Gnarinn bakar fjórflokkinn.

 

Hann sagði að tími Riddara heimskunnar væri liðinn.

Að heilbrigð skynsemi yrði við stjórnvölin næstu 4 árin.  

Gnarrinn ætla ekki að selja framtíð þessa lands í þrældóm, hann ætlar að gera það sem gera þarf til að hjálpa heimilum í neyð.  

Hann vísar til ömmu sinnar sem var alinn upp við þá heimspeki að þegar bátar sukku og mæður urðu án fyrirvinnu, að þá mættu þeir sem eftir lifðu með hluta af afla sínum svo öll börn kæmust á legg.

Ömmur okkar tóku ekki upp tólið eins og Samfylkingin og VinstriGrænir og hringdu í þrælasala Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að sela ekkjur og munaðarleysingja í skuldaþrældóm.

 

Þetta veit Gnarrinn, en sú vitneskja er blaðamanni Mbl.is með öllu hulinn.  Hann telur sig mann að meiri að reyna að finna höggstað á ömmuspekinni og vitnar í snillinga Hrunsins, þessa sem töldu að tífalt bankakerfi væri sjálfbært.  Eða þessa sem hundsuðu neyðaróp skuldugra meðbræðra sína.

En Gnarrin bakaði fulltrúa hins gamla tíma, talaði um von, trú og framtíð.  

Eitthvað sem auðleppar skilja ekki.  

 

Skilja ekki að fólk hjálpast að í neyð, að við séum öll á sama báti, og við eigum öll að lifa af fjármálahrunið, ekki aðeins fjármálamenn og fjármálastofnanir.  

Kannski skilja auðlepparnir þetta ef Gnarrin fær 14 borgarfulltrúa.  Hinir siðblindu ná aldrei nema einum það er ef VG, Samfó og íhaldið leggja allir i púkkið.  

Annars fær Jón Gnarr alla fulltrúa almennings. 

 

Því það er þannig að við eigum öll ömmur sem komu mæðurum og feðrum okkar á legg.  

Þeirra vit er það sem þjóðin þarf í dag.

Tími kjaftaska atvinnustjórnmálmannanna er liðinn.

Tímaglas þeirra rann endanlega út í Magma málinu.

Þjóðin vill þá ekki.

Enginn mun sakna þeirra.

Enginn nema auðmenn og auðmannsleppar fjölmiðlanna.  

 

En það er alltaf nóg pláss í Húsdýragarðinum.

Látum það duga.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Jón Gnarr: „Ég er stoltur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Margblessaður félagi Ómar.

Nú loksinns örlar á von um að fólk sé ekki þau fífl sem pólitíkusar fortíðar töldu sig eiga vísa í kjósendum. Mér sýnist þetta merki um að þjóðin eigi möguleika á að komast af sem þjóð.Til hamingju Íslendingar.

Íslandi allt

Umrenningur, 21.5.2010 kl. 21:26

2 identicon

Mér sýnist það líka. Og þakka fyrir góðan pistil þarna, Ómar.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 21:35

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur.

Það er mér kært að heyra í þér, hef oft hugsað til þín.

Já Gnarrinn, hver hefði trúað svona pistli úr mínum ranni??

En þú veist frá fornu fari förungur góður, að þrátt fyrir alla mína galla sem geta prýtt eina Steingeit með stóran haus, þá gat ég viðurkennt mistök, ef fast var snúið upp á hendur og fætur, og sparkað í rassinn í leiðinni.  Og ég gat jafnvel beðið afsökunar, þó kannski ekki hátt færi.

Magma landráðin kveiktu á peru minni.  

Síðan hef ég litið Besta framboðið réttum augum.

Og blogga eftir því.

Er ekki batnandi börnum best að lifa, það segir Gnarrinn allavega.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 21.5.2010 kl. 22:34

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Hver Grefillinn, takk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.5.2010 kl. 22:35

5 Smámynd: Umrenningur

Takk sömuleiðis.

Ég hef verið latur að skrifa undanfarið en lesið og hugleitt því meir. Einhverstaðar sá ég að menn voru að velta því fyrir sér hvort ég væri hættur á bloggi, jafnvel fluttur frá meistara Davíð. Öðru nær, einfaldlega leti og ómennska og þar að auki þá er oft sagt að það lifi lengst sem mönnum er leiðast.

Ég bind miklar vonir við framtak Besta flokksinns, að þetta verði byrjunin á byltingu þjóðfélagsinns til mennskunnar sem svo mikil þörf er á. Að þjóðin sé loks að upplifa og fá tilfinningu fyrir því sem við gömlu mennirnir höfum svo oft rætt um ásamt mörgum öðrum. Mér finnst að það fjölgi ört þeim sem eru að hugsa á svipuðum nótum og við ásamt Ara Kúld og fleirum, óskhyggja eða finnur þú það sama? 

Kveðja að sunnan

Umrenningur, 21.5.2010 kl. 23:19

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur.

Er því miður svo fjarri hringiðunni, að ég hreinlega veit það ekki.

Fannst fjórflokkurinn vera að styrkja sig í umræðunni, um leið og hann tók öll átakmál af dagskrá, en sinnti þeim að alúð í bakherbergjum í staðinn.

Svo kom Magma eins og hvítur riddari þjóðinni til bjargar, föttuðu ekki að svona geri maður ekki rétt fyrir kosningar.  Og þá nam ég breytingu á blogginu, en það segir samt svo lítið.  

En skoðanakannanirnar segja hins vegar að fólk hafi endanlega fengið nóg.

Hvort það meini það á svo eftir að koma í ljós.  

Ég vona það besta og ætla að gerast hirðbloggari Besta flokksins fram að kosningum, svona óumbeðinn.  

Falli Reykjavík, þá fellur ICEsave, og þar með mínu hlutverki lokið.

Verð hvíldinni feginn, er farinn að spila fótbolta eins og áttræður unglingur.

Æðislegt, fæ að vera með pollunum.

Toppar allt sem hægt er að toppa, fer ekki fram á meira.

Þannig að það er eins gott að Besti flokkurinn vinni.

Það hangir svo margt á spýtunni.

Bið að heilsa suður.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 21.5.2010 kl. 23:42

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já við áttum sömu ömmu og hún kenndi öllum sem voru í samvistum við hana sömu speki. Hvert þjóðfélag er hægt að lesa stjórnsýslu útifrá hvernig þeir meðhöndla gamla, veika, börn og fólk sem á heima á götunni. Og það er alveg sama hvað Ríkisstjórn hefur vaðið í miklum peningum, aldrei leystist málið....

Óskar Arnórsson, 22.5.2010 kl. 00:53

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

...Þetta veit Jón Gnarr og vill laga það. Mér líst vel á að þú gerist talsmaður hans Ómar. Hann verður stoltur að sjá stuðning frá heilsteyptum manni. Það er ekki það sama og að ég sé sammála þér í öllu. Enda er það ekki hægt og skiptir ekki máli.

Óskar Arnórsson, 22.5.2010 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 71
  • Sl. sólarhring: 1008
  • Sl. viku: 5802
  • Frá upphafi: 1398970

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 4923
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband