skoðanakannanir staðfesta endanlega að Besti flokkurinn muni fá hreinan meirihluta í borginni. Hingað til hefur fólk verið hrætt við að kjósa hann, hefur óttast að það kastaði atkvæði sínu á glæ.
En núna sér fólk að aðrir ætla líka að gera það sem það hefur dreymt um allt frá því að Hrunið mikla var.
Að refsa stjórnmálastéttinni fyrir að leggja landið í rúst og leyfa auðmönnum að fara um efnahagslífið eins og engisprettsfaraldur.
Núna er ljóst að VG og Samfylkingin gera ekkert til að breyta þessu þjóðfélagi í þágu almennings, gera ekkert til að almenningur losni úr skuldakreppu Hrunsins. Það er ljóst að þessir flokkar eru strengjabrúður Óberma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þeir taka skjaldborg auðmanna fram yfir hag almennings.
Þess vegna eiga þessir flokka ekki skilið eitt einasta atkvæði, en ljóst er að flokkshestar munu redda þeim 1-3 borgarfulltrúum. Og þó íhaldið myndi selja kjósendur sínar á uppboði sem vinnudýr i fabrikum erlendra auðræningja, þá myndi flokkurinn samt fá sitt fasta fylgi, sem eru fjórðungur borgarbúa.
En samt, kannski brestur á flótti í kjósendahópinn þegar fólk virkilega fer að hugsa hvort hægt sé að bjóða því hvað sem er.
Að það fylgi því engin ábyrgð að láta auðræningja ræna landsmenn eigum þess.
En hvernig sem fer, þá er ljóst að Besti flokkurinn mun vinna sögulegan sigur næsta laugardag.
Þjóðin mun kveða upp sinn dóm.
Kveðja að austan.
Mikið forskot Besta flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 2023
- Frá upphafi: 1412722
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1776
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Smá pæling: Þú segir að Besti flokkurinn muni ná "hreinum meirihluta". Hann er nú bara með 43% og 7 menn af 15. Hann nær ekki hreinum meirihluta fyrr en við 8 menn. Dálítið erfitt að staðhæfa að flokkurinn MUNI ná þessum eina manni til viðbótar.
Guðmundur (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 07:26
Blessaður Guðmundur, ég er framsýnn.
Fólk veigrar sig við að játa að það kjósi Besta flokkinn. Er hrætt við aðhlátur því allar kjaftastéttir landsins afgreiða framboð Besta flokksins sem grín.
En þetta eru sömu kjaftastéttarnar sem vilja þrældóm AGS og skjaldborg auðmanna, ekki almennings. Og þær sömu sem eru ennþá hissa að landið fór á hliðina, því þær sáu ekkert nema dásemdir útrásarinnar. Það eina sem rifist var um var hvort það ætti að taka upp evru eður ei.
Almenningur sér þetta og finnur, hver í sínu horni. Og þegar fólk sér að aðrir hugsa það sama, þá verður flóðið ekki stöðvað.
Besti flokkurinn mun mala borgina.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 07:43
Já ísland á svo sannarlega von núna þegar höfuðborgin losnar úr fjötrum auðvalds og spillingar.
Þetta verður mikill Gleðidagur
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 08:36
Þetta er hinn rétti andi Æsir.
Og ekki má gleyma Heru.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 08:48
Í samræmi við stefnu Besta flokksins um að viðhalda spillingunni þá ættu þeir bjóða Sóley Tómas að verða borgarstjóri til að fá hreinan meirihluta
Hér er ég (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 09:18
Þessi leiksýning þeirra gengur vel og ef fer fram sem horfir og þeir halda henni áfram þá munu orð Steingríms J eiga vel við þegar hann sagði:"You ain't seen nothing yet". Það verður sjálfsagt gaman á borgarstjórnarfundum, en það er óvíst að kjósendur eigi eftir hlæja mikið þegar Besti flokkurinn fer að framkvæma sín grínmál.
TómasHa, 26.5.2010 kl. 09:43
Blessaðir félagar.
Tómas, þú ert heiðarlegur hægri maður.
Það er ekkert heiðarlegt búið að vera við flokk þinn í langan tíma.
Og það er ekkert sem segir að þeir Bestu vilji ekki vel.
Eða var það í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins að láta útrásarvíkingum eftir Orkuveitu Reykvíkinga???
Eða láta Jón Ásgeir og félaga ræna landið????
Þú vilt vel, ekki svíkja þitt tækifæri. Það er ekkert af því að vera hægri maður, en ykkur vantar uppgjör við auðræðið. Ef út í það væri farið, þá voru kjósendur Sjálfstæðisflokksins, einyrkjar og sjálfstæðir atvinnurekendur, aðal fórnarlömb Hrunsins.
Og AGS fyrirlítur innlenda atvinnustarfsemi.
Sérðu ekki ógnina??????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 10:24
Ég ætla ekki að segja að allt hafi verið fine and dandy hérna á Íslandi. Ég ætla heldur ekki að segja að Jón Gnarr yrði slæmur borgarstjóri, Jón boðar meira að segja Lassie Fair stefnuna og á einhverjum tímapunkti var Jón talinn til hægri og meira að segja ef ég man rétt heiðursfélagi í Frjálshyggjufélaginu amk. mjög í hávegum hafður á þeim bænum. Ég er meira að segja nokkuð viss um að Jón gæti orðið alveg öðlings borgarstjóri.
Það er bara spurning um hvort þetta verði grínatriði þegar menn eru komnir í borgarstjórn eða hvort menn ætla að vinna af alvöru fyrir borgarana.
TómasHa, 26.5.2010 kl. 11:16
Tómas.
Þó ég sé ekki hægri maður, þó bæði skil ég vel ykkar hugsun og hvað býr að baki.
Ég hef ekkert á móti einkaframtaki, eða fjárfestingum útlendinga á Íslandi.
En, AGS, stendur ekki fyrir stefnu Ólafs Thors eða Bjarna Ben, eldri.
Og stefna Sjálfstæðisflokksins er ekki sú að einyrkjar og smáatvinnurekendur eigi í gras að lúta.
Og það er ekki einu sinni stefna frjálshyggjunnar.
Skilur þú ekki að flokkur þinn féll á prófinu um Magma Energy?
Engin þjóð hefur náð krafti og styrk án öflugar innlendrar atvinnustarfsemi. Af hverju eruð þið hægri menn ekki læsir á staðreyndir sögunnar????
AGS drepur fyrst ykkur áður en hann drepur þjóðina.
Hanna Birna, eins ágæt og hún er, hefur ekki stigið fram og varið hagsmuni innlendra atvinnurekenda.
Tómas, sérðu ekki samhengi hlutanna, þetta snýst ekki lengur um vinstri eða hægri, VG eða Sjálfstæðisflokkinn.
Þetta snýst um tækifærið að við getum áfram haldið að deila um vinstri eða hægri.
Skuldaþræll á enga valkost, hann getur ekki deilt.
Hann vinnur og hann þrælar.
Á því er grundvallarmunur.
Sannir Íslendingar sjá þann mun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 11:35
Vá! Að sjá þetta samtal ykkar tveggja gleður mig óstjórnlega, að sjá fólk af ólíkum skoðunum finna sér umræðugrundvöll óháð lífsskoðunum sínum mótuðum af stjórnálaflokkum.
Að sjá vonina dreifast um landið einsog jákvæður vírus og sjá gleðina tekna alvarlega er vítamínið og krefturinn sem ég persónulega þarf á að halda í þessari kosningabaráttu alveg óháð hvað fólk kýs þegar upp er staðið.
Við höfum skapað nýjann vetvang og tekið skrefið inná nýjar lendur í uppgjöri fortíðar með augun á framtíðinni.....takk fyrir það.
Kv Ágúst Már 13 sæti Besta flokksins.
P.s. ég er matreiðslumaður í leik-og grunnskóla og mun starfa að þeim málum ef ég fæ til þess tækifæri auk annarra hugðarefna minna. Á listanum okkar er gríðarlega mikið af kraftmiklu menntuðu og góðu fólki sem vill gera borgina okkar betri og skemmtilegri.
Einhver Ágúst, 26.5.2010 kl. 12:11
Líklega treystir fólk því að Jón Gnarr sleppi öllum hnífasettum í upphafi starfa sinna fyrir borgina.
Og kannski langar kjósendur ekki til að sjá það endurtekið að fjórði borgarstjórninn nái völdum eftir að hafa sagt fyrri samstarfsmann sinn og þáverandi borgarstjóra vera geðveikan.
Það er fullyrt af kunnugum að Hanna Birna hafi ekki minnst á það við Ólaf F. þegar hún vann hann til fylgis við Flokkinn og bauð honum starf borgarstjóra að hann væri nú reyndar brjálaður.
Eru þið ekki svolítið stoltir af þessum vinnubrögðum og öðrum álíka Tómas Har?
Árni Gunnarsson, 26.5.2010 kl. 12:26
Blessaður Bjánaprik, sem skammast sín svo mjög að þú kannast ekki við nafn þitt.
Ágúst er nafn þitt, litli frændi minn heitir sama nafni.
Við erum öll þjóð, ef við erum ekki frændur, þá heitum við sama nafni, eða feður okkar og frændur.
Ágúst, sem þú þykist vera Einhver.
Er stefna þín að eitra fyrir börnum sem kokkur eða eitra fyrir þeim sem stuðningsmaður VG eða Samfó???? Hver er munurinn??????
Heyrir þú ekki kall tímans sem ég reyndi að útskýra fyrir þeim mæta baráttumanni íslenskra þjóðar, honum Tómasi?????
Heldur þú virkilega að þú sért óæðri þeim sem lofa öllu fögru og svíkja í Rey eða Magma???
Hvað í þinni eldamennsku fær þig til að halda það???????
Dugar þér ekki að vera maður meðal manna??????
