13.5.2010 | 13:21
Það eru ekki til peningar handa fólki í landinu.
Það er yfirlýst stefna íslensku félagshyggjunnar að skattpeningar almennings fari ekki til baka til að sinna velferð hans og þjónustu.
Það varð fjármálahrun, auðmenn og auðfyrirtæki urðu fyrir skakkaföllum, það varð að hjálpa þeim.
Þess vegna eru stýrivextir hafðir svona háir svo hægt sé að borga fjármagnseigendum tugmilljarða í vexti. Þeir peningar fara ekki í heilsugæslu landsmanna, en minnka þjáningar fjárfesta eftir Hrun.
Þess vegna á að eyða 507 milljörðum í ICEsave, það þarf að opna erlenda lánamarkaði fyrir auðmenn og auðfyrirtæki, svo þeir geti endurfjármagnað skuldir sínar, og fjármagnað yfirtökur sínar á þeim eignum landsmanna sem þeir hafa ekki nú þegar klófest. Hafa menn ekki haft fyrir því að lesa ályktanir viðskiptaráðs, hugmyndabanka ríkisstjórnarinnar.
Og þessir 507 milljarðar verða ekki til út i á túni, heldur með blóðugum niðurskurði velferðar landsmanna. Svo rukkar fólk Álfheiði, einum helsta stuðningsmanni bretaskattsins, um loforð hennar. Halda menn að hún geti bæði blóðmjólkað okkur til að greiða bretum, og síðan efnt einhver loforð sín?????
Eru engin takmörk fyrir trúgirni fólks????
Vilji fólk velferð og framtíð í þessu landi, þá hrekur það stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar frá völdum í öllum sveitarstjórnum landsins.
Það eru einu skýru skilaboðin sem landsölufólk og auðmannsdindlar skilja.
Hinn valkosturinn er að sætta sig við steinaldarástand í velferð okkar, og það með bros á vör.
Við búum nefnilega í lýðræðisríki, það eru engar vélbyssur sem neyða okkur til að sætta okkur við rán og kúgun auðmanna og leppa þeirra.
Valdið er hjá okkur, en það er okkar að nýta það.
Atkvæði til VG og Samfylkingarinnar er atkvæði greitt steinaldarmönnum.
Valið er okkar.
Kveðja að austan.
Minna Álfheiði á heilsugæsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 16
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 2656
- Frá upphafi: 1412714
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2318
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein hjá þér, og ég tek undir hvert einasta orð hér
Steinar Immanúel Sörensson, 13.5.2010 kl. 14:58
Góður pistill, Ómar. Já, landsöluliðið = Icesave-stjórnina burt og norður og niður. Lýðræðið stýri öllu.
Elle_, 13.5.2010 kl. 18:02
JÁ JÁ JÁ HVERJU ORÐI SANNARA BARA AÐ FÓLK VAKNI AF DVALA SÍNUM ÞAÐ ER MÍN VON .
Jón Sveinsson, 13.5.2010 kl. 18:27
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Jafnvel beljur þarf að teyma að náðarborði slátrarans. Lýðræðið er okkar leið til að hindra þá för, svo við séum allavega ekki minna skynug en beljurnar.
En Elle, hvernig var það, var ekki Össur að hóta nýjum svikum?????
Ég var að virkja bloggið til að vera tilbúinn í slaginn, og þá þegja allir miðlar um þennan fund flokksformanna um ICEsave. Var þetta allt misskilningur????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.5.2010 kl. 20:02
Össur sagði að nú væri gluggi opinn til þess að semja um IceSlave og ganga frá nýjum samningi innan mánaðar. Hann Össur ætti að vera búinn að segja af sér ásamt ýmsum öðrum spillingarpésum...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.5.2010 kl. 00:39
Berlín segir brief kurz krónu jafngilda 295 kr. í evrum. Þjóðartekjur á haus í samburði við önnur lönd minnka í réttu hlutfalli sem skuldaviðurkenningar ríkisins hrannast upp. Nú er um 38% íbúa í þjónustugeiranum sem segir að 27% verði hann í samræmi við að það sem tíðkast í EU. 30% tekjulækkun á alla línuna fæst ekki staðist vegna þess að 80% geta ekki sparað: óvirkir neytendur.
7,4 % íbúa landsins verða greinlega að axla þyngri byrðar hvað varðar tekjuskerðingar. Þessi í þjónustugeiranum sem en geta sparað.
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1054629/
Ég hef hér gert samburðtöflu þar sem miðað er við heildar íbúafjölda í stað vinnuafls fyrir Ísland Norðurlönd og Þýskland, EU og Frakkland. Heildarmyndin sem kemur fram skýrir sig sjálf.
Júlíus Björnsson, 14.5.2010 kl. 06:28
Takk fyrir innlitið Jóna og Júlíus.
Ég hélt að Össur hefði sagt þetta, en fréttinni fylgdi upplýsingar að formennirnir hefðu eitthvað verið að snakka. En kannski er þetta bara gjálfur úr Össur, vona það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.5.2010 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.