Landsalan staðfest.

 

En reynt að blekkja lýðinn svo ríkisstjórnarflokkarnir þurrkist ekki út í næstu kosningum.  

Það skiptir engu máli í þessu samhengi að  nýtingarrétturinn verði styttur i 40-45 ár.  Eða þessi áform græðgiauðvaldsins ganga eftir þá verður það búið að innlima landið og auðlindir þess eftir nokkur ár. 

Það er yfirlýst stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að skuldsetja landið það mikið að landsmenn þurfa að láta orkuauðlindir sínar af hendi til erlends auðvalds.  Eins og í tilviki Magma, þá munu menn yfirtaka skuldir og borga nokkrar krónur fyrir réttinn.  

Þá er ein af forsendum byggðar í þessu ísaköldu landi brostin.  Við þurfum mikið rafmagn til að kynda hýbýli okkar og stofnanir, og er það er orðið að féþúfu, þá verður ekki vært hérna eftir nokkur ár.  

Málið er ekki að orkan eigi að kosta það sama og í löndum Vestur Evrópu, málið er að orkan er sameiginleg auðlind og á að tryggja okkur aðgang að ódýrri orku svo hægt sé að byggja hér upp nútímasamfélag á svona norðlægum slóðum.

Menn geta ímyndað sér hvað hefði gerst ef Einari Ben hefði tekist að selja fossa okkar og jarðhita, hvernig væri hér umhorfs í dag???  Hvernig hefði til dæmis uppbyggingin í Reykjavík orðið ef hitinn hefði ekki verið svona ódýr.  Áður fyrr á árum var fólk oft svangt, en þar sem var hitaveita, þá var kuldinn ekki böl.

Fólk verður að sjá samhengi hlutanna, lífsgæði okkar eru góð, en þau eru ekki sjálfgefin.  Ódýr hiti, ódýrt rafmagn leika þar lykilhlutverki.

 

Og þó ríkisstjórn Íslands gefur það út að fleiri fyrirtæki komi ekki á eftir, þá er það jafn marktækt og loforð hennar um skjaldborg heimilanna, sem breyttist í skjaldborg auðmanna.  

Það er engin afsökun að vitna í gjörir fyrri ríkisstjórna, það er liðið sem er liðið, en það er hægt að breyta hlutum á þann hátt að við verðum aldrei rænd aftur.

Núverandi ríkisstjórn treystir sér ekki til þess, enda undir húsbóndavaldi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

 

Núna er tími til kominn að við rekum Leppana frá völdum og vísum Óbermunum úr landi.  Það er ein stór lygi að þeir hafi aðstoðað okkur á nokkurn hátt.  Við höfum aldrei þurft lánin frá þeim, núverandi stöðugleiki er öflugum útflutningi að þakka.  Sá útflutningur væri ennþá öflugri ef Óbermin hefðu ekki komið með sín heimskuleg efnahagsráð, sem hafa stórskaðað efnahagslífið.

Og lánastefna sjóðsins mun slátra efnahaglegu sjálfstæði þjóðarinnar og til að geta greitt þau lán til baka þá munum við þurfa að loka velferðarkerfi okkar.  Engin þjóð borgar 60% af þjóðartekjum sínum í vexti og afborganir og heldur um leið uppi samkeppnishæfri almannaþjónustu.  

 

Þetta er jafn augljóst og að engin þjóð stendur undir tíföldu bankakerfi.  Samt var því logið í okkur að slíkt væri í góðu lagi, en allir vita hvernig fór.  

Látum ekki sömu menn ljúga aftur í okkur.

Þetta eru sömu mennirnir og segja núna að ofurskuldsett þjóð geti lifað mannsæmandi lífi.  Sömu mennirnir og ríkisstjórn Íslands þorir ekki að hjóla í.

En þjóðin þorir að hjóla í vitleysingana.  Þjóðin lætur ekki ræna sig aftur.

Það er komið nóg.

Þess vegna þurrkum við ríkisstjórnarflokkana út í næstu kosningum.

Kveðja að austan. 

 

 

 

 


mbl.is Vilja viðræður við Magma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Landsala er það, Ómar.  Og ég get ekki skilið að nokkur mennskur maður skuli verja það sem er óverjanlegt.  Já og nú kemur hin lágkúrulega AGS-, EU- og Icesave- ´velferðarstjórn´ og ætlast til að við höldum að þeim finnist salan miður.  Kunna þau kannski annan skárri?

Elle_, 18.5.2010 kl. 14:51

2 identicon

Besta leiðin til að forðast lýðskrumarana og vasaþjófana hjá ríkinu er að koma sér í burtu (ef þess er nokkur kostur).

Það að vera er að segja: "ég er alveg til í að láta ræna mig"

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 16:29

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi samningur er minnisverð tímamót á Íslandi. Sagan mun taka þessa niðurlægingu til meðferðar og gera henni skil með þeirri niðurstöðu sem henni hæfir.

Það er mér svo sem ekki mikil raunabót að vita það en betra en ekki finnst mér þó að nú er hægt að geyma andlitssvip fólks og heyra raddir þess þegar rifjuð verða upp verk þeirra og afleiðingar fyrir íslenskt samfélag. 

Árni Gunnarsson, 18.5.2010 kl. 17:03

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Þetta er óneitanlega mál málanna í dag.  Það er athyglisvert að sjá áhrif almennings, bæði hafa Samfófmenn á Reykjanesi og eins núna ríkisstjórnin reynt að milda reiðöldurnar.  Yfirleitt hefur nú aldrei verið hlustað á fólk. 

Og íhaldið hefur eins sýnt að það er ennþá úlfur í sauðargæru, stór hluti flokksmanna þess hafa ekkert lært af Hruninu.  

Nú er það spurning hvort almenningur hafi lært, og sé tilbúinn að segja hingað og ekki lengra.

Og Árni, já það er munur að hafa beinan aðgang að orðum landsölufólks.  Ég var að klára pistil þar sem ég bar saman þekkingu Lilju og orðagjálfur Ragnheiðar Elínar.

Í því kristallast af hverju það fór eins og það fór.  Fólk hundsar staðreyndir og talar í möndrum, einkavæðing góð, erlend fjárfesting góð.  Sama hvað það rekur sig oft á klúðrið, það gengur alltaf betur næst.

En vonandi dæmum við, ekki sagan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.5.2010 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 258
  • Sl. sólarhring: 692
  • Sl. viku: 5842
  • Frá upphafi: 1399781

Annað

  • Innlit í dag: 227
  • Innlit sl. viku: 4991
  • Gestir í dag: 223
  • IP-tölur í dag: 223

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband