Biðjið íslensku þjóðina afsökunar fyrst.

 

Lögsækið síðan Darling og Brown fyrir lygar, róg og tilraun til mestu fjárkúgunar á seinni tímum, og þá megið þið koma og rannsaka hvenær þið þurfið næst að loka flugvöllum ykkar.

Íslendingar hafa ekki samstarf við fjárkúgara og rógbera.

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.


mbl.is Bretar taki þátt í rannsóknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, við viljum ykkur ekki! Þegar ykkur skilst að okkur beri að sýna tilhlýðilega virðingu þá skulum við skoða málið. SKOÐA það.

assa (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 09:30

2 identicon

samala

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 09:43

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ágæti Ómar -

Að venju segir þú hlutina skýrt og skorinort -

Ég tek heilshugar undir hvert einasta orð og vildi gjarnan bæta við kröfu um miskabætur frá nýlendukúgurunum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.5.2010 kl. 09:54

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Mé finnst þú ættir að endurskoða afstöðu þína til Breta Ómar. Rannsóknarskýrslan varpar ljósi á að þeir höfðu gilda ástæðu til að fella íslensku bankana og í raun gerðu þeir okkur stóran greiða með því. Fyrir það ber að þakka þeim. Icesave málið er svo annað mál en þar eru þeir að reyna að fá bætur fyrir það griðalega tjón sem íslenska bankamafían olli þeim og ég skil bara vel að þeir reyni.

Mér finns hinsvegar að okkar stjórnmálamenn (sér í lagi samfylkingar) beri mikla ábyrgð á þessu icesave máli það voru þeir sem ekki skildu eða beinlínis rangtúlkuðu reglurnar um innistæðutryggingar svo færa mætti tjónið af Isesave yfir á íslenskan almenning.

Guðmundur Jónsson, 16.5.2010 kl. 09:56

5 identicon

hélt þú værir eldri

Axel (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 10:02

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Guðmundur, rökhugsunin sem þú flaskar er sú sama og hjá lögfræðingnum sem var að verja mann sem fékk æðiskast og skaut inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést auk særðra.  Hann sagði að þetta hefði eiginlega ekki verið morð því hinn látni hefði við krufningu greinst með lífshættulegt krabbamein.  Hefði fallið hvort sem er.

Sú aðferðarfræði sem breta beitt var með öllu óréttarleg og ef þeir höfðu ástæðu til að óttast íslensku bankanna, þá gerði regluverki ráð fyrir ýmsum leiðum eins og frystingu eigna, stóraukna bindiskyldu, frystingu á fjármagnsflutningum eða hreinlega yfirtöku bankans.

Beiting hryðjuverkalaganna var án tilefnis og bein aðför að þjóð í neyð.  Það skiptir ekki máli hvort við erum að tala um íbúa Íslands eða annarra Evrópuríkja, þeir sem á einhvern hátt réttlæta svona glæpi, þeir eru virkilega blindir svo ég taki ekki sterkt til orða.

Axel, ég er 62 módel ef það hjálpar þér eitthvað við að meta greinarstúfinn.

Axel Þór, eigum við ekki að treysta á sómakennd þeirra og rótgróna lýðræðishefð.

Takk Ólafur, þetta var nú bara hugsuð sem áminning á að sjálfstæð þjóð skiptir ekki við kvalara sína á þeim forsendum að þiggja frá þeim ölmusu.

Takk Helgi.

Og Assa mætir þú hér með háð á tungu???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.5.2010 kl. 12:05

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Vel mælt Ómar.

Guðmundur St Ragnarsson, 16.5.2010 kl. 12:38

9 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Þorskastríðin ættu að vera fyrir löngu búin að kenna okkur að koma ekki nálægt Bretum nema með töngum. Annað eins samansafn hrokafullra kúgara er líklega ekki til þegar kemur að samskiptum okkar við aðrar þjóðir og það löngu fyrir bankahrun.

Eggert Sigurbergsson, 16.5.2010 kl. 12:50

10 Smámynd: Polli

62 árgangur. Það skýrir unggæðingsháttinn í þessari færslu. Að blanda saman fjármálum og vísindum, með þeim hætti sem þú hér gerir, er álíka gáfulegt og að blanda saman íþróttum og stjórnmálum. Það er þó gert því miður, en til niðurlægingar þeim sem það gera.

Polli, 16.5.2010 kl. 19:14

11 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Sammála!

Þórarinn Baldursson, 16.5.2010 kl. 20:14

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Polli minn, gamli kallinn minn, ósköp er auðvelt að kúga fólk eins og þig.

Það má greinilega sparka í þig og lemja, og henda síðan í þig brauðmola, og þá geltir þú blessaður, vonandi samt ekki tannlaus,

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.5.2010 kl. 20:27

13 Smámynd: Polli

Ef það er kúgun að vísindamenn vinni saman til að stækka þekkingarbrunninn, er ljóst að ég skil orðið ekki rétt. Nú eða þú! Sem mér finnst líklegra.

Polli, 16.5.2010 kl. 20:52

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Polli.

Það hefur greinilega verið sveitaskóli í gamla daga hjá þér, og þú lært að lesa upp úr Vítalín, miðað við hneykslun þína sem þú gerir út á.  En gallinn við þá sem lærðu að lesa á Vídalín, þeir eru ekki læsir á texta.

Og þar sem ég er ekki langrækinn gagnvart hneykslunargjörnum siðapostulum, og jafnvel ljúfmenni líka á stundum, þá skal ég lesa fréttina fyrir þig, það er innihald hennar, og síðan skal reyna að segja þér hvað ég sagði í mínum örpistli.

Í fréttinni  segir eitthvað um eldfjöll sem eigi eftir að gjósa, eða kannski ekki, menn vita það ekki fyrir víst, og þar sem þeir vita það ekki, þá vilja menn vita það.  Jafnvel rannsaka.  Gott og vel, ekki nema gott um það að segja, vísindi efla alla dáð, jafn vel þó á bresku séu.  En þetta var aðfaraorð um kjarna fréttarinnar sem var þessi "segir að Bretar eigi að leggja Íslendingum lið við slíkar rannsóknir."  Og til þess skrifað þessi dáðadrengur, má mæla bresku mín vegna, bréf til vísindamálaráðherra breta.

Og pistillinn fjallaði um þá einföldu staðreynd að þjóð sem verður fyrir hryðjuverkaárás annarrar þjóðar, hún deitar hana ekki á eftir.  Jafnvel þó það sé í þágu vísinda eða annars.  Það er óeðlilegt að eiga í opinberum samskiptum við þjóð sem beitir kúgunum og hótunum til að ræna stórum hluta þess þjóðarauðar sem útrásarvíkingarnir gátu ekki stolið í tíma.

Þeir ræna 507 miljörðum hið minnsta og senda síðan 50 milljónir til baka í vísindastyrk.

En kannski villti það þér Sýn að ég notaði kaldhæðni því jafnvel Vídalín var ljóst að ICEsave hefur ekkert með lokun flugvalla að gera vegna ösku úr íslenskum eldfjöllum.  Hann vissi eins og Samfylkingin í dag, það er allt syndum íslensku þjóðarinnar að kenna.

Það væri kannski hollt fyrir þjóðina, og myndi stórlega draga úr væntanlegu öskufalli, að heimspekingurinn að Norðan yrði gerður að tyftunarmálaráðherra Íslands.  "Tvöfalt ICEsave og fjórfalt AGS", og það mun aldrei rigna ösku framar frá Íslandi sökum syndleysis þjóðarinnar.  

Eina spurningin hvort hún smiti syndum erlendis þar sem hún fær skjólhús fyrir tyftun Samfylkingarinnar.  En þá koma breta með ICEsave vöndinn og hóta skjólþjóðum Íslands hryðjuverkalögum.

Og .... svo man ég ekki meir hvað ég ætlaði að segja.

Áttu góðar stundir Polli minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.5.2010 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 410
  • Sl. sólarhring: 523
  • Sl. viku: 5949
  • Frá upphafi: 1400706

Annað

  • Innlit í dag: 368
  • Innlit sl. viku: 5126
  • Gestir í dag: 345
  • IP-tölur í dag: 340

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband