14.5.2010 | 12:53
Hús okkar hrundi, og Össur Skarphéðinsson vill halda á fjarlægar slóðir og finna önnur hús að hruni komin.
Þvílík stjórnviska, þvílíkar gáfur.
Svipuð viska og hækka skatta til að drepa hagkerfið í dróma. Og tölfræðin hefur nú sannað afleiðingar þeirrar stefnu, minni tekjur, meiri samdráttur.
Össur ætlar að endurreisa landið með því að troða því inn í Evrópusambandið. Skiptir hann engu að sambandið krefur þjóðina um skatt upp á 507 milljarða vegna reglugerðarklúðurs sem það eitt ber ábyrgð á.
Og einu fréttirnar sem berast af Evrópusambandinu er fyrirsjáanlegt hrun þess, ríku þjóðirnar í Norðri ætla að koma skuldahlekkjum á þær fátæku í Suðri, eins og þrælasalarnir sem forðum daga héldu á Afríkustrendur í Suðri.
Vandi Suðursins er í hnotskurn þessi ónýti gjaldmiðill sem Össursviska telur okkar allra meina bót. Hann hefur tryggt þar tilbúna kaupgetu sem þjóðirnar stóðu ekki undir, afleiðingin er eignabóla og skuldasöfnun.
Skuldasöfnun sem núna er logið að almenningi að sé óráðsíu þessa fólks að kenna. Svipuð lygi og dynur á okkur þar sem óráðsíu okkar er kennt um þá eignabólu og skuldasöfnun sem hagfræðidvergar okkar knúðu í gegn með ofurkrónunni.
Hvernig sem fer, þá mun Evrópa gliðna í sundur því Össursviska ríður þar röftum í hámusteri valdsins í Brussel. Ekkert ríkjasamband getur byggst á skuldaþrældómi hluta ríkjanna, aðeins ný hugsun, ný viðmið geta leyst úr læðingi þær lausnir sem munu hnýta aftur saman sambandið.
Og það bólar ekki á slíku, sama viskan í gömlu umbúðunum.
Þess vegna hrynur Evrópa og Ísland á þar ekkert erindi.
En margt annað sagði Össur í þessari skýrslu sinni. Hann móðgaði sveitamenn með því að líkja þeim við sig, eða réttara sagt sagðist vera einn af þeim í hjarta.
Hvaða vitborinn maður heldur að sveitafólk myndi endurreisa landið á þeim forsendum að ungt fólk landsins yrði skilið eftir í skuldaskít auðmanna vegna ranglátrar verðtryggingar og ólöglegrar gengistryggingar.
Sveitafólk veit hvað samkennd og samhjálp er. Það hjálpar hvort öðru á erfiðleikatímum eins og dæmin sanna núna á gossvæðum Suðurlands.
Sveitafólk skilur ekki mann eins og Össur Skarphéðinsson sem seldi auðmönnum sál sína á kostnað unga fólks landsins. Það hélt að svoleiðis fólk hefði endanlega sokkið í jörðu þegar Loftur seld sína sál.
Sveitafólk skilur heldur ekki mann sem er tilbúinn að skríða út í flugvél, skríða úr úr flugvél, skríða inn í leigubíl, og skríða síðan inn í hámusteri Brusselvaldsisn, kyssa þar skóna á öllum sem það vildu þiggja, bara ef hann mætti vera skósveinn. Það er engin reisn í því fólgin að sækja um aðild að ríkjasambandi sem beitti ægivaldi sínu til stærsta þjófnaðar nútímasögunnar með því að koma ICEsave reikningunum yfir á íslenska alþýðu.
Eina sambærilega skrið er þegar maðurinn sem sveik Ungverja á ögurstundu uppreisnarinnar miklu árið 1956, fór skríðandi til Moskvu að biðja Stalín að senda skriðdreka sína á vopnlausa samlanda sína.
Sveitamenn halda ekki einu sinni hunda sem skríða svona fyrir kvalara sínum.
Og sveitamenn ljúga ekki, þeir myndu aldrei tala um hinn mikla árangur í deilunni um ICEsava. Hvaða árangur er það að selja þjóð sína????
Og hvaða vinnusemi er það að afla sér ekki einu sinni lagaálits viðkomandi lagasérfræðinga sem settu lögin. Nei, það þurfti bústinn sjónvarpsmann til að hringja til Parísar til að komast að því að krafa breta var með öllu ólögleg, tryggingakerfið var sett til höfuðs ríkisábyrgð, ekki til að festa hana í sessi.
Hvað þá að Evrópulöggjöfin heimilaði slátrun heillar þjóðar.
En svona álit fæst víst ekki í botninum á rauðvínsglösum eða finnst undir snittum á snittubökkum.
En það er óþarfi að monta sig af getuleysinu.
Sveitamenn monta sig af hundum sínum eða hestum, já og einstaka hrútum, en þeir monta sig ekki af þjóðarsvikum, eins og utanríkisráðherra gerði á Alþingi í morgun.
Já, sveitamaður er Össur Skarphéðinsson ekki.
En hann er leiðtogi í verstu stjórn Íslandssögunnar, stjórn sem er langt komin með að selja land sitt auðmönnum og leggja þjóð sína í skuldahlekki.
Sveitamenn vita hvað er gert við slíkar skepnur. Þær eru slegnar af.
Og þar sem við erum flest sveitamenn af ætt og uppruna, þá eigum við að fara eins að. Fyrsta skrefið í þá átt er að þurrka ríkisstjórnarflokkana út í næstu sveitarstjórnarkosningum. Senda þar með skýr skilaboð um að þjóðin sætti sig ekki lengur við auðmannsránið og leppstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Senda þau skilaboð að íslenskt lýðræði líður ekkert óhræsi sem níðist á þjóð sinni.
Okkur er nefnilega ekki sama um náungann í skuldaþrældómnum eða að auðlindir okkar komist í hendur á alþjóðlegum auðvaldsræningjum.
Við viljum ráða málum okkar sjálf, okkur öllum til heilla.
Össursviska á þar ekki samleið.
Kveðja að austan.
Mikill árangur hefur náðst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 10
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2650
- Frá upphafi: 1412708
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 2314
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þurrka út ríkisstjornarflokkana já,- og kjósa hvað? Hrunflokkana tvo sem komu okkur í þessa stöðu með glæsilegum 18 ára valdaferli þar sem eigur þjóðarinnar voru gefnar glæpamönnum ? Nei takk Ómar, þetta hyski má aldrei komast til vala aftur. Núverandi ríkisstórn hefur unnið kraftaverk miðað við aðstæður. Geri nú ekki ráð fyrir því að sveitavargurinn sjái það frekar en annað.
Óskar, 14.5.2010 kl. 13:05
Óskar, þú ert maður sem rifur þig ekki úr hjólförum fortíðarinnar. Þú ert maðurinn sem endalaust er hægt að lemja því þú ert alltaf að spá í hver lamdi þig í gær.
Og þó ekki ætli ég að fegra hlut einkavinaflokkana, þá er það samt ljóst að þeir unnu eftir hugmyndaheim sem kom að utan frá Chicago og þær hugmyndir gegnsýrðu ekki aðeins okkar samfélag. Þær eru langt komnar með að rústa vestrænum samfélögum.
Á heimskunni er hægt að læra, það kallast viska að gera slíkt. Framsóknarmenn til dæmis skiptu um í brúnni, og fengu til liðs við sig tvo mæta hagfræðinga, þá Jón Daníelsson og Ragnar Árnason, til að móta raunhæfar efnahagstillögur sem hjálpa hagkerfinu í átt til endurreisnar, en tefur það ekki eins og Óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gera.
Borgarahreyfingin og Framsókn hafa líka lagt fram þingsályktunartillögu um að hætta að gefa landstjóra AGS að éta.
Lilja Mósesdóttir, okkar hæfasti þingmaður, sem því miður áttaði sig ekki á hinum sögulegu svikum VinstriGrænna, hún hefur líka lagt fram mótaðar tillögur til lausnar á öllum okkar meginvanda, svo sem skattlagningu á fjármagnsflótta, aðstoð við skuldsett heimili og fleira og fleira.
Aðeins blindur maður Óskar sér ekki að það er val.
Og fyrir þá sem geta ekki hugsað sér að kjósa einkavinaflokkana, sökum fortíðar þeirra, eða stuðnings til dæmis Sjálfstæðismanna við Óbermi AGS, þeir geta mótað sér nýtt afl.
Aðalatriðið er það að þú kýst ekki verðina sem leiða þig inní útrýmingarbúðir AGS. Jafnvel hörðustu frjálshyggjumenn hafa séð í gegnum falsið Óskar, það eru þið flokkstryggu VG liðar sem svíkið hugsjónir ykkar og stefnu og bjóðið ykkur farm ótilneydda í að smala lýðnum upp í skuldalestirnar sem munu flytja hann í skuldaþrælkunina.
Og það er sorglegur endir á annars mætri hreyfingu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.5.2010 kl. 13:21
Ómsr mér sýnist þú nú einmitt vera sá sem er endalaust hægt að lemja. Hrunflokkarnir lömdu á okkkur í 18 ár og mér finnst það bara of langur tími til að gefa þeim annan séns. Þú ert eins og kerling sem er lamin, fer í burtu en skríður aftur heim - til að láta lemja þig meira!
Óskar, 14.5.2010 kl. 16:12
Gott og vel Óskar, núna átta ég mig á þér.
Þú elskar frjálshyggjuna en þér er ekki sama hver framkvæmir hana. Það þurfa að vera þínir menn.
Þess vegna vilt þú gera þjóðina gjaldþrota með ICEsave skattinum og samstarfinu við AGS, það tryggir að þínir menn eignist Ísland, að Ísland verði loks í eigu hins alþjóðlega auðmagns sem fátækari lönd heims hafa svo góða reynslu af.
Þess vegna ert þú svona ánægður með einkavinavæðinguna hina nýju, núna eru það réttu mennirnir sem eiga bankanna, amerískir vogunarsjóðir og aðrir fjárbraskarar sem keyptu upp skuldabréf þeirra.
Þess vegna ert þú á móti aðstoð við ungt fólk í skuldakreppu, þú vilt ekki skemma fyrir nýju einkavinunum, einhverja mjólkurkú verða þeir að hafa.
Já, ég fatta þig mjög vel Óskar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.5.2010 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.