Af hverju er þér alltaf gamanmál á tungu, þegar það eina sem þú þarft að segja hver þú ert, og þau lífsviðhorf sem þú stendur fyrir???
Heldur þú að það séu aðeins Marsbúar sem eru að missa heimilin sín vegna stefnu AGS???
Þekkir þú ekki gott fólk sem þess eini glæpur var að trúa stjórnvöldum að hagkerfið væri á fótum, ekki brauðfótum.????
Hví skammast þú þín svo mikið Einhver, að þú þurfir alltaf að mæta með gálgahúmor eða afsökunarbeiðni á vörum þess málstaðar sem mun bjarga þjóðinni????
Veistu ekki að þið eruð gott fólk sem viljið vel???
Er hægt að fara fram á meira????
En smá leiðrétting, þið eruð ekki skemmtileg, þið eruð manneskjur.
Gleðin og húmorinn mun ríkja eftir að þið fellið fjórflokkinn.
Ekki afsaka framtíðina.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 12:30
borgarstjórinn...vildi ég sagt hafa.
Árni Gunnarsson, 26.5.2010 kl. 12:35
Blessaður Árni.
Ég held að allt heiðarlegt fólk, hvort sem það er til hægri eða vinstri, að það sleppi fjórflokknum.
Fjórflokkurinn þarf frí.
Og hann mun koma til baka, en sem flokkur, ekki útibú auðmanna.
Á því er grundvallarmunur sem ég reyndi að útskýra fyrir Tómasi. Mínar skýringar eru ekki þær bestu, en hugsunin er sönn.
Þar á ég samleið með Tómasi, eina spurningin er hvort hann trúir á lífsskoðanir sínar og framtíð þjóðarinnar.
Við tökum aðeins eitt skref í einu. Það fyrsta er að hrekja AGS úr landi, það næsta er að endurreisa Ísland.
Aðeins ein leið er fær til þess.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 12:38
Nú hef ég ekki fundið fyrir gálgahúmor í dag, ég geri smá grín að okkur sem stóðum í BH í fyrra, það er nú allt í lagi. Þar voru fínar hugmyndir og góð byrjun á að hrista upp í hlutunum en reiðin og gremjan fór með okkur.
Því er ekki að skipta í dag.
Í dag er það bjartsýni, von og gleði sem er og mun koma okkur farm á veginn. Ef þú skynjaðir kakldhæðni í kveðju minn hér að framann var það alveg óvart.
Einhver byrjaði nú bara sem grín vegna þess að kosningastjórinn okkar vissi ekki hver ég var og sendi listann upphaflega með nafninu mínu sem Einhver Ágúst, mér fannst það fyndið og finnst það enn góð ástæða til ða taka mig ekki alvarlega persónulega.
En það sem við erum að gera tek ég gríðaralvarlega og vinn í því dag hvern af lífi og sál.
Ég benti aðeins á starf mitt sem hugsanlegann möguleika á að verða að gagni á einhverju sviði. Þarsem ég hef rekið skólamötuneyti í 4 ár með fínasta árangri og hef góða reynslu á að bjóða uppá hollann og góðann met vel nnan kostnaðarramma.
Lífsgildi mín eru mannréttindi öllum til handa og varðveisla auðlinda landsins. Svona í einni setningu.
Kv Ágúst Már
Einhver Ágúst, 26.5.2010 kl. 13:15
Ágúst, ég er stoltur af þér.
Þó ert þú ekki litli frændi minn sem hefur ekkert vit á fótbolta. En er samt stoltur af honum.
Svar þitt er þrungið af því vit sem fékk bjánaprik eins og mig til að staldra við, og hugsa mínar áherslur upp á nýtt.
Ég veit ekki hvað þú fylgist vel með bloggi mínu, en margt gott fólk kíkir við.
Umrenningur, Árni og Arinbjörn, svo dæmi sé tekið.
Um þessa kappa sagði Þjóðólfur konungur að hver um sig væri hundruð manna maki, eða var það þúsund?
Skiptir ekki máli Ágúst.
Mín ósk er kannski of sterk fyrir núið, en þú munt upplifa að hæfni þín og mannkostir munu marga þjóðlega súpuna æta gera.
Hvað vilt þú meir???
Spurningin er aðeins um eftirréttinn, og hann er smekk manna háður, þó góður kokkur hafi þar áhrif.
Það er ekkert að þinni eldamennsku.
Ég myndi mæta í mat, ef landshorn væru ekki á milli.
Mundu það að virðing góðra manna vex ekki á trjám.
Farðu vel með hana.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 13:59
Takk kærlega og fallegur er tekstinn þinn.
Einhver Ágúst, 26.5.2010 kl. 19:31
Mér líst samt ekki á hve mikið fylgi Sjálfstæðisflokkurinn fær enn. Fylgi Besta virðist þurrka út minni framboðinn.. og framsókn sem er ágætt.
En þetta gæti verið verra.
ThoR-E, 27.5.2010 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.