20.5.2010 | 07:00
VinstriGrænir geta ekki vikist undan ábyrgð á landsölunni.
Þeir eru ríkisstjórn og ríkisstjórn Íslands stjórnar landinu. Eða réttara sagt ríkisstjórnir Íslands stjórnuðu landinu allt þar til ríkisstjórn Geirs Harde ákvað að láta bankana um það.
Og núverandi ríkisstjórn leggur metnað sinn í að lúta Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í einu og öllu.
Formlega fara VG og Samfó með öll völd og allt sem miður fer í þessu þjóðfélagi er á þeirra ábyrgð.
Vissulega var þessi sala til Magma á forsendum lagabreytinga sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir. Og vissulega eru öfl innan Sjálfstæðisflokksins sem eru ánægð með landsöluna. Hún hefur jú verið á stefnuskrá Nýfrjálshyggjudeildar flokksins í um 10 ár.
En Sjálfstæðisflokkurinn er í útlegð, lamaður og laskaður. Hann er ekki lengur í þeirri stöðu að geta selt landið auðræningjum og einkavinum.
Þess vegna er það svo aumt að hlusta á VG liða sí og æ skella skuldina á íhaldið og væla svo ámátlega, "við getum ekkert gert, við getum ekkert gert".
Og flokkur sem er við völd, en getur ekkert gert, hann er einskis nýtur, verri en úldið hræ.
Þess vegna er atkvæði til VG í næstu sveitarstjórnarkosningum, atkvæði til einkavina og auðræningja, því þeir ráða öllu á meðan geðleysingjarnir í núverandi forystu VG hugsa um það eitt að halda í valdastóla sína og væla, "við getum ekkert gert".
Gefum þeim langþráða lausn frá vælinu.
Gefum þeim rauða spjaldið og sendum þá alla í sturtu.
Og auðvita alla hina landsöluflokkana.
Kveðja að austan.
Ætla að skoða betur söluna á HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Me like how people go all Socalist after a big drop :D It gives me thrills of laugh and fun
hfinity (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.