19.5.2010 | 22:46
Sjúkleiki félagshyggjunnar er algjör.
Þetta vesalings fólk sem leiðir stjórnarflokkanna hefur fyrir löngu fyrirgert rétti sínum að koma nálægt nokkrum mannaforráðum, hvað þá að stýra þessu landi.
Þeim rétti tapaði það þegar þau settu tappa upp í eyrun og fóru eftir ráðum snillinga Hrunsins um að endurreisa nýtt bankakerfi á grunni hins gamla með sömu siðspillingunni og sama hugarfarinu. Og snillinganna ráð var að endurreisa Ísland og íslenskt bankakerfi á blóðfórnum almennings sem sat í skuldasúpu vegna vanhæfni stjórnvalda og siðblindu auðræningja sem fóru eins og engisprettur yfir efnahagslífið og sugu úr því allar eigur, en skyldu skuldir sínar eftir.
Ráðamenn sem heyra ekki kvalaóp almennings eru illir ráðamenn. Hvort sem það er með vilja eða vegna fávisku.
En sá sem einu sinni hefur rofið lögmál guðs og manna um að liðsinna fólki i neyð, hans bíður ekkert annað en botnlaust hyldýpið. Hyldýpi óhæfuverka og illra gjörða.
Afhending auðlinda landsmanna í hendur útlendra braskara er dæmi um óhæfuverk gagnvart framtíð barna okkar. Óhæfuverk sem stjórnarþingmaðurinn doktor Lilja Mósesdóttir hefur margvarað við, einmitt með þessum orðum, "framtíð barna okkar vegna".
En aldrei grunaði mig að botninum yrði svona fljótt náð. Undir yfirskini helgislepjunnar er þetta haft eftir formanni efnahags og viðskiptanefndar; "Þau sjónarmið hafa líka komið fram að ekki megi búa svo um hnútana að verið sé að hvetja til tvöfalds kerfis". Eins og einhver geri það sér að leik að fá alvarleg veikindi, jafnvel lífshættuleg. Eða þá að lenda í slysi sem gerir hann óvinnufæran.
Ég er með sjúkdómatryggingu og veit að skilmálarnir eru strangir, enda forsendur kerfisins að aðeins brotabrot fái útgreidda tryggingu. Það er ekki nóg að vera veikur, þú þarft að vera alvarlega veikur. Þetta kallar formaðurinn að hvetja til tvöfalds kerfis.
Formenn alvarlega sjúkdómafélaga segjast ekki trúa "að hið opinbera ætli sér ekki að sækja fjármagn til þeirra sem lenda í alvarlegum heilsufarsvanda".
Enda rétt trú ef glímt er við menn. En þegar átt er við fólk sem neitar heimilum landsins um aðra aðstoð en þá að mýkja gjaldþrot þeirra, gjaldþrot sem stafa af afglöpum til dæmis þingmanna Samfylkingarinnar, þá er glímt við fólk sem hefur sagt skilið við alla mennsku, hefur rofið tengsl við siðaða framkomu.
Þess vegna má búast við hinum versta. Það er ekkert í siðgæði þessa vesalinga sem fær þá til að staldra við. Aðeins óttinn við að missa valdastólana getur fengið þá til að hætta við þennan fullkomna sjúkleika.
Þess vegna mótmælum við öll.
Og við mótmælum ekki aðeins við hina siðblindu valdasjúklinga, við mótmælum líka öllum þeim sem styðja þá, því þeir eru samsekir í glæp, glæp gegn sjálfri mennskunni.
Fleyg orð voru sögð af öðru tilefni, en segja allt sem segja þarf um þessar skattlagningar hugmyndir á fársjúku fólki.
"Svona gerir maður ekki".
Meira þarf ekki að segja um þessar hugmyndir.
Kveðja að austan.
Gera kröfu um skatt af sjúkdómatryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 13
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 1237
- Frá upphafi: 1412791
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1087
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ótrúlegt
Hefði ekki verið nær hjá þá Vanhæfnissjóði Ríkisins að að segja allar tryggingar sem eistaklingur kaupir séu frádráttarbærar frá skatti.
Þetta er ekki happdrætti
Það vill enginn vinna það að vera veikur.
Orðlaus.....
Æsir (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 23:09
Já, Æsir, ég er reyndar ekki orðlaus. En orðin sem ég vel þeim stafa af mikilli reiði.
Það næsta sem ég hef komist til að finna fyrir heilagri reiði.
Vona að ég hafi náð að tjá hana.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.5.2010 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.