20.5.2010 | 08:48
Stjórnmálstéttin út á túni að aka.
Á meðan er rætt í alvöru að skattleggja fársjúkt fólk svo öruggt sé að það sé hægt að rýja það inn að skinni á áður en kallið mikla kemur.
Og á meðan er geðdeildum lokað. Mjög súrrealískt að stjórnmálastéttin skuli koma öllu hér á kalda klaka en neita síðan að horfast í augun á afleiðingum þess. Líklegast eru engar stofnanir jafn mikilvægar á hamfarakrepputímum eins og geðdeildir og þær sem sinna áfengismeðferð.
Nei, segir stjórnmálastéttin, notum peningana frekar í að efla utanferðir embættis og stjórnmálamanna og sækjum því um aðild að ESB. Flott plott það til að fá að fljúga sem mest á kostnað ríkisins.
Og hvað eru 8 milljarðar á milli vina, annað en þjáningar fólks og nokkur mannslíf.
Vegna þess að það kostar mannslíf að skera niður þessar grunnstoðir kreppuhjálpar sem minnst var á hér að framan.
En það góða í þessu er eitt, íslensku stjórnmálastéttinni tókst að afhjúpa sjálfa sig sem algjör fífl í augum Evrópusambandsins, og það er vel.
Því þetta eru fífl sem eru engan veginn starfi sínu vaxinn.
Það er leiðinlegt að þurfa að segja þetta, en þannig er það.
Og það þýðir ekki bara að skella skuldinni á Samfylkinguna, hún er 30% flokkur og 30% fólk hefur aldrei nokkurt vald, nema að aðrir séu svo miklar lufsur að afhenda þeim það.
Samábyrgðin er því stjórnmálastéttarinnar sem lætur vitleysuna viðgangast.
Gleymum því ekki og þurrkum hana út í næstu kosningum.
Hún er búinn með kvóta mistakanna.
Það þarf venjulegt jarðbundið fólk til að stýra landinu.
Kveðja að austan.
ESB efast um umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 504
- Sl. sólarhring: 679
- Sl. viku: 6235
- Frá upphafi: 1399403
Annað
- Innlit í dag: 426
- Innlit sl. viku: 5281
- Gestir í dag: 391
- IP-tölur í dag: 385
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samfylkingin er búin að margítreka að ESB aðild sé megin efnahagsstefna þeirra og lykil atriði varðandi uppbyggingu eftir kreppu, hún mun keyra á þessari stefnu þótt að það kosti samfélagslegt hrun og fjölda fallina einstaklinga vegna atvinnuleysis, áfengissýki og vonleysis þar sem fylkingin dregur jafnt og þétt úr þeim samfélagslegu tólum sem hjálpa þessu fólki í gegnum erfiðleika.
Hægt væri að spara miljarða með því að draga ESB umsóknina til baka og viðurkenna að innganga er ekki á dagskrá hjá þjóðinni sem stendur, þessum peningum væri margfalt betur varið í að hjálpa þeim sem orðið hafa vonleysinu að bráð.
Þessi hugsun Samfylkingarinnar er álíka gáfuleg og að láta hús brenna meðan beðið er eftir því að smíði nýja brunabílsins sé lokið.
Kveðja frá Reykjanesi
Eggert Sigurbergsson, 20.5.2010 kl. 09:47
Mikið er ég sammála ykkur, og það sorglega í þessu er allur þessi lygaleikur hjá Samfylkingunni.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.5.2010 kl. 10:08
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
En við megum ekki gleyma því að hún situr á valdastólum í umboði annarra flokka. Stefna hennar í lykilmálum er minnihlutastefna, þar með eru aðrir ábyrgir líka.
Það er löngu orðið tímabært að láta sverfa til stáls við valdaræningjana og þá aftur heiðarlegt fólk við stjórnvölin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.5.2010 kl. 10:39
Geðsjúkir fá ekki nægjanlega hjálp, á meðan vitfirrtri ESB umsókn er haldið til streitu. Ætli það sé samhengi þarna á milli?
Guðmundur Ásgeirsson, 20.5.2010 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.