Enn einn sigur villimennskunnar.

Upp á sumt að gera er bandarískt þjóðfélag, þjóðfélag villimennskunnar.  Þar er fólki neitað um heilsugæslu, menntun og öll almenn lífsskilyrði ef það er fátækt.  

Í stað þess að byggja upp velferðarkerfi, þá byggja þeir upp víðtækt fangelsiskerfi þar sem fórnarlömb kerfisins eru tuktuð til.  Um fjórði hver blökkumaður, karlkyns á aldrinum 18-30 er hluti af þessu velferðarkerfi villimennskunnar, annaðhvort inni eða úti á skilorði.  Ekki vegna þess að það er meiri glæphneigð í eðli þeirra, þeir eru uppistaðinn í þeim hópi sem hefur orðið útundan í bandarísku þjóðfélagi vegna kynþáttafordóma og félagslegrar mismununar.  Sá hluti svarta sem tilheyrir millistétt  kemur börnum sínum til mennta og mannsæmandi lífs, engu síður en aðrir kynþáttahópar.

Þetta velferðarkerfi villimennskunnar er grunnmúrað inn í hagsmuni gróðaafla sem fá ódýrt vinnuafl og eins miklar tekjur á að byggja og reka fangelsi.  Hluta af gróða sínum nota þeir til að lobba og spilla stjórnmálamönnum, og hluta til að stjórna umræðunni.  Hinn venjulegi bandaríkjamaður upplifir þetta kerfi réttlátt og sanngjarnt, hann áttar sig ekki á því að aðeins miðaldaríki (stjórnarfarslega) eins og Íran eða einræðisríki eins og Kína eru einu ríkin sem sýna sömu villimennskuna.  

Og miðaldaríki, og einræðisríki, drepa fólk.  Alla þá sem kerfið telur óæskilega.  

Í gær bloggaði ég örpistil um hræsni Evrópusambandsins um að gagnrýna aftökur í Íran en sjá í gegnum fingur sér með hegðun síns nánasta bandamanns.  Benti á að það þyrfti fyrst að taka til í sínum garði áður en menn færu að argast í fólki í fjaristan.  Ekki það að ég vildi ekki fordæma aftökurnar í Íran, heldur að sama fordæming beindist af þeim sem telja sig lýðræðisþjóð og þess umkomna að setja öðrum siðareglur.  

Því slík gagnrýni er hol  og byggist á rotnu hugarfari.  

Það eru ekki fórnarlömb villimennskunnar sem  skipta máli, heldur sá pólitíski hráskinnsleikur sem stefnir öllu mannkyninu fram af heljarbrún.  Átök menningarheima og átök hugmynda.  

Það sem er rétt, það er aðeins rétt ef "hinir" brjóta af sér.  

Enginn spáir í að mannréttindi og mennska eru algild og það er tími til kominn að sú krafa hljómi um allan heim.  Að jafnt ríkir sem fátækir, gulir sem brúnir, hvítir eða svartir, rauðhærðir eða skáeygðir, háir sem lágir, að við öll séum á sama báti og eigum öll sama réttinn til mannsæmandi lífs, réttláts þjóðfélags og helgra mannréttinda.

Og við erum að falla á tíma með að fatta þennan einfalda hlut.

 

Hið löghelgaða morð í Bandaríkjunum sem fréttin fjallar um, er jafn viðbjóðslegur glæpur og sá glæpur sem hinn dæmdi var tekinn af lífi fyrir.  Við verðum að fara að skilja að við höfum ekki rétt til að taka líf annarra, hvað sem þeir hafa gert af sér.  Vegna þess að þá viðurkennum við að gildismat ráði hvort fólk fái að lifa og deyja, og þó það sé sett í lög að aðeins ríkisvaldið hafi rétt til að kveða upp dóma, þá er það samt sem áður viðurkenning þess að það megi drepa, að það megi taka annað líf.  

Og ef ríkisvaldið réttlætir sinn glæp, þá getur einstaklingurinn gert það líka.  Siðferðisþröskuldurinn sem bannar okkur að deyða annað fólk, hann brestur.  Og það er þessi siðferðisþröskuldur sem er okkar helsta vörn gegn morðóðu fólki, harðar refsingar hafa þar lítil áhrif.  

En siðferði og fyrirbyggjandi ráðstafanir hafa þar allt að segja.

Þetta snýst um hvort þjóðfélag sé siðað eða þjóðfélag villimennskunnar.  

Og aðeins siðað þjóðfélag mun lifa af þá tækni sem maðurinn hefur öðlast til að fyrirkoma öðru fólki.  Siðmenningin er okkar eina von um framtíð barna okkar.

