24.5.2010 | 09:49
Reynt að tala upp markaðinn.
En núna hefur enginn trú á að vel fari.
Fyrir ári síðan tókst að snúa Hrunferlinu við í bili með stórkostlegri innspýtingu ríkisvaldsins. Í kjölfarið fylgdi eftirspurnarbóla eftir bílum og öðrum neysluvörum sem fólk ákvað að festa sér áður en alvörukreppa skylli á.
Hér á Íslandi fundum við jákvæð áhrif, álið hækkaði í verði og það tókst að verja hlutdeild okkar á fiskmörkuðum, ennþá var eftirspurn eftir dýrum vörum.
Í dag er ekki fræðilegur möguleiki fyrir ríkisvald ESB þjóða að dæla pening inn á markaðina. Þessir peningar eru ekki til. Vissulega verður varnarbarátta háð hér og þar, bæði ríkjum og bönkum lánað svo kerfið haldist starfhæft.
En þessir peningar eru ekki til, aðeins verður um pappírspeninga að ræða. Og þetta vita fjárfestar og flýja Evruna eins og pestina sjálfa. Og hinn almenni neytandi mun óttast um sinn hag, hann er ekki lengur öruggur um vinnu sína og framtíð. Sá ótti mun draga úr neyslu og ýta undir að fólk spari eða greiði niður skuldir. Og hinn mikli fjöldi atvinnulausra mun sannarlega draga úr neyslu, og í þann hóp mun falla milljónir ríkisstarfsmanna um alla Evrópu.
Kreppan verður ekki lengur falin.
Sama hvað verður reynt að tala hana upp. Og þetta veit markaðurinn, þess vegna kætist enginn þó einhverjar skammtímahækkanir mælist.
Hér á Íslandi munum verða var við samdrátt í útflutningstekjum, þær munu ekki bera uppi 5-8% hagvöxt eins og mestu bullukollar AGS Leppa tala um. Eins er mjög líklegt að lítið verði úr stórframkvæmdum, bæði vegna samdráttar í eftirspurn, en ekki hvað síst vegna skorts á fjármagni og vegna fjárhagserfiðleika móðurfyrirtækja álfyrirtækjanna. Við megum ekki gleyma að þau eru mynduð utan um skuldsettar yfirtökur.
Í þessu ljósi verðum að skoða þá geðveiki að breyta innlendum skuldabréfum í Evrur eins og Seðlabankinn er á fullu þessa dagana að gera undir handleiðslu AGS. Sjálft fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er í húfi ef illa gengur að afla Evra til að borga.
Þetta getur gengið en menn þurfa að eiga svar við spurningunni, "já, en hvað ekki?".
Og þeir landráðamenn sem ætla að svíkja þjóð sína og borga bretum ólöglegan skatt upp á 507 milljarða hið minnsta, þeir eiga heima á viðeigandi stofnun, sú stofnun er ekki Alþingi Íslendinga.
Við verðum að fara að skilja, að gósentíð þenslunnar er liðinn, og kemur ekki aftur í nánustu framtíð. Þjóðarbúið má ekki eyða meira en það aflar, og það má ekki skuldsetja sig í erlendum gjaldeyri eins og um milljóna þjóð væri.
Menn hafa verið lokaðir inn á Klepp fyrir minni draumóra en þá sem hrjá milljónamikilmennskubrjálæðinga Samfylkingarinnar og VG.
Í raun er þetta stórfyndið ef þeir væru ekki að gambla með líf barna okkar og framtíðar landsins.
Okkar eina von er að þurrka þessa flokka út úr borgarstjórn, þau skilaboð ættu að duga til að flótti kæmi í Leppalið AGS. Dugi það ekki, þá þarf að svæla þá út úr þinghúsinu.
Veit einhver um meindýraeyðir á lausu????
Ég veit um vinnu fyrir hann.
Kveðja að austan.
Blendnar tilfinningar á evrópskum mörkuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 34
- Sl. sólarhring: 629
- Sl. viku: 5618
- Frá upphafi: 1399557
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 4791
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.