23.5.2010 | 20:15
Hví styður Lilja Mósesdóttir Leppstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins????
Í öllum grundvallarmálum hefur "Norræna velferðastjórnin" brugðist kjósendum sínum og almenningi í landinu.
Hið endurreista bankakerfi var fært úr ösku útrásarvíkinga í eld amerískra vogunarsjóða, sem hafa það orðspor á sér að vera mestu níðingar hins feyskna fjármálakerfis sem er langt komið með að gera þjóðir Vesturlanda gjaldþrota. Svipuð hugsun eins og lögregla tæki fórnarlömb nauðgara og færði þá í athvarf sem hópur raðnauðgara ræki.
Heimilum landsins er neitað um aðstoð nema ríkisstjórnin fann 2 milljarða til að hækka barnabætur. Samt fann hún 507 milljarða til að greiða ólöglega kúgun breta, og aðeins staðfesta forseta Íslands hindraði þær hörmungar.
En höfuð glæpur ríkisstjórnarinnar er samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og undirlægjuhátturinn gagnvart öllum hans óráðum.
Fyrir vorkosningarnar 2009 þá skrifað Lilja Mósesdóttir grein á Smuguna þar sem hún tók saman afleiðingar allra þeirra óráða sem sjóðurinn fylgir.
Gefum Lilju orðið:
"Markmið hagstjórnarinnar á að vera að auka efnahagslega velferð og leiðirnar að því markmiði eru aðgerðir sem tryggja fulla atvinnu, hagvöxt og stöðugleika til lengri tíma. Efnahagsstefna AGS og íslenskra stjórnvalda mun ekki tryggja þessi markmið. Við framkvæmd hennar er aðeins tveimur hagstjórnartækjum beitt, þ.e. hátt vaxtastig og gjaldeyrishöft. Bæði þessi hagstjórnartæki miða að því að draga úr útstreymi fjármagns og þar með frekari lækkun á gengi krónunnar.
Hátt vaxtastig og skortur á fjármagni er að sliga bæði fyrirtæki og heimili. Til að þóknast stefnu AGS þarf ríkið auk þess að skera niður útgjöld til að standa undir afborgunum og vaxtagjöldum af lánum frá AGS og vinaþjóðum. Á meðan að heimilin hrópa á hjálp til að takast á við stóraukna skuldabyrði og atvinnuleysi keppast fyrirtæki og ríkisstofnanir við að ná niður kostnaði með því m.a. að segja fólki upp eða banna nýráðningar en það bitnar hvað harðast á ungu fólki. Aukið atvinnuleysi leiðir til vítahrings minnkandi tekna ríkissjóðs á sama tíma og opinber útgjöld aukast. Við þessar aðstæður dregur úr spurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækja. Þörfin fyrir niðurskurð hjá hinu opinbera og fyrirtækjum eykst í kjölfar aukins atvinnuleysis. Atvinnulífið sogast inn í vítahring aðhaldssamrar efnahagsstjórnar sem mun með tímanum draga úr hagvexti og þar með möguleikum þjóðarinnar til að geta staðið undir skuldabyrðinni sem einkavæddu bankarnir lögðu á hana."
Þetta er afleiðing heimskunnar í hnotskurn. Heimska AGS er margprófuð og hefur allstaðar haft sömu afleiðingarnar, hún gerir slæmt ástand verra og hún brýtur niður samfélög með mjög alvarlegum langtímaafleiðingum. Enda er hugmyndaheimur hennar ekki þessa heims, hann er aftur úr forneskju þrælahalds og siðlausrar kúgunar hins sterka á hinum veika.
Þetta veit Lilja, hún kom strax hausið 2008 með rökstudda gagnrýni á óráð sjóðsins, og hefur síðan margítrekað hana.
Samt styður hún Leppstjórn sjóðsins, ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir.
Hvað veldur????
Kveðja að austan.
Segir sig úr ríkisfjármálahópi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 2020
- Frá upphafi: 1412719
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1773
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ert þú hræddur við Lilju Mósesdóttur Ómar?
Mér finnst hún einmitt svo flottur fulltrúi fólksins í landinu? Alltaf að berjast fyrir réttlæti þeirra sviknu! Er það ekki gott? M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.5.2010 kl. 20:54
Nei Anna, af hvernig lestu það úr þessum pistli???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.5.2010 kl. 21:36
Sæll Ómar,
fantagóð færsla hjá þér.