Villimennskan mun hinsvegar alltaf tortíma okkur.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is „Brjálaði puttaferðalangurinn“ tekinn af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ósammála.  Það eru til tilfelli sem verðskulda dauðadóm.  Óásættanlegt að skatt-tekjur okkar fari í uppihald manna sem hafa framið svívirðilega glæpi.  Hagkvæmara og réttlátara að taka þá af lífi, mín skoðun amk.

Baldur (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 15:44

2 identicon

26 ár er of langur tími til að halda þessum manni upp, það átti að taka hann af lífi fljótlega eftir að það var búið að dæma hann.  Hann er raðmorðingi!  Af hverju á að vera að eyða tíma í að laga svona manneskju?  Sumt ef bara of hrottalegt til að við viljum eiga það á hættu að það geti endurtekið sig, við viljum amk minnka hættuna á því eins og við getum og fjarlægja þá sem við á.  Sammála því að það á að byggja almennilegt kerfi sem menntar fólk og reynir að stuðla að góðu uppeldi en því miður þá er það alltaf erfiðar eftir því sem fólkið verður fleira og því verða til svona handónýt eppli sem þarf bara að taka út!

Gunnar Örn Arnarsson (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 16:59

3 identicon

Maðurinn var ekki raðmorðingi og það kemur fram að hann iðraðist gjörða sinna. Það er engin manneskja sem verðskuldar ekki tíma annarra.

Fangelsun, þ.e. frelsissvipting, er verri refsing en dauðinn. Slíkar stofnanir eru óþarfar þegar hagsmunir mannkyns liggja fyrir.

Góð grein, vonandi munu athugasemdir og umræður sem kynnu að fara í gang ekki eingöngu sýna verri hliðar fólks.

Finnbogi Jökull Pétursson (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 17:35

4 identicon

Einhvern tímann heyrði ég að ferlið í kringum dauðarefsingar væri svo mikið og dýrt að lífstíðar fangelsi væri mun ódýrara fyrir þjóðfélagið.  Ef það er satt, þá mega þessir glæpamenn dúsa í fangesli fram í rauðan dauðann. (ekki tími ég að drepa þá)

Örvar Ingi Jóhannesson (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 18:22

5 identicon

Flott grein,þessar manneskjur eru afkvæmi kerfisins í þessu þóðfélagi og í staðin fyrir að taka ábyrgð á því er því bara eytt(eða tekið út),eins og hundi sem bítur. Finnst það rétt að ekki eigi að laga svona fólk eins og Gunnar Örn Arnarsson segir,heldur koma í veg fyrir það verði svona. Hér sitjum við á Íslandi og erum að dæma fólk,sem hefur verið í aðstæðum og upplifað hluti sem sennilega gætu aldrei gerst hér á landi.

Ef þeir vilja dauðadóm yfir fólki,til að aðstandendur fái sitt "réttlæti",ættu þeir að fá að aflífa manneskjuna sjálf,þ.e.a.s aðstendurnir. Held að aftökum mundi fækka töluvert þá.

                                                                                                                                                Persóna.

persóna (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 19:00

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Finnbogi, ekki á ég von á miklum umræðu um þennan pistil, þetta er ekki mál málanna í dag, þó afstaða okkar til þess sem um ræðir er um leið ákveðið próf á mennsku okkar.  

Þeir sem skilja ekki að tími hefndar og haturs eru liðnir ef mannkynið ætlar að eiga sér framtíð án þess að megin hluti þess gisti kirkjugarða, þeir móta umræðuna í dag.  Það er eins og það sé ákveðið bakslag í siðferði og samkennd fólks.  Bakslag sem mótast af tómhyggju þess að það eina sem gefur gildi, er mælistika hagnaðar.  

En ég hef tjáð mínar skoðanir, og ætla ekki að rífast um þær, læt mér yfirleitt duga að rífast um ICESave og AGS.  En meistari Gandaálfur kom inn á kjarna málsins og ég ætla að hafa þau orð eftir.

"Já, sjálfsagt er hann réttdræpur.  Margir sem lifa ættu skilið að deyja.  Og sumir sem deyja ættu skilið að fá að lifa.  -Getur þú þá veitt þeim líf?  -Ónei, en þá skaltu ekki heldur vera of fljótur á þér að deyða.  Jafnvel hinir vitrustu sjá ekki allt fyrir."

Sumt er einfaldlega ekki á okkar valdi.  Að taka líf meðbræðra okkar er eitt af því.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 14.5.2010 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 2650
  • Frá upphafi: 1412708

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 2314
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband