Landsölumenn sýna klærnar.

 

Þeir segja að Marteinn Mosdal sé kominn í ríkisstjórn.

Þetta sögðu þeir líka í hvert skipti sem Ögmundur Jónasson setti fram málefnalega gagnrýni á forsendum útrásarinnar og hina gífurlegu skuldsetningu atvinnulífsins.

Sagan kennir að þeir voru steinaldarmennirnir, ekki Ögmundur.  Aðeins vantaði herslumuninn, svona 2 ár eða svo, þannig að eignir Íslendinga hefðu náð steinaldarstigi, engar.

 

Núna eru þessir menn í sama gírnum, sömu tuggunni um að menn sem setja spurningar við að helsta háhitasvæði landsins sé selt fyrir skitnar 15 milljarða, séu menn sem eru á móti framförum.

Hvaða rétt höfðu samtök atvinnulífsins til að eyðileggja landið með blindum stuðningi sínum við auðræningja útrásarinnar????

Hvaða rétt hafa þeir til að selja auðlindir landsins fyrir 15 milljarða??

Hafa þeir enga sómatilfinningu fyrir komandi kynslóðum, má selja allt svo þeir geti borgað af Reinsum sínum og villum, og sukkað og svínað????

 

Og hver segir að menn hafi á móti erlendum fárfestingum og samstarfi við erlend fyrirtæki þó menn vilji ekki gefa auðlindir landsins fyrir smánarfé???

Eru menn svo sjúkir í sinni að menn sjá ekki muninn á þessu tvennu.  Muninn á því að heil auðlind sé afhent, auðlind sem er í eigu okkar allra, ekki einkavina, erlendum glæframönnum (Magma hefur ekki komið með krónu inn í landið) og þess að eiga samstarf um virkjanir og virkjanaframkvæmdir.

Hvaða siðblinda er á ferðinni þegar menn telja sig þess umkomna að gefa almannaveitur svo hægt sé að reisa nýjar virkjanir fyrir stóriðju sem er alfarið í eigu erlendra aðila?  Vita menn ekki að almannaveitan er mjólkurkú samfélagsins, með því að tryggja nóg framboð að ódýrri orku svo allt mannlíf og atvinnulíf megi dafna??

Hafa menn ekkert lært af þeim hálfvitagang sem kenndur er við Kaliforníuorkuklúðrið????

Þegar einkaveitur gátu ekki séð almenningi fyrir samkeppnishæfri orku.

Eða eins og það gerðist í hinu orkuauðuga ríki Montana, þegar gjörspilltir stjórnmálamenn notuðu sama lýðskrumið og íhaldið á Suðurnesjum, með sama uppklappi frá algjörlega vanhæfum stjórnendum samtaka atvinnulífsins, einkavæddu almanna orkufyrirtæki, og fyrsta verk hinna siðspilltu einkavina var að leggja línur til Kaliforníu því þar fengu þeir hærra verð.

Og skildu heimamenn eftir í skítnum.

Höfum við ekkert lært????????

Hvað er eiginlega að okkur???

Mega sömu fíflin endalaust spila með okkur??

Og sömu gjörspilltu fjölmiðlamennirnir endalaust blekkja okkur með því að láta umræðuna snúast um fortíðarrán, meðan þau núverandi eru á fullum afkösum???

 

Höfum eitt á hreinu.  Lögreglan handtók vitlausa menn í síðustu viku.  Það eru aðrir sem eru á fullu að ræna þjóð okkar.

Við megum ekki í þetta sinn bíða eftir nýju Hruni og nýrri skýrslu sem segir að menn eins og Jón Steindór hafi logið aftur að okkur.

Við hljótum að þekkja muninn á einkavinavæðingu og heilbrigðri erlendri fjárfestingu.  

 

Þetta má ekki líðast.   Sjálfstæði okkar er í húfi.  

Vegna þess að þetta er aðeins upphafið af endalokunum ef við látum þá komast upp með þetta rán.  

Og það er stutt í þau endalok.  Það er nefnilega svo lítið eftir sem hægt er að ræna.

