Stiklur úr þriðja dreifbréfi Hvítu Rósarinnar.

Hvernig þjóðfélag viljum við???

Er það þjóðfélag þar sem ríkisvaldið neytir aflsmunar við að þröngva ólöglegri verð og gengistryggingu upp á fólk, þannig að það er rúið inn af skinni eftir efnahagshamfarir eins og gengu yfir landið haustið 2008???

Eða viljum við ríkisvald sem sameinar og skapar samstöðu á erfiðleikatímum, samstöðu um að við séum öll eitt, og að ein fórn sé einni fórn of mikið.  Svipuð hugsun og er óskráð lög um borð í björgunarbátum, að allir fái sama tækifæri til að komast af.  Hinum veikburða eða þeim sem eru með lágan status eða stöðu, þeim er ekki umsvifalaust kastað fyrir borð, þó íslenskir hagfræðingadvergar myndu leggja slíkt til. 

Þeir myndu vilja sjá það lögfest að í stað sleppibúnaðar, þá yrði lögfest að um borð í hverjum björgunarbát yrði einn fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem myndi strax draga menn í dilka, svo hvorki plássi eða takmörkuðum matar og drykkjarföngum yrði ekki sóað á óverðuga.  Mennska er eitthvað sem týndist á einum Friedman fyrirlestrinum forðum daga.

Svipað eins og gerðist í Þýskalandi í aðdraganda seinna stríðs.  Þar fannst fjöldanum allt í lagi að kjósa fólk sem bauð upp á góð lífskjör á kostnað þrældóms og arðráns hinna óæðri.  Ekki svo ósvipuð ómennska og rekur alþjóðavæðinguna áfram.

Unga fólkið sem þurfti að alast upp við þá ómennsku, það reit þessi orð um tilgang ríkisvaldsins og  það reit þessi orð um skyldu okkar að berjast við ómennskuna, það við ómennsku nasismans, við við ómennsku auðræðisins, kerfi þar sem örfáir auðmenn og auðfyrirtæki öðlast það mikil völd að þeir fái að fara sínu fram í öllu, og ræna bæði almenning og almannaeigur eins og þeim sýnist.

Því eftir allt þá erum það við sem látum ómennskuna líðast.  Það erum við sem höfum það lítið álit á sjálfum okkur að við teljum okkur einskis nýt i að hafa áhrif á örlög okkar og framtíð.

Kveðja að austan. 

 

 

Hvíta Rósin, þriðja dreifibréf.

 

Allar gerðir hins fullkomna ríkis eru útópíur, hillingar einar.  Ríki  er ekki hægt að reisa eingöngu á fræðilegan hátt, heldur verður það að vaxa og þroskast eins og einstakar manneskjur.  Því má ekki gleyma, að þegar í upphafi geymdi sérhvert samfélag fyrirmynd ríkisins.  Fjölskyldan er jafngömul mannkyninu, og úr þessari frumeiningu samfélagsins reistu viti bornir menn ríki.  Grunnur þess er réttlætið, og velfarnað allra þegna æðsta boðorðið. Ríkið á að samræmast skipan Guðs, og hin æðsta allra útópía, skal vera sú fyrirmynd sem það nálgast að lokum.  Ekki er það ætlun okkar að dæma hér hin ýmsu stjórnkerfi, lýðræðið ......  Aðeins skal lögð skýr áhersla á eitt: hver maður á kröfu til nýtilegs og réttláts ríkisvalds, sem tryggir jafnt réttindi einstaklingsins og heill þjóðarinnar.  Því samkvæmt skipan Guðs á maðurinn, frjáls og óháður, að efna eðlislæg markmið sín innan þjóðfélagsins, leita þar jarðneskrar hamingju með eigin atorku.

(þá vitum við hvað álit þau hafa á stjórnvöldum sem eyðileggja líf og velferð fjöldans með lánaránum verð og gengistryggingar, þau tryggja hvorki réttindi einstaklingsins eða heill þjóðarinnar)

Núverandi auðræði (smá nútímalagfæring á orðalagi) er af hinu illa.  

