19.5.2010 | 08:27
Þegar þörfin er brýnust, þá er lokað.
Á því er mjög einföld skýring. Eina kosningaloforðið sem Samfylkingin hefur staðið við er umsóknin að Evrópusambandinu. Og sú umsókn kostar stórfé.
Þú notar ekki sama peninginn tvisvar og því þarf að taka þennan pening frá þeim sem mega missa hann, sjúkum og öldruðum og öðrum þeim hópum sem mega missa sín, nema náttúrulega á kjördag, þá vill félagshyggjan atkvæði þeirra.
Grátlegast við þetta er að mætir menn eins og Björg Thorarensen benti á strax eftir Hrunið 2008 að umsókn væri ekki tímabær, það yrði fyrst að vinna málið hér heima. Taka til í stjórnsýslunni, lagfæra það sem miður fór, og skapa síðan sátt um umsóknarferlið.
Kallast að vinna heimavinnuna sína.
En á skynsemi var ekki hlustað, mest vegna þess að skynsamt fólk er í útrýmingarhættu í forystusveit Samfylkingarinnar. Þar hafa lýðskrumarar og populistar yfirtekið allflest valdasæti.
Þessu fólki er alveg sama um þjáningar landsmanna, finnst þær fínar því þá er atkvæðavon því úlfurinn er í sauðagæru. Það segist vera að skapa framtíð fyrir landið með því að sækja um aðild að ríkjabandalagi, sem er við það að liðast í sundur. Skiptir það engu máli að ekki minnsta von er um samþykkt þjóðarinnar á meðan þetta sama ríkjabandalag þverbrýtur sín eigin lög og reglur með því að aðstoða breta og Hollendinga í grímulausri árás þeirra á íslenska þjóð.
Þjóðin er ekki ennþá svo aum að skríða til Brussel eins og Össur og Jóhanna, til að kyssa skófatnað kvalara sína. Jafnvel loforð um gull og græna skóga mun þar engu breyta. Samfylkingin laug því fyrir síðustu kosningar að hún ætlaði að slá skjaldborg um heimilin, og meinti þá skuldafangelsi, og síðan trúir henni ekki nokkur ærlegur maður.
Og ærlegt fólk er í meirihluta á Íslandi.
Aðild að ESB verður því aldrei samþykkt.
En skrípaleikurinn, sem kallast umsóknarferli, kostar stórfé. Stórfé sem fer í vasa embættismanna og flokksgæðinga Samfylkingarinnar sem kallast stjórnmálafræðingar. Þetta er liðið sem fitnar eins og púkinn á fjósabitanum.
Og á meðan þarf að spara þar sem síst skyldi.
Það er sjúkt þjóðfélag sem sættir sig við svona forgangsröðun.
Þessi hörmung er í okkar boði, Samfylkingin situr í okkar umboði.
Munum það í næstu kosningum eftir hálfan mánuð.
Sendum þá skilaboð um að við líðum ekki svona níðingsskap.
Það á ekki að höggva þar síst skyldi.
Kveðja að austan.
Geðdeild lokað í sparnaðarskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.