19.5.2010 | 09:01
Er verið að blekkja???
Hvernig lækkar erlend skuldastaða þjóðarbúsins um 3,5% af landsframleiðslu við þann gjörning að kaupa íslenskar krónur og greiða fyrir með skuldabréfum í Evrum????
Hvaða skollaleikur er á ferðinni???
Svar óskast.
Kveðja að austan.
Ríkið kaupir skuldabréf í Lúx | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:30 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 447
- Frá upphafi: 1412809
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 386
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kanski vegna þess að verið er að fá 300 krónur fyrir hverja evru;)
Enn og aftur notar ríkið aflandsgengi við viðskipti.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 09:11
Sammála Ómar, þetta þarfnast nánari skýringa - eru tryggingar á bak við þessi krónubréf einhvers virði eða er bara verið að henda fleiri miljónum út í buskann.........
Eyþór Örn Óskarsson, 19.5.2010 kl. 09:17
Skýringin er einföld. Það er verið að kaupa skuldabréf að markaðsvirði 120 milljarða. Það er borgað fyrir þau með 402M EUR. 402M EUR x 161 = 64,7 milljarðar. Þarfnast þetta frekari skýringa? Seðlabankinn er að nýta sér gjaldeyrishöftin til að semja um afslátt af ríkisskuldabréfum sem eru föst erlendis og hvergi geta hreyft sig. Þetta er eingöngu gott mál fyrir ríkið!!
Nonni (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 09:23
Takk fyrir innlitið félagar.
Stefán, ef allt er solid pappírar þá er þetta góður díll miðað við þær forsendur sem unnið er eftir.
En er verið að koma verðlausum pappírum í umferð???
Með spurningu minni er ég að reyna að fá fram þá umræðu um hvað liggur þarna að baki. Og af hverju liggja ekki allar upplýsingar á borðinu. Ég tel að lærdómur Hrunsins sé sá að þegar á að skuldsetja ríkissjóð í erlendum gjaldeyri fyrir tugi eða hundruð milljarða, þá eigi almenningur að fá að vita af hverju og hvað forsendur liggja að baki.
Það var of oft logið i okkur i den, til að nokkurt traust sé til staðar lengur hjá mér allavega, og hygg að svo sé um fleiri. Minna má þau vinnubrögð ríkisstjórnarinnar að ljúga ICEsave skuldinni niður fyrir 100 milljarða þegar ljóst var að vextir myndu vera um 250 milljarðar, þó allt annað innheimtist.
Sporin hræða, og þess vegna spyr ég.
Ef mér líkaði ekki gjörningurinn, þá myndi ég sleppa spurningunni. En í dag hef ég engar forsendur til að meta af eða á, og það erum við skattgreiðendur sem borgum, ekki Már Guðmundsson.
Gegnsæi er forsenda nýrra tíma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.5.2010 kl. 09:37
Á meðan að svona margar krónur eru í eigu erlendra aðila, þá er þrýstingur á lækkun krónunnar. Það er verið að reyna að fá sem flestar krónur til landsins til að minna þrýsting á krónuna.
Hér getur þú lesið betur um hvaða skuldabréf um ræðir eða eigum við að segja ástarbréf, þetta eru íslensk ríkisskuldabréf;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 10:08
Takk fyrir þessar upplýsingar Stefán, fróðlegt að lesa. Eftir stendur hvers eðlis þessi þriðjungur er.
Eins stendur eftir sú spurning, hvort er betra að láta krónuna lækka núna, eða seinna. Skuldabréfið þarf að borga. Og hvaða réttlæting er að evruvæða íslensk skuldabréf?
Og þá komum við að fyrirvörum um þær forsendur sem Seðlabankinn vinnur eftir, er hægt að leysa málið á annan veg.
Það hafa komið fram tvær megin tillögur um að aflétta þessum þrýsting á krónuna án þess að ríkið breyti skuldabréfum sínum í erlendan gjaldmiðil.
Sú fyrri er tillaga Lilju Mósesdóttir sem er útærsla á leiðum sem til dæmis voru farnar í Chile og Malasíu, að skattleggja útstreymi til að minnka þrýsting á gjaldmiðilinn.
Hin leiðin er að láta þetta bara allt gossa út og menn eins og Gunnar Tómasson hagfræðingur hafa bent á að á meðan er hægt að afnema vísitölutengingu við lán, hvort sem það er tímabundin frysting eða hreinlega afnema þær.
Kjarni málsins er sá að það er ekkert sjálfgefið í þessum gjörningi og engin rökræn umræða hefur farið fram um málið. Aðeins hið hefðbundna er talið koma til greina, en gallinn er sá að hið hefðbundna er gjaldþrota. Bæði hér og í Evrópu og Bandaríkjunum.
En miðað við gefnar forsendur, þá virðist þetta vera jákvætt, en það á bara eftir að upplýsa um það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.5.2010 kl. 10:22
Fylgir ekki fréttinni, hversu margar stefnur það fylgja með bréfunum. Bara frá Spáni um 800 einstaklingar. Vita íslendingar yfirhöfuð ekkert hvað þeir eru?
j.a. (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 10:24
Veit ekki j.a.
Þú mátt kannski útskýra mál þitt betur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.5.2010 kl. 11:19
Pappírsspilavítið heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Haldið áfram, ekkert að sjá hérna...
Guðmundur Ásgeirsson, 20.5.2010 kl. 04:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.