20.5.2010 | 21:06
Varúð, hætta á ferð.
ASÍ hótar verkföllum ef ríkisstjórnin gefst ekki tafarlaust upp í ICEsave og borgar það sem bretar biðja um.
Klíka verkalýðsforingja tengdri ríkisstjórninni hefur ítrekað krafist þess að íslensk stjórnvöld semji við breta, hún vildi fyrsta samninginn sem Svavar kom með heim, þó í honum fælist algjör landráð, eigur ríkisins settar í pant, dómsvald afsalað til breskra dómstóla og ekkert hámark á greiðslum ef hlutirnir æxluðust á verri veg.
Þegar Alþingi reyndi að fá fram leiðréttingar á samningnum, þá kom stöðugur áróður, fluttur af gjörspilltum fjölmiðlamönnum á mála hjá auðkýfingum, um að Alþingi dragi lappirnar og hindraði atvinnuuppbyggingu.
Samt var ljóst að ef illa færi þá yrði íslenska ríkið gjaldþrota. Hvernig skóla og heilsugæslu rekur gjaldþrota ríki, hvernig eru almannatryggingar hjá gjaldþrota ríki????
En klíku verkalýðsforingjanna var alveg sama, enda hálaunamenn, feitir af bitlingum sínum hjá lífeyrissjóðunum. Það yrðu ekki þeir sem svelta, heldur skjólstæðingar velferðarinnar, hjá þeim skipti það öllu máli að bretar fengju sitt.
Sjúkastur var líklegast formaður Rafiðnaðarsambandsins sem ítrekað fór með rangfærslur á opinberum vettvangi, laug upp á þjóðina greiðsluskyldu samkvæmt EES samningnum, og flutti magnþrungnar ræður um harm breskra sparifjáreiganda. Óhjákvæmilegur sultur íslenskra öryrkja og gamalmenna var honum aukaatriði.
Hvernig réttlætti bretaklíkan stuðning sinn við bretaskattinn????
Jú, hann var nauðsynlegur til að hefja atvinnuuppbyggingu, atvinnuuppbyggingu sem átti að samanstanda af virkjana og stóriðjuframkvæmdum, allt út á lánsfé. Bretaskatturinn var við bestu skilyrði 507 milljarðar en að þurfti lítið að breytast í forsendum til að hann færi i yfir 1.000 milljarða samkvæmt útreikningum doktors Jóns Daníelssonar, lektors við London School of Economist.
Nú man ég ennþá þegar Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra mætti í Kastljós og varði framkvæmdirnar við Kárahnjúka, og sagði, að hagnaður af virkjuninni yrði 2-5milljarðar á, ekki ári, heldur 10 árum. Þekkt nýtanleg orka leyfir 2-3 Kárahnjúkavirkjanir, það tæki sem sagt ríkissjóð nokkur hundruð ár að fá upp í bretaskattinn ef nettóhagnaður af virkjunum yrði látinn greiða hann.
En auðvitað er virðisauki af framkvæmdum og rekstri stóriðju, þó menn greini á um hann. En velmegun þjóða felst í að nýta slíkan virðisauka til að bæta lífskjör og styrkja velferðarkerfið, ekki til að greiða öðrum þjóðum skatt. Með öðrum orðum þá var verkalýðshreyfingin að biðja um stórskert lífskjör næstu áratugina.
Hvar skyldi verkalýðshreyfinga annars staðar í heimunum berjast fyrir skertum lífskjörum til að geta greitt óvinveittri þjóð ólöglegan skatt. Kannski í Norður Kóreu ef honum Kim dytti það í hug, en varla þó.
Og spáum betur í hvað verkalýðshreyfingin vildi gera ef skatturinn yrði samþykktur. Hún vildi láta hálfgjaldþrota orkufyrirtæki taka um 200-300 milljarða að láni svo þau gætu reist nýjar virkjanir. Mest megins jarðvarmavirkjanir.
Og það er nýtt tímabil aukinnar eldgosavirkni að hefjast. Hvað gerist til dæmis ef gos kemur upp á Reykjanesinu eða Henglinum. Núna hefur gosið út á Eldeyjarsvæðinu og það er á sömu sprungu. Það er engin rök að síðasta gos var níuhundruð og eitthvað, gosið í Eldfelli sýndi að á eldfjallasprungum getur kosið hvar sem er.
Gosið við Kröflu er dæmi um gos sem setti skuldsetta virkjun á hausinn. Og Kröfluvirkjun var þungur baggi til að byrja með. Samt hlutfallslega aðeins brotabrot af þeirri fjárhagslegri áhættu sem núverandi virkjanaframkvæmdir á eldgosasprungunum eru.
Samt ætlar hálfgjaldþrota þjóð að slá lán til að reisa nýjar virkjanir, og hún ætlar sér að borga 2/3 þjóðarframleiðslu í skatt til að geta það.
Sjá menn ekki hvað þetta er sjúkt hugarfar??
Sjá menn ekki áhættuna???
Hvað ætla menn að gera ef illa fer?????
Það er ekki nóg að segja að það fari ekki illa, slíkt var gert þegar skynsamir menn settu spurningarmerki við hið risastóra bankakerfi, þá var sagt að bankar færu aldrei á hausinn.
Höfum við ennþá efni á að hundsa skynsamar aðvaranir að það megi ekki gambla með almannaeigur. Og það er gambl ef menn geta ekki svarað spurningunni, "já, hvað ef???"".
Gerir fólk sé almennt grein fyrir að ef illa fer, þá er útum sjálfstæði þessarar þjóðar, og við verðum þurfalingar í eign landi.
Landflótti og auðn blasa við.
Og vita menn ekki hin dýpri rök bretaklíkunnar í verkalýðshreyfingunni????
Þau eru aðgangsmiðinn að Evrópusambandinu, en þau trúarbrögð hafa svipt menn öllu viti.
Þess vegna segi ég að mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar Gylfi forseti hefur upp raust sína og ákallar stóriðjuguðinn.
Það ákall er ákall um skipbrot þjóðar okkar.
Þess vegna á að þagga niður í manninum.
Það á að senda hann til húsbænda sinna í Bretlandi.
Þar getur hann hirt sína silfurpeninga.
Hér er hann aðeins til óþurftar.
Kveðja að austan.
Íhuga verkföll í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 5
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 1657
- Frá upphafi: 1412771
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1476
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Gylfi er bara til óþurftar burtu með manninn
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 21:20
Þetta verða líklega fleig orð hjá Gylfa, það er nefnilega ekki erfitt að ímynda sér að hann sé einmitt hluti af þessari umræddu stjórnmálastétt. Og ber ég virðingu fyrir mönnum sem játa svona skýlust að þeir hafi brugðist. Það mætti kannski fylgja slíkri játningu afsökun og jafnvel að gefa öðrum pláss sem gætu þá gert betur.
Stefán B. Jónsson, 20.5.2010 kl. 23:07
Ný-þjóðin er greinlega vandamál. Þrælarnir sem hún flutt hér inn á sínu góðærisfyllerý eru meir Íslendingar.
Ég hugsa oft hvað amma og afi eiga gott að þurfa ekki upplifa forheimsku græðginnar sem ríkir hér.
Júlíus Björnsson, 21.5.2010 kl. 02:58
Takk fyrir innlitið félagar.
Júlíus, þetta er sorglegt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.5.2010 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.