"Þetta höfum við lengi vitað , og það er engin nauðsyn á því að núa okkur þessu um nasir einu sinni enn." heyri ég þig segja.

En,spyr ég, ef þið vitið allt um þetta, hví gerið þið ekkert (leturbreytingar mínar), hví látið þið yfir ykkur ganga, að smám saman ræði þessi ómenni mannréttindum ykkar, svo að dag einn verðið þið réttindalausir skuldaþrælar (smá nútíma lagfæring, en munum að AGS og leppar þeirra ætla skuldsetja þjóðina það mikið að hún á sér enga von um mannsæmandi líf).  Má sín andi ykkar nú þegar svo lítils gagnvart ofbeldi og kúgun, að þið gleymið því, að það er ekki aðeins réttur ykkar, heldur siðferðileg skylda að bægja frá þessu kerfi?  Ef menn hafa ekki lengur orku til að krefjast réttar síns, þá verðskulda þeir að fara halloka.  Við myndum verðskulda það að vera þyrlað til, líkt og rykkorn í vindi, ef við risum ekki upp nú á elleftu stundu, og teldum loks í okkur þann kjark sem okkur hefur skort.  Leynið ekki ragmennsku ykkar undi skikkju sýndarhygginda.  Því hvern dag sem þið hikið, sem þið hreyfið ekki andspyrnu gegn þessum afkvæmum vítis, þrútnar sök ykkar.

Margir, ef til vill flestir lesendur þessa dreifbréfs, vita ekki hvernig þeir eiga að haga andspyrnu.  Þeir sjá enga möguleika til slíks.  Við viljum reyna að sýna þeim, að allir geta lagt eitthvað af mörkum til að fella þetta kerfi.  Ekki verður mögulegt með sjálfstæðri og biturri baráttu einsemdarmanna að leggja grunn að falli þessarar stjórnar.  Það verður aðeins mögulegt með samvinnu margra öflugra manna, manna sem eru sammála um það hvernig þeir geti efnt markmið sín.  Við eigum ekki um margar leiðir að velja, aðeins ein stendur okkur til boða, þögul andspyrna.

(okkur dugar að hætta að láta ljúga að okkur og síðan gera það sem rétt er, eftir þeirri getu sem við ráðum yfir, og ætíð að gera kröfu á að allt sem gert sé, sé réttlátt og sanngjarnt).

Aristóteles, Um stjórnmálin ......; að auki (um eðli harðstjórnar) er reynt að sjá til þess að engu sé leynt sem einhver þegn segir eða gerir, heldur er alstaðar fangaður með njósnum .. að auki er mönnum att saman, hatur tendrað milli vina, fjandskapur alþýðu manna gagnvart ríkum og tignum espaður, og þeim att saman innbyrðis.  Ennfremur er það boðorð harðstjórnarinnar að gera þegnanna fátæka.  Ástæðan er tvíþætt; annars vegar að halda uppi öflugum lífverði; hins vegar að halda þegnunum svo þjökuðum af daglegri baráttu fyrir viðurværi sínu, að þeir hafi hvorki tíma né tök á því að bera fram nokkur mótmæli.

Þar að auki er það stöðug árátta harðstjóra að hrinda af stað styrjöldum. 

 

 

Þannig voru þau orð.  Það er ótrúlegt hvað lýsing Aristótelesar á við í dag, um þá stjórnarhætti sem Leppar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og vinnumanna breta stunda í dag.  Gætu verið rituð í gær.

En þetta er nóg af Hvítu Rósinni í bili.  Ég mun koma með meira ef málin þróast á þann veg að mér þyki orð hennar eiga ennþá erindi inn í umræðuna.  Við sáum óréttlætið í verki í uppsveitum Árnessýslu, og flestum var gott sama.  Siðferðisþroski þjóðarinnar er ekki á hærra plani en það, að ef óréttlætið bitnar ekki á fólki sjálfu, þá lætur það ómenni deila og drottna yfir hugsunum sínum með orðaleppum eins og "þau gátu sjálfum sér um kennt", "var þetta ekki bara sukkarar", "ha, kunnu þau ekki fótum sínum forráð" eða annað sem höfðar til okkar lægri hvata.

