18.5.2010 | 08:40
Alþjóðlega glæpaklíkan þarf að sæta ábyrgð.
Yfirmenn BP eiga það sammerkt með yfirmönnum allflestra nútíma alþjóðlegra fyrirtækja, siðblindir siðleysingjar.
Ef þú græðir, þá er allt leyfilegt.
Hugsun sem kennd er við Nýfrjálshyggjuna, hvort sem það er með réttu eða röngu.
Í trúarbrögðum hennar er aðeins eitt boðorð, að hámarka hagnað hluthafa, gjörsamlega óháð þeim afleiðingum sem það hefur á samfélög fólks.
Þessi siðvilla var réttlætt með því að þannig ykist heildarhagur mest, og þá vænkaðist hagur allra, líka þeirra fátæku þó ójafnt væri skipt.
Núna, þrjátíu árum síðan eftir að þessi villutrú yfirtók sálarlíf vestrænna viðskiptamanna, hagfræðinga, og lítilla barna sem kenna sig við frjálshyggju (sem hefur margt gott til mála að leggja, en grunnhugsunin er siðvilla), þá hefur hún sjálf kveðið upp dóm yfir árangur sinn.
HRUN.
Hrun blasir við hinum vestræna heimi. Fjárhagslegt og hugmyndafræðilegt hrun.
Aðeins börnin og siðblindingjarnir sjá ekki orsök hörmunganna.
En restin af heimsbyggðinni sér það þó ekki viti menn alveg hvernig á að snúa sig út úr vandanum. Þekkja ekki leiðin aftur að heilbrigðum kapítalisma.
Á meðan sú umræða fer fram, þá er nauðsynlegt að berjast við skrímslið á öllum vígstöðvum.
Fyrsta skrefið er að lögsækja BP í öllum réttarsölum heims, og í alþjóðlegri geimstöðinni líka ef við er komið. Það á að láta alla sækja ábyrgð, líka þá hluthafa sem gera kröfu um hámarksarð án tillits til hvað það kostar.
Það á að gefa út opinberlega yfirlýsingu að núna sé komið nóg.
Að almenningur i heiminum sætti sig ekki lengur við þessi hervirki græðginnar.
Og í framhaldi á að stofna alþjóðlega rannsóknarnefnd, sem styðst við vald saksóknara, og rannsaka önnur stórfyrirtæki og hegðun þeirra. Það á að gera það á grunni sannleiksnefndarinnar, að ef þú segir satt og rétt frá, þá færðu sakauppgjöf, þó ólöglegur hagnaður verði gerður upptækur. En ef ekki þá ert þú í djúpum skít, jafnvel þó þú hafir verið að framfylgja fyrirmælum yfirmanna þinna.
Þessi tæra snilld Mandela mun afhjúpa glæpi og hermdarverk alþjóðavæðingarinnar gegn samfélögum fólks og gegn náttúru jarðar sem er forsenda alls lífs, þar á meðal okkar, mín og þín, og allra annarra.
Það er ekki einkamál örfárra gróðapunga, siðblindra og vitlausa, að tortíma hér öllu lífi.
Það er komið nóg.
Ég vil verða afi.
Hvað með ykkur???
Kveðja að austan.
Starfsmenn BP áttu að bora hraðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Herinn of lengi...??? Já, því miður...
Samt er ekki hægt að kenna vitlausri stjórnmálastefnu um... þ.e. að meirihluti þessa fólks kjósi til hægri eða vinstri... Þetta fólk finnst alltílagi að samfélagið/ríkið pungi út fyrir þetta svokallaða "einka" sjúkrahús...
En einka, eitthvað, er ekki einka ef hið opinbera tekur þátt...
Lifi einkaframtakið...! Og allt það... Sérstaklega ef samfélagið þarf ekki að borga fyrir það.
Sævar Óli Helgason (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 09:20
Takk fyrir innlitið Sævar.
En lenti þetta innslag þitt ekki á vitlausan þráð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.5.2010 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.