Það þarf að stöðva þessa menn.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is „Sem betur fer ráða þeir ekki för í þessu máli"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mótmælin hafa aðallega snúist um það að kaupendur séu erlendir og þar með sé sjálfstæði Íslands í hættu. Ég sé aftur á móti ekki mikinn mun á því hvort eigandinn heiti Geysir Green eða Magma Energy því að ég á erfitt með að sjá að ég sé nokkuð sjálfstæðari fyrir það þótt passi eigendanna sé íslenskur -- a.m.k. tókst okkar ágætu útrásarvíkingum og kvótakóngum að setja landið á hausinn þrátt fyrir að þeir hefðu alíslenskt blóð í æðum.

Pétur (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 15:12

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Pétur, ef þú sér ekki muninn á að búa í sjálfstæðu landi eða hráefnanýlendu, þá átt þú bágt.

Og þú ættir að skila inn kosningarétti þínum.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.5.2010 kl. 15:28

3 identicon

Er reyndar ekki viss um hvað hráefnanýlenda er eða hvað sala Geysis Green á eignarhlut sínum í OS hefur með það fyrirbæri að gera. Að mínu mati á þessi umræða ekki að snúast um þjóðerni þeirra sem braska með auðlindirnar, heldur það hvort leyfa eigi slíkt brask. Hef þannig fulla samúð með þeim (Ögmundur þar með talinn) sem mótmæltu sölu orkufyrirtækja úr opinberri eigu, eða því að kvótakóngar fengu kvótann á silfurdiski, eða þá að bankar voru seldir sérstökum vildarvinum ráðamanna, en á bágt með að skilja að mönnum sýnist eitthvert hald vera í því að braskararnir séu með íslenskt ríkisfang -- hef a.m.k. ekki séð að ég sé miklu bættari fyrir það að Sigurður Einarsson er Íslendingur í báðar ættir.

Pétur (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 15:58

4 Smámynd: Tryggvi Helgason

Mér hefur ávallt fundist þetta "Magma" æfintýri vera rotið. Fyrst kemur einhver Kanada maður sem augljóslega hafði ekkert fé á bak við sig, býr til skúffu-fyrirtæki og þykist allt í einu hafa mikla peninga og vill kaupa íslendsk orkufyrirtæki.

Fyrir utan hjálpsemi og tryggð Vestur-Íslendinga þá hefur ekkert gott komið til Íslendinga frá Kanada. Mig grunar að á bak við þetta Magma æfintýri séu Íslendingar, einhverjir þeir sömu og stóðu að yfirtöku bankanna á sínum tíma, og að það séu þeirra peningar sem þarna eru á bak við. Með þessu móti geta þeir falið peningana sína, jafnframt grætt á þessu og falið arðinn og gróðann í útlöndum.

Þarna er rannsóknarefni fyrir saksóknara, sýnist mér, - eða hvað ?

Tryggvi Helgason, 17.5.2010 kl. 16:33

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Þú þekktir muninn ef þú ættir heima í einni.  Þú þekktir muninn á launum þínum, fríðindum, heilsugæslu og menntun.  En þér er náttúrulega alveg sama.

Og rökfærsla þín er af þeirri rót að ef innlendur rumaparalýður rænir hýbýli þín, þá er þar með alltí lagi að erlendur rumaparalýður fylgi í kjölfarið.  Bara vegna þess að Sigurður Einarsson  er Íslendingur í báðar ættir.

Hefur aldrei hvarflað að þér að rán eru ólögleg, og þau eigi að stöðva.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.5.2010 kl. 17:01

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Tryggvi.

Enda legg ég til í pistli hér að ofan að lögreglan banki næst upp á hjá þessum körlum.

Ef þjóðin sættir sig við þetta, þá erum við ekki lengur þjóð, því ef velmegunin tók úr okkur alla döngun og alla réttlætiskennd, þá hverfum við í hít tímans eins og svo margar aðrar þjóðir sem hafa horfið misst sinn innri þrótt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.5.2010 kl. 17:05

7 identicon

Ég skil ekki alveg afhverju umræður á þessum bloggum þurfa alltaf að snúast upp í einhvers konar skítkast. Það eina sem ég er að gagnrýna er sá þjóðrembingur sem birtist iðulega í umræðum um auðlindir. Fólk rýkur upp til handa og fóta ef "útlendingur" kaupir eitthvað en segir ekki múkk þegar íslenskum lúðum er afhentar slíkar eignir á silfurfati. Mér finnst einfaldlega ekki skipta máli hvort glæponinn er Íslendingur eða útlendingur, glæpurinn er hinn sami. Hvernig hafa kvótakóngarnir t.a.m. farið með auðæfi sín (sem eru reyndar okkar)? Menn rjúka upp til handa og fóta þegar heyrist að einhverjir útlendingar komi kannski til með að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi, eða vald verði tekið frá LÍÚ, en hvernig hafa alíslensku kvótakóngarnir notað peningana? Þeir hafa skuldsett fyrirtæki sín þannig að þau ganga ekki einu sinni þótt gengið hafi aldrei verið þeim hagstæðara. Þeir kaupa sér dagblöð til að koma afdönkuðum íhaldskónum fyrir. Hvað Orkuveitu Suðurnesja varðar skiptir alls engu hvort eigendurnir eru Íslendingar eða útlendingar, en það skiptir öllu hvort hún er í opinberri eigu eða seld bröskurum.

Pétur (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 19:25

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Pétur, tómhyggjan þin er stórhættuleg, og á henni fljóta ræningjarnir.

Ef þú kallar hörku mína skítkast, þá gott og vel.

Í mínum huga er það á hreinu að Hrunið varð vegna viðhorfa sem þú útskýrir ágætlega, og þess vegna á að mæta þeim að fyllstu hörku, þetta eru fábjánaviðhorf á mínu áliti.

Það mátti deila um þau fyrir Hrun, þó augljóst væri hvernig þetta endaði, en í dag þegar við sjáum afleiðingarnar, þá er það hámark heimskunnar að styðja þá tómhyggju sem felldi okkur.

Og þá skoðun mína er ég ekki að fela, en orð mín eru ekki beind af þér persónulega, heldur þeim skoðunum sem þú talar fyrir.

Og jú það skiptir máli hverjir eiga grunnauðlindir, og það skiptir máli hvort þær séu í innlendri eigu eða erlendri.  Það er grunnmunur hvert arðurinn fer.  Sjáir þú það ekki þá skaltu kynna þér hvert arður af járnbrautum í Suður Ameríku fór.  Bara svo lítið dæmi sé tekið.  

Og þar sem braskið er orðið alþjóðlegt þá blasir við að almenningur á aldrei að láta grunnorkufyrirtækin af hendi, og því tek ég heilshugar undir síðustu setningu þína.  Hefði hún komið strax, þá hefði minn tónn verið annar, því þá hefði um samhljóman verið að ræða.  

Hinsvegar er ekkert að því að mínu mati (sem er bara álit) að nývirkjanir fyrir stóriðju séu í samstarfi við erlenda aðila, þegar um skýrt afmörkuð verkefni er að ræða.  En það er seinni tíma umræða, í dag skiptir mestu að almenningur snúi til baka og innkalli gjafir útrásartímans, þessir menn eiga ekki að fara lengur með völd hér.

Þeir fengu sitt tækifæri og klúðruðu því.

Röfl um að innlent eignarhald ræningja sé engu skárra en erlendra, er aðeins leið til að styrkja þessa menn í sessi.

Kjarninn er að ræningjar eiga ekki að eiga auðlindir landsins.

Og það þurfti mikinn útúrsnúningavilja til að lesa annað úr bloggi mínu.  Að tengja viljann til að geta búið í þessu landi við þjóðrembu, segir mér síðan aðeins eitt, þú skynjar ekki bálið fyrr en  það brennir þig. 

Og þá er of seint að slökkva.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.5.2010 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 1653
  • Frá upphafi: 1412767

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1473
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband