21.5.2010 | 20:52
Björk bendir á einfalda staðreynd eins og oft áður.
Við hefðum betur hlustað í aðdraganda Hrunsins.
Ætlum við að hlusta núna.
Eða detta beint ofaní í hinn nýgrafna brunn sem Leppar braskara grófu svo þjóðin gæti aftur fallið og tapað öllu sínu????
Hvað þarf Ísland að hrynja oft áður en fólk lýsir frati á Landsölulýð fjórflokkana og kýs aðra valkosti???
Er ekki eitt þjóðargjaldþrot alveg nóg???
Ef svo er þá hlustum við á Björk.
Þó fyrr hefði verið.
Kveðja að austan.
Björk gagnrýnir kaup Magma á HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 1652
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1472
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Undarlegt af Mogganum að gera það að frétt þó hvað þessi kona hefur um Magma að segja, frekar en við hin, Ómar. Höfum við ekki, fjöldi okkar, verið harðlega að gagnrýna sölu HS Orku til Magma??? Og ekki hefur Mogganum þótt það nein mekileg frétt sem við vorum að skrifa. Og svo kemur þessi kona út úr blámanumog gefur út yfirlýsingu og fær hana prentaða sem stórfrétt. Og við bloggum í Moggabloggi. Höfum við ekki líka stórfréttir fram að færa?
Elle_, 21.5.2010 kl. 21:20
Og ekki hefur Mogganum þótt það nein merkileg frétt, ætlaði ég að skrifa. Kannski ætti ég þó ekki að gagnrýna svona hart miðilinn sem hýsir bloggið manns??
Elle_, 21.5.2010 kl. 21:27
Blessuð Elle, daginn sem séra Jón var vígður guði, þá myndaðist gjá sem erfitt hefur gengið að brúa.
Við höfum ekki verið vígð í musteri frægðarinnar, þess vegna er öllum sama hvað við segjum.
Sem betur fer hvað mig varðar, því hvað mig varðar þá hef ég getið látið þeim látum sem mér hefur dottið í hug það og það sinnið.
Það er líka þörf fyrir okkar raddir Elle, ekki gleyma því.
En Moggann má skamma blóðugum skömmum, hef sjálfur gert það þegar þannig hefur staði á. Mogginn er nefnilega lýðræðisfjölmiðill, þolir ágjöf. En er viðkvæmur fyrir annarra hönd. Þess vegna læt ég mig duga að kalla Össur fífl, það er jú staðreynd sem eigi er hægt að deila um.
Og móðgar engan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.5.2010 kl. 22:28
Sem betur fer hvað þig varðar, Ómar??? Verð nú líka að segja að ég verð að vera sammála með Össur. Þó einu sinni hafi ég haldið að hann kæmist nokkurn veginn beinu línuna. Það var sko fyrir langa löngu þegar ég var rosalega vitlaus.
Elle_, 21.5.2010 kl. 23:36
Já, Elle.
Hin hliðin á mér er svo rosalega ábyrg, það hálfa væri nóg.
Kann betur við stríðsmanninn, finnst hann miklu skemmtilegri, þó reyndar það sé umdeilt hjá öðrum.
Hinsvegar varðaði það mig ekki svo mikið, að ég þyrfti að tvítaka það, en garðurinn kallaði á vatn og því var allt á handahlaupum.
Heyrumst, Ómar.
Ómar Geirsson, 21.5.2010 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.