Hafa menn ekkert annað að gera en að bíða eftir honum??

 

Handtökurnar á Kaupþingsmönnunum var lýðskrum sem setti réttarkerfið niður.  

Þjónaði engum tilgangi öðrum en að róa lýðinn.

Og aðeins einn aðili naut góðs af, ríkisstjórn í nauðvörn.

 

Kyrrsetning eigna, reyndar ljósárum á eftir tilefninu, var aftur á móti lykilatriði í málinu.  Og hún hefði átt að ná til allra auðmanna landsins.  Alla sem á einhvern hátt voru taldir hafa hagnast á óeðlilegan hátt á því ástandi sem hér ríkti.

Og í framhaldi átti Alþingi að styrkja lagagrundvöll að bólueignir, sama hvaða nafni þær nefndust og skiptir ekki máli hjá hverjum, yrðu skattlagðar sérstaklega.  Vegna þess að það er óeðlilegt að einhverjir sleppi með ofsagróða frá hinu sjúka kerfi sem var algjörlega án innstæðna en á sama tíma sitji almenningur uppi með tapið.

Það er deginum ljósara að Vesturlönd, þar með talið Ísland, munu ekki ná sér nema kerfið verði núllstillt, og ekki þá bara skuldir, heldur líka eignir.

Eignir í þeirri merkingu að allt sem má rekja til fjármálbrasks verði innkallað, þetta fjármálabrask var ekki sjálfbært og forsendur þess stóðust aldrei.

Það er afbrigðilegur heimur sem gerir bröskurum kleyft að baða sig í gulli en fjármálakerfið, sem skóp auðlegð þeirra, er gjaldþrota.

 

Á neyðartímum er gripið til þeirra aðgerða sem þarf til að bjarga samfélögum manna.

Núllstilling er ein af þeim sem mun bjarga samfélögum okkar.

Ekkert er mikilvægara en það.

Kveðja að austan. 


mbl.is Enn beðið eftir Sigurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ómar. ég hef stundum lesið bloggið þitt og undrast alltaf ofstæki þitt og allkyns upphrópanir. Eva Joly sagði í Silfri Egils að nú væri rannsókn sérstaks saksóknara Ólafs Hauks komin á nýtt stig þar sem ákærur væru komnar fram og menn hefðu verið handteknir og dæmdir í gæsluvarðhald. Eva sagði að nú mundu koma fram nýjir fletir á umræðunni, nú mundu koma fram einstaklingar sem færu að ráðast á saksóknara og hans störf og í framhaldinu á dómstóla og dómara.

Þap er dapurlegt að þú skulir skipa þér í þann flokk sem Eva lýsti en öllum er í fersku minni grein Jakobs Frímanns í Fréttablaðinu þar sem hann krafðist þess að Ólafur Haukur yrði rekinn!

Það var síður en svo að Ólafur Haukur og hans starfslið kallaði fjölmiðlamenn á vettvang til að vera vitni að því þegar Heiðar Már og  Magnús voru færðir til yfirheyrslu, það get ég fullyrt Því miður eru húsakynni Sérstaks saksóknara þannig að ekki er hægt að færa menn inn í þá stofnun nema um aðaldyr og þá leið vakta fjölmiðlamenn.

Ég held að í fyrsta skipti í mörg ár hafi verið orðið til algerlega sjálfstæðar stofnanir sem Ríkisstjórn hefur ekkert yfir að segja, Rannsóknarnefnd Alþingis og Sérstakur saksóknari. Það er mjög alvarlegt sem þú setur fram; að Sérstakur saksóknari sé að vinna verkin þannig að það sé aðeins til að róa lýðinn og þóknast Ríkisstjórninni. Hvorutveggja er bull en í samræmi við þinn máflutning sem oftast eru innantómar upphrópanir án nokkurra raka.

Vona að þessi meðfædda minnimáttarkennd, sem greinilega þjakar þig, rjátlist af þér sem fyrst.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 23.5.2010 kl. 11:35

2 identicon

Núllstilla eignir og skuldir!!! Hef ekki heyrt skondnari brandara í háa herrans tíð. Við sendum sem sagt skeyti til Tortólu biðjum bankastjórann þar vinsamlegast að skrúfa niður inneignirnar á "íslenskum" braskreikningum. Það verður sjálfsagt ekkert mál. Já og síðan verður fjármálabraskið allt saman afskrifað -- og enginn vandi verður auðvitað að skilgreina hvað var brask og hvað var "eðlilegur" gróði.

Ómar, lofaðu okkur endilega að fá meira að heyra  að austan -- dagurinn var bjartur fyrir, en hann varð eiginlega enn bjartari eftir að ég las þinn ágæta pistil.

Stefán (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 15:06

3 Smámynd: Elle_

Geta menn ekki verið ósammála Ómari öðruvísi en ráðast á hann persónulega. 

Elle_, 23.5.2010 kl. 19:04

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð þið öll hér að ofan.

Takk fyrir innlitið Sigurður, alltaf gaman að heyra í þér.

Stefán, létt lund lengir lífið.

Elle, Sigurður má alveg eiga það að vera sjálfum sér samkvæmur, kemur reglulega með athugasemdir sem annaðhvort taka undir, eða gagnrýna, allt eftir því hvernig hann líkar skrifin.

Stefán tilheyrir stórum hópi fólks sem sér engar aðrar lausnir eftir fjármálasukk braskara og gróðapunga, enn þá að láta almenning blæða.  Gömul saga og ný, og óneitanalega sú sem farin er í dag.  

Kannski menn hugsa hlutina upp á nýtt þegar allt logar í ófriði og innbyrðis átökum.  Þá sjá menn kannski að braskarar eru ekki guðir.

En hins vegar nenni ég ekki fyrir mitt líf að fara að rífast við andmælendur mína, dagurinn í dag er góður dagur.  Í dag er ekki nema vika þar til kjósendur aflífa fjórflokkinn.  

Og síðan kemur sumarið, hvað er hægt að hafa það betra??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.5.2010 kl. 20:28

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólafur Haukur er allra góðra gjalda verður, eins og Eva Joly.

Hins vegar leyfi ég mér að efast um að Íslenska dómskerfið og lögreglu-yfirvöld fái réttar-viðurkenningu hins siðmenntaða heims?

Hvað heldur þú um það Ómar? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.5.2010 kl. 20:48

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit ekki Anna, hef ekki hugsað út í það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.5.2010 kl. 21:37

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Núllstilling er óhjákvæmileg. Hvorki íslenskt hagkerfi né önnur verða keyrð áfram með þeim ógnarskuldum sem verið er að neyða á almenning. Spurningin er bara hvort það verði gert í sátt, samlyndi og samvinnu þjóða eða með alsherjarhruni vestræns hagkerfis.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 24.5.2010 kl. 13:50

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Ég vildi nú ekki eyðileggja brandarann fyrir Stefán með því að ræða við hann á alvarlegu  nótunum.  Hef svo sem fjallað um mínar skoðanir á kreppunni í nokkrum pistlum síðustu daga, þar á meðal í morgun minnir mig.  

En Sólon, Forngrikki  og mikill hugsuður orðaði sömu hluti næstum því orðrétt, alveg eins og þú.  Og mönnum bar gæfa til að hlusta á hann.  Það er ekki þannig að eitthvað sé nýtt undir sólinni.  Það sem kannski er nýtt er ólæsi ungs menntafólks sem heldur að glósur þess sem það lærði fyrir próf, hafi verið upphaf og endir allra þekkingar.  

Vissulega örugglega góð fagleg þekking, en ekki víðtæk um gangverk samfélagsins og þau öfl sem móta þau.  Ef svo hefði verið, þá hefði siðleysi Nýfrjálshyggjunnar aldrei náð þessu flugi, og við aldrei byggt velmegun okkar á svona grímulausu arðráni eins og framferði alþjóðlegra stórfyrirtækja er í þriðja heiminum, þar sem samnefnari hins lægst er talinn of hár.  

Fólk með lágmarks sögulega þekkingu hefði til dæmis rifjað upp orð sem féllumá þriðja áratug síðustu aldar í Bretland, þar sem verklýðshreyfingin náði fram umbætur á almannatryggingum eftir harðvítug verkföll.  Þá átti einhver siðblindinginn ekki nógu mörg orð yfir þeim kommúnsima sem væri að koma yfir breskt þjóðfélag, að skattleggja eignafólk til  að borga fólki kaup fyrir að nenna ekki að vinna.  Slíkar gagnrýnisraddir voru þaggaðar niðri á fundi íhaldsflokksins með þeim orðum að hvort vildi hann breskan kommúnisma, eða þann sovéska.  Þar væri ekki til eignafólk lengur, það væri annað hvort gistandi fjöldagrafir eða væri landflótta.  

Ég vona að það þurfi ekki að endurtaka þá meðhöndlun á eignafólki áður en það áttar sig á því að það er ekkert að því að eiga, svo lengi sem allir eru á sama báti.  Og allir fái hlutdeild í aflanum, og enginn haldi að hann komist upp með að ræna aðra um þeirra hlut, og láta síðan skuldirnar á útgerðinni falla á þá rændu.  

En blessuð börnin skilja þetta ekki, þau halda að byltingar séu eitthvað sem er bara í sjónvarpinu.  

Og þau eiga eftir að reka sig illilega á.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.5.2010 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 2023
  • Frá upphafi: 1412722

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1776
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband