Sjáið hagnaðinn af stórframkvæmdum.

 

Kárahnjúkavirkjun ásamt tilheyrandi var langstærsta framkvæmd Íslandssögunnar.  Og hún átti að skila svo miklu inn í atvinnulífið, að það hálfa var nóg.

Samt eru allflest fyrirtæki á Austurlandi sem voru til í upphafi framkvæmdanna, kominn í þrot eða horfin á annan hátt af sjónarsviðinu.

 

Kárahnjúkavirkjun var nefnilega ekki byggðaverkefni fyrir Austurland, hún var atvinnubótavinna fyrir Grafavogsbúa, Kínverja og Portúgali.  Ekki einu sinni 1% af framkvæmdafénu fór austur.

En erum við ekki allir íbúar í sama landi spyrja þá Grafvogsbúrarnir og aðrir Sunnlendingar sem tóku þátt í veislunni.  

Og það er rétt, svo er.  

En þá átti ekki að ljúga því að umbyggðaframkvæmd væri að ræða.

Og það átti ekki að ljúga því að þessar framkvæmdir skiluðu arði inn í samfélagið.  

Sannleikurinn er nefnilega sá að hún skyldi ekkert eftir nema skuldir og hálfgjaldþrota fyrirtæki, og alveg gjaldþrotafyrirtæki.

Arðurinn af framkvæmdunum fyrir verktaka var ekki meiri en sá að þau féllu annaðhvort á meðan framkvæmdu stóð, eða strax á eftir við minnstu golu. 

Það voru nefnilega engir sjóðir byggðir upp, aðeins skuldum safnað enda allt unnið á undirboðum.

 

Ístak stendur enn, og líka Suðurverk, en rest er memory.

Og þjóðin situr uppi með skuldina.

Við ættum að hafa það í huga áður næstu stórframkvæmdum verður logið upp á okkur.  

Ekki bara vegna skuldasúpu undirboðanna, heldur líka vegna þess að ICEsave hangir á spýtunni.

Látum ekki ljúga að okkur lengur.

Eitt Hrun á öld er alveg nóg.

Kveðja að austan. 

 

 

 


mbl.is BM Vallá óskar eftir gjaldþrotaskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég hef áður bloggað um undirboðin - hvort sem það er Vegagerðin, Landsvirkjun eða aðrir sem ganga til samnnga við undirboðsfyrirtæki þá er verið að taka mikla áhættu.

Enn er þetta gert - enn eru opinberir aðilar að ganga að undirboðum.

Þeir sem bjóða raunhæfar upphæðir hafa svo setið eftir með sárt ennið og aðal starfssemi þeirra að undanförnu falist í því að selja stórvirkar vinnuvélar úr landi -

Svo gefast undirboðsfyrirtækin upp og kostnaðurinn við að hreinsa upp eftir þau er verulegur.

Ef einhver gerir tilboð í verk á að fylgja með trygging ( frá tryggingarfyrirtæki ) fyrir því að geti viðkomandi ekki klárað komi tryggingarfélagið að málum og borgi.

Viðkomandi verktaki á síðan ekki að fá að taka þátt í neinum útboðum.

Komi í ljós að einhver sé að leppa fyrir annann á sá hinn sami ekki heldur að fá að taka þátt í því að bjóða í verk.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.5.2010 kl. 15:54

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Kjarni málsins, það verður að stöðva þennan kapítalisma andskotans.

Það versta við allt góðærið var það að allar undirstöður atvinnulífsins voru feysknar.  Það var ekkert borð fyrir báru, allflest fyrirtæki féllu áður en kreppan fór að bíta.

Sem segir eitt, hugsunin á bak við allt er stórrotin, og það erum við sem sitjum uppi með afleiðingarnar.

Gjaldþrota fyrirtæki, atvinnulaust starfsfólk, og ónýta vinnu út um allt.

Hef ekkert á móti stórframkvæmdum, en vitiborið fólk þarf að stýra þeim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.5.2010 kl. 16:11

3 identicon

Var ekki félaginu bara illa stjórnað , á góðæris-tíma ?

Ekkert í " sparibauknum " .

Sjáið FJARÐARKAUP eftir að hafa verið rekið af ábyrgum aðilum í tæp 30 ár . Þar var hugsað til "mögru" tímanna .

Kristín (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 19:31

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Kristín.

Ég held að þú hafir ekki hugsað út í hvað ég var að koma til skila.

Stórframkvæmdirnar skiluðu aðeins tapi fyrirtækja, annars væru þau ekki allflest farin.  Þegar þú ert með ferli, þá er skýringin kerfisbundin, ekki bundin við einstök tilfelli.

En er annars sammála þér með þá hugsun sem stýrir Fjarðakaup.  Og svona pistill er tilraun til að fá fólk til að hugsa að við þurfum heilbrigðari kapítalisma þar sem lögmálið um það lægsta stjórnar ekki öllu.

Heldur heilbrigður rekstur sem skilar eðlilegum hagnðai.  Þannig fáum við vinnu og góð laun, þannig fáum við góða vöru fyrir peninga okkar, hvort sem það eru okkar eigin eða peningar samfélagsins.

Nýjar stórframkvæmdir eftir sama hugarfarinu munu aðeins leiða til eins, og það er risagjaldþrots, því tilboð með tapi, skila tapi.  Ef tilboðið er risatilboð þá er tapið risastórt.

Hann Ólafur hér að ofan minntist á þetta og hefur sjálfur bloggað um þessa heimsku.

Mundu að það erum við sem eru fórnarlömbin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.5.2010 kl. 19:43

5 Smámynd: Hilmar Einarsson

Ég veit ekki hvað þetta kemur Grafarvogsbúm eitthvað meira við en öðrum?

 Hitt er annað mðal að Það er búið að framleiða reiðinnar býsn af viðskiptafræðingum sem eiga víst að hafa eitthvað meira vit á að reka fyrirtæki heldur en aðrir. Hvort skyldi t.d. vera betra að múrari reki steypustöð eða viðskiptafræðingur?

Nútíma fræði er snúa að rekstri fyrirtækja er nefnilega ekki Fjarðarkaupafræðin.  Það sem málið snýst nefnilega um er að ef vel rekið fyrirtæki álpast til að sanka að sér hundrað milljón króna eiginfé í föstu rekstrarfé (húsnæði, vélum og tækjum ásamt myndarlegri bankabók. Þá er það forgangs atriði í staði fyrir að gera bisness með höfuðstólinn, þá er enginn rekstrarmaður með rekstrarmönnum nema að nota alla peningana sem eru til´+i sjóði plós að veðsetja allar eignirnar, og ef fyrirtækið gerir góðan verksamning er verksamningurinn líka veðaettur. Bisnessin verður nefnilega miklu meiri með því að hafa alla fjármunina í "vinnu". (Blöndalska = fé án hirðis)

Það er hallærislegt að hafa vaðið fyrir neðan sig, segja fræðin, mesti ávinningurinn er að spenna bogann þangað til skepnan verður óseðjandi.

Þetta eru einfaldlega fræðin sem notuð hafa verið undanfarin ár hjá alvöru "bissnissfólki". (framborið =piss nísk)

Hilmar Einarsson, 18.5.2010 kl. 00:15

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Að BM Vallá sé farin á hausinn þýðir að stjórnendur gætu ekki látið gullnámu bera sig. Að Ístak standi vel er af því að það fyrirtæki er alfarið í eigu dana. Enn ég þekki ekki Suðurrverk. Það er ekki hægt að nota íslendinga í stjórnun stórfyrirtækja...

Óskar Arnórsson, 18.5.2010 kl. 04:53

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Bera þá Íslendingar líka ábyrgð á gjaldþroti Evrópu???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.5.2010 kl. 06:50

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hilmar.

Takk fyrir þitt góða innslag.

Mikið sammála þér, og er því að benda á að það þarf að hugsa hlutina upp á nýtt.  Það blasir við þó megi deila um útfærsluna.

En þetta með Grafarvogsbúana er bara slangur yfir að ekki fór uppgangurinn fyrir austan, í vasa Austfirðinga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.5.2010 kl. 06:58

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Allt Íslendingum að kenna Ómar. Fyrst gera þeir allan heiminn blankan og ausa svo ösku yfir jörðina á eftir....það getur ekki verið að við seum vinsælir. Nei í alvöru þá er eitthvað stórlega bogið við "hagfræðikunnáttu" okkar og við ættum að hlusta heilbrigða skynsemi meira. Það er það eina sem er í útrýmingarhættu á Íslandi í dag...

Óskar Arnórsson, 18.5.2010 kl. 07:48

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Óskar, þessi hagfræðikunnátta var flutt inn.

Og hún er langt kominn með að rústa heimsbyggðinni.

Það er stóra málið, vandinn er kerfisbundinn, ekki bundinn við einstök dæmi.

Og ef við kveikjum ekki, og sameinumst um kerfislausn, þá blasa hörmungar við, ekki bara á Íslandi.

Á ákveðnum tímapunkti þá verðum að gera þetta upp við okkur, erum við tilbúin að taka slaginn eða erum við eins og sláturdýrin, að láta örfáa menn leiða okkur til slátrunar.

Ef við segjum Nei, þá snýst þetta ekki baráttu fortíðar, togstreituna milli vinstri eða hægri, bláa eða hvíta.

Heldur erum það við og framtíð okkar, eða þá þeirra leið, sem endar aðeins á einn veg.

Hörmungum.

Ekki flóknara en það.

Kveðja að austan.

PS.  Ég er samt ekki með hvítt skegg eins og spámenn Gamla Testamentisins.

Ómar Geirsson, 18.5.2010 kl. 08:22

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Háskóli Íslands hefur flutt þessa hagfræðikunnáttu inn. Allt á Íslandi er innflutt. Líka fólkið ef út í það er farið. Það skeður svolítið sem bara getur skeð á hálfeinangruðum eyjum. Eyjafólk verður eins og sértrúarsöfnuður. Sem er oftast allt í lagi. Sértrúarsöfnuðir búa sér til sinn eigin "sannleika" í fullt af málum. Þessi íslenski hagfræði sértrúarsöfnuður fékk Ríkisstjórn til að samþykkja "verðtryggingu" se hvergi er til í heiminum nema á Íslandi. Það er ekki einu sinni hægt að útskýra hvað það sé fyrir bankafólki í nágrannalöndum okkar....

Óskar Arnórsson, 18.5.2010 kl. 08:55

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

...Svo eru íslendingar alls ekki gáfaðsta fólkið á jörðinni. Og það mun ekkert breytast fyrr enn bara það er viðurkennt almennt...til að breyta stjórn landsins þarf nýtt fólk. það verður að vera ákveðin "líftími" á stjórnmálamenn. það gengur ekki að hafa "atvinnumenn" á Alþingi. Þeir skemmast allir á vinnunni. Stjórnkerfið lítur út eins og barn í fullorðinsfötum. Bara hjákátlegt og aumingjalegt. Enn nú fær Reykjavík alvöru Borgarstjóra og þá kanski lagst þetta eitthvað...

Óskar Arnórsson, 18.5.2010 kl. 08:55

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Endurtek, að vandinn er ekki okkar, burtséð frá því hvernig komið er hér.  Og við erum ekki verri en það að við fórum úr steinöld inn í geimöld á hundrað árum.  Og byggðum í leiðinni upp ágæt lífskjör.  Og hvernig sem þú setur upp dæmið, þá er nú þegar farið að tala um verstu kreppu í hundrað ár.

Við þurfum að rífa okkur upp úr sjálfsásökunum.  Þjóðin var blekkt, en hún fann ekki neitt upp, hvorki heimskuna eða græðgina, jafnvel þó hún sé gáfuð.

Verðtryggingin var til staðar í Ísrael og Brasilíu þegar hún var fundin upp, við fundum ekki einu sinni upp hana.  Ekki heldur kvótakerfið.

En það er séríslenskur siður að fátækir bændur heilsuðu konungi sínum með orðunum "sæll frændi".  Segir margt.

Og stjórnkerfið okkar lagðist á hliðina, en slíkt hið sama gerist alls staðar þegar ein atvinnugrein nær ofurvaldi, og þegar hún fellur, þá fellur allt annað því allt er orðið svo samtvinnað.

Og mundu að bankastofnanir með aldalanga hefðir féllu, síðast þegar ég vissi þá stýrðu heimamenn þeim eins og UBS bankanum eða Skoska bankanum, eða  Bræðrunum.

Óskar, þetta er global, ekki local.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.5.2010 kl. 09:12

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er með 5 kafla á Facebook frá því í morgun sem heita "Sannleikurinn um peninga" 1 - 5 kaflar. Og þar er saga peninga rakin í einföldu og skiljanlegu teiknuðu formi. Þú segir Ómar að vandinn sé ekki okkar. Ok, ég er ekki á sama máli. Glæpahneigð þarf ekki að flytja inn. Hún verður til á staðnum. Græðgi ekki heldur. Hún verður líka til á staðnum. Stíðið kom landinu úr torfinu inn í geimöld. Við fórum ekki þangað með "eigin peninga". Þeir voru ekki til á þessum tíma. Ísland þáði fátækrahjálp "Marshalaðstoð" lengi vel....

Óskar Arnórsson, 18.5.2010 kl. 09:33

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

....Þjóðin er nýlega komin af alþjóðlegri félagsmálastofnun, græddi á stríðinu og fór svo að leyfa aðalgangsterum á landinu að stýra bönkum landsins? Erum við ekki í lagi? Það er globalt vandamál, enn bankahrunið varð ekki vegna þess. Vandmálið var og er local. Ef það væri ekki það, myndum við ekki ráða við málið...það varð t.d. niðursvefla 1985 1990 um allan heim og Færeyjingar lentu með bankanna sína í sömu stöðu og á Íslandi í dag. Japanir gerðu t.d. kauptilboð í eyjarnar við litla hrifningu Færeyjinga....

Óskar Arnórsson, 18.5.2010 kl. 09:34

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Ef þú skýrir stríðið sem okkar farartæki inn í geimöld, þá ert þú mjög naví í hugsun, stríðið var drifkraftur en forsendur nútíðar voru skapaðar á allt annan hátt.  Stríðið var innspýting, sem aflétti kreppunni hjá okkur, en það sama gildir um Bandaríkin og miklu fleiri lönd.  Stríðið batt enda á heimskreppuna, sem nota bene var innflutt vandamál.

Kaninn er líklega þessi alþjóðlega félagsmálastofnun sem þú vitnar í, og það er rétt hann mótaði hér efnahagslíf með peningum sínum, en heildaráhrifin voru neikvæð, ekki jákvæð.  Vegna þess að peningagjafir hans skekktu innviði samfélagsins og sköpuðu óheilbrigð skilyrði í allri umgjörð efnahagslífsins.  Kanaskýring heldur ekki vatni, það er annað sem reif okkur upp. 

Þetta sem þú kallar að láta gangstera stýra bönkum, þetta var okkar best menntaða fólk, nýkomið með master frá USA.  Og þaðan kom þessi hugmyndafræði græðginnar sem felldi okkur.  Það er aðeins ein ástæða að hér hrundi allt strax, og hún er mjög einföld, liggur í þjóðareðlinu. 

Kallast að vilja gera allt strax og mikið.

Þess vegna voru 2 togarar á Stöðvarfirði, rúmlega 200 manna plássi.

Þess vegna var öllu öðru kastað út, hin nýju gildi tóku strax yfir, og bankarnir uxu mjög hratt.  En nákvæmlega sama gerðist í öðrum löndum.  Það eina sem munaði var tímafaktorinn.  Umræða græðginnar var þegar byrjuð að skipta út hefðbundnum viðskiptamönnum í Þýskalandi, höfuðvígi evrópskrar íhaldssemi.  Þú getur ímynda þér hvað hún var langt kominn annars staðar.

Nálgun þín Óskar er mjög keimlík og nálgun Kínverja þegar þeir tilkynntu að Aids væri vestræn úrkynjun.  Þeir áttuðu sig ekki á því að röðin kæmi að þeim og þegar hún kom, þá földu þeir vandann, til dæmis með því að falsa skýrslur og fangelsa homma.  Þeir náðu ekki tökum á vandanum fyrr en þeir fóru að viðurkenna orsakir hans.

Það er eins með þig Óskar, þú hengir þig á það sem miður fór, og kallar eftir inngripum erlendra manna sem eru haldnir sömu veikinni og þeir sem felldu okkur.  Þess vegna er allt endurreist á sömu forsendum, og næsta Hrun er óhjákvæmilegt.

Það er það sorglega í þessu.

Fólk vill ekki læra af einföldustu staðreyndum.  Það heldur að það nóg að kalla spilling og við Íslendingar séum aumingjar.

Þess  vegna ráða Hrunverjar Íslandi með aðstoð erlendra Hrunverja.

Og það þýðir óhjákvæmilega hörmungar fyrir okkur og hörmungar fyrir allt mannkyn.,

Kerfið er rangt, það er búið að drekkja heiminum í skuldum og ójöfnuði.

Kerfið virkar ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.5.2010 kl. 10:09

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er alveg sammála að þetta er ónítt kerfi um allan heim. Ég þekki svolítið til í Tælandi og þar er orðið blóðbað einmitt vegna ójöfnuðar, spillingu og elítu sem svífst einskis. Á Íslandi hefur megnið af þjóðinni verið féflett sýstematiskt og það á alltaf að leysa málið með nýrri Ríkisstjórn eða nýjum kosningum....

Óskar Arnórsson, 21.5.2010 kl. 22:11

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

...Á Íslandi á allaf að mótmæla samkvæmt lögum. Og það er notað á skrílinn til að halda áfram í sama fari. Þessu verður aldrei breytt nema með handafli. Og það mun aldrei ske. Það er búið að temja skrílinn svo hann geti haldið áfram að þjóna elítunni...þetta er sagan endalausa...þangað til þessu verður breytt eru íslendingar aumingjar...

Óskar Arnórsson, 21.5.2010 kl. 22:12

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm, eða allavega rislágir.

Og kerfinu munum við breyta Óskar, ekki annar valkostur í stöðunni,

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.5.2010 kl. 22:30

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef íslenskur almnningur væru brunaliðsmenn í útkalli, væri ekki gæfulegt að þegar þeir kæmu t.d. að brennandi húsi. Þá myndu þeir setjast niður og vilja vita hvernig eldurinn hefði komið upp, áður enn þeir byrjuðu að reyna að slökkva hamn. Að halda fund um málið passar ekki því sem þarf að bregðast fljótt við. Í þannig stöðu finnst mér í lagi að völdin séu tekin af þeim af áhorfendum...

Óskar Arnórsson, 22.5.2010 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 1655
  • Frá upphafi: 1412769

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1475
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband