24.5.2010 | 17:01
Lilja hefur eitthvað misskilið hlutverk sitt.
Það er eins og hún hafi haldið að hún væri stuðningsmaður ríkisstjórnar sem hefði það hlutverk að draga úr Kreppunni og kom almenningi á Íslandi lítt sködduðum úr þeim hörmungum sem Nýfrjálshyggjan leiddi yfir landsmenn.
Mér er það með öllu óskiljanlegt að svona vel gerð og greind manneskja skuli hafa haldið að Leppstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins láti sig hlutskipti almennings nokkuð varða. Eða að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi nokkurn áhuga á efnahagsaðgerðum sem hjálpa íslensku efnahagslífi.
Hefur einhver heyrt um að þjóðir sem vinna sig út úr Kreppu af eigin rammleik, að þær selji frá sér auðlindir sínar??? Eða einkavæði almenningsfyrirtæki?????
Tilhvers heldur Lilja að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé eiginlega hérna????
Til að aðstoða landsmenn????
Hvílík bernska hjá einni manneskju.
Kveðja að austan.
Finna þarf fleira en niðurskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú svo og svo er nú það.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 24.5.2010 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.