Hið sjúka hugarfar ICEsave sinna er engu líkt.

Á Eyjunni í gær blandaði ég mér í umræður sem fylgdi frétt um hina nýju bók Styrmis Gunnarssonar.  Og tilefnið var auðvita ICEsave, og þá innslög gamla deiluvinar, Ómars Bjarka Kristjánssonar.  En Nafni reyndi að færa rök fyrir að niðurstaða Styrmis að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis hefði staðfest lögleysu breta, væri röng.  Og þar sem ég startaði blogginu aftur vegna þess að ég hélt að tíðinda væri að vænta í ICEsavedeilunni, þá hitaði ég mig upp með því að taka rökræðuna við Nafna.  Þess skal geta að fyrirsögn þessa bloggs er ekki tilvísun i þá rökræðu, Nafni hefur þá bjargföstu skoðun að það væri farsælast fyrir þjóðina að semja um ICEsave og hefja síðan uppbyggingu efnahagslífsins á þeim forsendum sem það skapaði.  Og hann reynir að rökstyðja sitt mál.  

Þeir sem þekkja til minnar afstöðu vita að hún er jafn bjargföst á móti, og ekkert nema gott um það að segja.  Slóðin á orðræðuna er á þessum link fyrir áhugasama um ICEsave þras.

http://eyjan.is/blog/2010/05/13/styrmir-i-nyrri-bok-um-hrunid-islendingar-bera-ekki-abyrgd-a-innstaedum-banka-erlendis/

Á ákveðnum tímapunkti rökræðunnar þá fékk hún þetta innslag sem mér fannst staðfesta rökþrot þeirra sem fullyrða að lagarök liggi að baki þess að við eigum að samþykkja ICEsave skattinn en nota þess í stað einhverjar tilvísanir í siðaða hegðun.  Innslagið er fínt sem slíkt því það dregur fram allar ranghugmyndir þeirra sem telja það siðlegt að óbærilegur skuldaklafi sé lagður á herðar smáþjóðar vegna einhvers regluverks sem hún hafði aldrei neitt um að segja, og þar að auki ætlast ekki til svona skuldaklafi lendi á þjóðir.  Hér fyrir neðan peista ég þetta innslag og í næsta pistli peista ég andsvar mitt, langt og ýtarlegt  eins og siður hússins býður upp á, en þar dreg ég fram það sem mér finnst sjúkast í þessum hugsunarhætti að vilja gera samborgara sína að þrælum erlendra ríkja.  

Njótið sem áhuga hafa.

Kveðja að austan.

 

Réttlætis, siðferðiskennd og samábyrgð er ekki ausið í askanna hjá öllum. Þannig er það og hefur alltaf verið. Það eru þó viðmiðin í samfélögum nútímans. Til að tryggja það er reynt að setja reglur og lög. Ef ekki fólk hagar sér í það minnsta eftir lögum og reglum, verður að grípa inn. Lög og reglur geta þó aldrei náð yfir allt. Það er heldur engin sem óskar þess að búa í algjöru lögreglusamfélagi. Við verðum að treysta á hvort annað og gera ráð fyrir að það sem hefur okkur upp yfir dýr merkurinnar bindi okkur saman og geri okkur kleift að lifa saman án þess að ganga í skrokk á hvert öðru í lífsbaráttunni. Veikasti hlekkurinn í þessu kerfi er að menn byrja að að nota reglur og lög sem viðmiðun í allt og öllu. „Við fórum að reglum og lögum, því er allt í lagi“ er svar þeirra sem ekki geta alveg fundið sig í þessum stórkostlega eiginleika mannskeppnunar og þar með í samfélagi manna. Maður ber ekki einungis ábyrgð á sjálfum sér heldur einnig á meðreiðasveinum sínum er einn af grunnsteinunum í hverju siðuðu samfélagi. Sundrung samfélags er það sem bíður rétt handan hornsins ef þessar kenndir eru látnar lönd og leið og eingöngu stuðst við ófullkomnar reglur og lög sem alltaf er hægt að mis- eða rangtúlka ef viljinn er nógu einbeittur. „Ekki benda á mig..“ segir í söngtexta einum. En sama boðskap má einnig finna í ennþá eldri texta þar sem maður einn véfengir þá skyldu sína að gæta bróðir síns.

Það er kaldhæðnislegt að þeir sem vilja stuðla að því að dæma okkur úr samfélagi siðaðra þjóða eru einnig að stuðla að því að velta hornsteini okkar eigin samfélags. Því hendum við þessum gildum er ekkert eftir sem bindur okkur saman en staðurinn sem við búum á og reglur og lög.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 2656
  • Frá upphafi: 1412714

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2318
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband