17.5.2010 | 08:54
Hver gaf þessum mönnum leyfi til að selja auðlindir landsins???
Svarið er mjög einfalt, enginn.
Og almenningur er plataður upp úr skónum með síbylju gjörspilltra fjölmiðlamanna sem auðvelda þetta rán, og önnur óhæfuverk með því að beina athygli fólks sífellt að fortíðinni.
Þetta er eins og það mætti ekki ræða skort á öryggi út á sjó í dag, vegna þess að það þyrfti að gera upp hvað fór úrskeiðis á Halanum 1925.
Það er verið að ræna þjóðina í dag.
Sömu menn, sömu aðferðirnar.
Það eins sem breyttist við Hrunið er að það tafði aðeins framgang auðránsins. Það þurfti að sefa reiðiöldurnar og blekkja fólk.
Blekkingin tókst með aðkomu nytsamra sakleysingja VG og sefjun kom með myndum af Hreiðari á leið á Hraunið.
Og þá gaf auðræðið í og nýtt auðrán var framkvæmt í fjölmiðalskjóli heimskunnar.
Arðræningjar eru nefnilega engir vitleysingar, þeir töpuðu litlu á Hruninu, aðeins bóla þeirra sprakk, en tjónið lenti á almenningi. En vissulega hökti vélin en hún fékk nýtt eldsneyti úr sömu tönkum hugmyndafræðinnar og vinnumenn við dælu er sömu gjörspilltu fjölmiðlamennirnir sem lugu þjóð sína fulla í aðdraganda Hrunsins, þegar auðránið hið fyrra stóð yfir.
Og auðræningjarnir lærðu af barnalegu mistökum nytsömu sakleysingjanna í VG í ICEsave málinu, rán á ekki að fremja fyrir opnum tjöldum, þá geta fórnarlömbin varist. Auðrán á að framkvæma bak við blekkingartjöld fjölmiðlasefjunarinnar, og það mun verða gert framvegis.
HS Orka í dag, Landsvirkjunin á morgun, lömuð heilsugæsla vegna niðurskurðar en einkareksturinn kemur á móti fyrir þá sem efni hafa.
Og ICEsave mun koma í miðju handtökuflóði, hvort sem það verður á einhverjum Bjögganum eða Sigurjóni Digra, eða þá eftir hatramman lögmannaeltingaleik við Sigga Einars.
En kallast þetta ekki að uppskera eins og maður sáir.
Auðmenn sáðu fyrir þessu með uppkaupum á spilltum pólitíkusum Reyknesinga sem tóku sér vald sem þeir áttu ekki, að selja sameiginlega auðlind, ekki aðeins núverandi, heldur líka komandi kynslóða.
Og landsmenn sáðu ræningjaleppum inn í stjórnkerfið í síðustu kosningum.
Hvað er maður þá að kvarta????
Kveðja að austan.
Kaup líklega í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 1412767
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem einu sinni hefði kallast landráð er núna sniðugur bisniss og jafnvel "tær snilld". George Orwell spáði fyrir um slíka tíma þegar hvítt er sagt svart og svart er hvítt; þegar launahækkun upp á tvenn verkamannslaun er kölluð launalækkun.
Þeir viðskiptajöfrar sem fóru mikinn og sögðu mikla möguleika felast í því að miðla þekkingu á virkjun "grænnar orku" virðast í raun ætla að svíkja sig inn á bláeyga sveitamenn, svíkja út úr þeim eigur þeirra og hagnast á því að selja þær útlendingum.
Eða erum við kannski ekki að skilja þetta?
Flosi Kristjánsson, 17.5.2010 kl. 10:23
Veit það ekki Flosi, en betur gæti ég ekki lýst því sem við mér blasir, eins og þú gerir hér að ofan.
Takk fyrir það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.5.2010 kl. 10:27
Það er nokkuð ljóst að Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, býr í öðrum heimi en við hin og sér raunveruleikann á einhvern bjagaðan hátt. Þetta er sorgardagur fyrir íslenska þjóð og það liggur við að maður flaggi í hálfa stöng, svona rétt áður en íslenska fánanum verður skipt út fyrir hakakrossinn.
Jón Flón (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 14:58
Blessaður Jón.
Það er lítið Flón í þessu innslagi þínu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.5.2010 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.