Spurning þín er mjög eðlileg. Svarið sjálfsagt flóknara. Greinilegt er að Lilju er misboðið, hún upplifir sjálfsagt innan ríkisstjórnarmeirihlutans einlægan vilja við að fylgja stefnu AGS. Það stríðir gegn lífsskoðunum, menntun, skynsemi og pólitískri sýn hennar. Þar sem hún deilir ekki þessum fjórum þáttum með núverandi meirihluta er það í raun óskiljanlegt að hún haldi áfram að vinna með þeim. Enda kemur á daginn í dag að hún neitar að halda áfram samvinnu við þau á þessu sviði. Auk þess hefur hún áður ekki stutt þennan meirihluta í öllum málum.
Ég tel að hún sé að reyna til þrautar að láta gott af sér leiða. Hvar Lilja staðsetur sinn stuðning í kvöld er ekki stóra vandamálið. Vandamálið er að þjóðin vill ekki hugsa rökrétt, ef þjóðin styddi hana þá væri hún mjög valdamikil. Þess í stað er staðan sú að Steingrímur verður dauðfeginn ef hún hættir.
Gunnar Skúli Ármannsson, 23.5.2010 kl. 23:37
Ómar og Gunnar. VG verður að losa sig við Árna Þór, Björn Val og Steingrím J. og hætta að vinna samkvæmt skipunum Steingríms og sem eru ekkert nema hótanir Jóhönnu Sig. Þannig blasir það við og orðið ömurlegt hvað þau öll hlíta flokksaga: Við erum á móti og segjum samt JÁ er orðinn þeirra fasti stíll.
Elle_, 24.5.2010 kl. 00:39
Blessaður Gunnar.
To be, not to be, það er sjálfsagt efinn í huga Lilju. Og ég reikna með Ögmundar og fleiri sem óttast að þau litlu áhrif sem þau þó hafa, hverfi ef til dæmis VG hrökklast úr stjórn, og S-in tvö byrja aftur.
En hins vegar skil ég ekki af hverju enginn alvöru stjórnmálamaður skuli gera út á andstöðu þjóðarinnar við ICEsave/AGS, það kraumar svo mikill eldur undir niðri sem hægt er að virkja, en ef ekki þá gýs hann út sem mótmæli, þögul eins og það að ætla að kjósa Bestu skinnin eða hávær eins og í Búsáhaldabyltingunni.
Það er allavega ljóst að það er skortur á sjálfstrausti í íslenskri pólitík, það hættir sér enginn út í óvissu nýrra tíma.
En það athyglisverða í greiningu þinni er að Steingrímur yrði dauðfeginn að losna við hana. Skyldi það sama gilda um almenna VG liða???? Lilja var jú þeirra vonarstjarna, loksins kom manneskja sem ótrauð lamdi hægrihagfræðinga með beittum rökum.
Af hverju er hún hálfvegis útlagi í sínum eigin flokki? Hann er ekki Sjálfstæðisflokkurinn, heldur VinstriGrænn félagshyggjuflokkur.
Er það valdaþráin sem fórnar Lilju???
Þekki ekki svörin þó ég geti mér til um þau. Aðeins VG liðar geta sagt til um hvað gengur á í huga þeirra. En þeir þegja greyin, tala aðeins um vont íhald.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.5.2010 kl. 10:20
Blessuð Elle.
Þess vegna þurrkum við þau út í næstu kosningum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.5.2010 kl. 10:21
Þetta er hryggilegt. Á sama tíma er búið að slæva þjóðina svo mikið að í stað þess að fylkja sér á bak við lausnir, hvort sem þær heita Besti flokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, eða hvað eina sem ekki telst til fjórflokksins, þá er gefist upp á stjórnmálum...það er 100% samkvæmt formúlu AGS. Það er stórsigur fyrir þau öfl sem eru að hrifsa til sín auðlindirnar og landið allt.
VIÐ VERÐUM AÐ HALDA VÖLKU OKKAR ! Við verðum að verja landið okkar.
Haraldur Baldursson, 24.5.2010 kl. 10:52
Og ég reikna með Ögmundar og fleiri sem óttast að þau litlu áhrif sem þau þó hafa, hverfi ef til dæmis VG hrökklast úr stjórn, og S-in tvö byrja aftur.En hins vegar skil ég ekki af hverju enginn alvöru stjórnmálamaður skuli gera út á andstöðu þjóðarinnar við ICEsave/AGS, það kraumar svo mikill eldur undir niðri sem hægt er að virkja, - - -
Já, ég held að nokkrir í VG, eins og Lilja, Jón og Ögmundur, hangi þarna með landsöluliðinu og haldi sig vera að minnka skaðann. Og þau ættu heldur að fara í hart gegn þeim.
Elle_, 24.5.2010 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.