22.5.2010 | 14:45
Er Yngvi að þroskast???
Sér hann þær hörmungar sem stefna hans og flokks hans hefur leitt yfir þjóð okkar????
Vill hann að þjóðin fái tækifæri til að lifa í landinu???
Iðrast hann?????
Veit ekki en allir eiga skilið annað tækifæri.
En byrjun þess er að játa mistök sín og stuðla síðan betri framtíð.
Besti flokkurinn er andsvar fólksins við gjörspilltri valdastétt.
Gefum Besta flokknum tækifæri og hjálpum honum svo öll við að byggja upp betri borg og betra land.
Jafnvel Bestasta land í heimi þar sem auðmenn og fjárbraskarar borga sínar skuldir en ekki almenningur fyrir þá. Gangi það eftir þá slær litla Ísland tóninn fyrir heiminn hvernig hann eigi að komast út úr þessari fjármálakreppu án þess að líf alls almennings sé lagt í rúst.
Gefum okkur þetta tækifæri.
Það er líf eftir fjármálahrun.
Kveðja að austan.
Ingvi Hrafn á bandi Jóns Gnarr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 18
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 2037
- Frá upphafi: 1412736
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 1790
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta verða sögulegar kosningar. Það er næstum því þess virði að bankarnir hrundu svo þessi jákvæða breyting yrði.
Óskar Arnórsson, 22.5.2010 kl. 15:32
Ómar og Óskar. Ég vil engan skrípaflokk, kýs H flokk Ólafs læknis.
Elle_, 22.5.2010 kl. 22:24
Já, af hverju ekki Elle?
Nú, eða Frjálslynda flokkinn.
Árni Gunnarsson, 22.5.2010 kl. 22:40
Já, akkúrat, Árni. Hef gert upp hug minn. Kýs Ólaf F. Magnússon. Held hann sé fyrir almúgann og heiðarlegur.
Elle_, 22.5.2010 kl. 22:58
Blessuð þið öll hér að ofan.
Elle, síðuhöndlari sá ljósið og áttar sig núna á dýptinni í þeim Bestu. Tel mig hafa dottið niður á kjarna þess af hverju vel mun ganga,
Magmaránið kveikti á minni peru og núna skora ég á alla að fylkja sig utan um Bestu, því eins og Hemmi Gunn segir, þá erum við öll Best.
Þetta er alltof gott tækifæri til að jarða fjórflokkinn til að það megi klúðrast.
Restin er svo undir okkur komin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.5.2010 kl. 08:46
Sammála þér Ómar.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 24.5.2010 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.