En sem betur fer þá fannst fólk sem leit á útburð þessarar 5 barna fjölskyldu, sem svívirðu, og fordæmdi hana sem slíka.  

Munum að sömu stjórnmálamennirnir sem útbjuggu kerfi skuldaánauðar, og útburðar, að það voru þeir sem létu auðræningjanna komast upp með rán sín.  

Siðleysi þeirra er algjört þegar þeir neita fórnarlömbum Hrunsins um skilning og aðstoð.  Þeir eru mennirnir sem etja okkur saman innbyrðis.

Og bjóða okkur hneykslissögur frá 2007 til að dempa athygli okkar frá þeim ránum sem núna eiga sér stað.  Það er eins og fólk haldi að það geti farið út í næstu búð og keypt sér tímavél, og hindrað þjófnað og spillingu áranna fyrir Hrun.  

Vit okkar er því miður ekki meira en það.  Og á meðan endurtaka sömu atburðir sig aftur, og aftur.  

Það er verið að ræna okkur öll.  Auðöflin stýra ríkisstjórn félagshyggju og jafnréttis.  Það hefur ekkert breyst.

 

En ég er kominn í bloggfrí, mæti aðeins í andsvör á þegar komnum þráðum.  

Takk fyrir hlustun og hittumst aftur í næstu ICEsave svikum.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það ekkert nýtt undir sólunni sögðu forðfeður okkar. Falsspámenn má kalla meðalgreinda sérfræðinga. Áhættan í spádómum  vex þegar greindin minkar.

Ég tel að lög um verðtyggingu á Íslandi frá 1982 sé ó-lög og stangist á við allt siðferði og hefðir sem ennþá gilda allstaðar utan Ísland. 

Vanmálið sem var til staðar var að tryggja þurfti neytendun vernd gegn innlánstofofnum hvað varðaði langtíma sparfjárreikninga.

Það mátti skuldbinda þær til að verðtryggja þann litla hluta innlána við neysluvístölu sem útlendingar tengja við skammtíma áhættu laun þar sem veð eru ótrygg.

Húsnæði almennings þeirra sem eru undir meðaltalstekjum hafa aldrei verið talin ótryggi veð upp að 66% hluta nýbyggingar kostnaði.

Engin getur sett lög sem tryggja fyrir efnahagstríðum eða öðrum almennum efnahagsstríðum.

Erlendis þar sem frjálsmarkaður ríkir, ríkir frjáls samningsis réttur um verðtryggingu  ásamt fjölbreyttum valmögleikum.

Ef hér hefði verið farið að dæmi annara þjóða þá nægir að fylgja langtíma verðbólgum markmiðum Seðlabanka Íslands um neyslu verðbólgu spönnina sem er 2,5% hámark innan EU og 1,5% hámark hjá þeim ríkjum sem gefa út evru.

Húsbréfalán sem stæði til boða í þessu sama kerfi  gæti því boðið fasta vexti á jafngreiðslulán.

Samsetning þeira yrði meðal neyslu verð bólga 2,5% Íbúafjólgum í samræmi við þjóðartekjur á haus 2,5% Fastir vextir þeirra tekjulægstu 10-20% væru með föstum vöxtum að hámarki 5%. Félagaskerfið. Sjálfbært.

Samkeppni kerfið tryggði sig líka á sömu neysluverðbólgu forsendum gæti lánað dýrar og lagt á meiri áhættu og hluthafa gróða.

Fastir vextir kannski  7,5%.  Breytilegir 0- 8,5%

Samkeppni gæti svo sveiplað þessu vöxtum niður til að auka eftirspurn [lánað of mikið til nýbygginga eða tímabundin neyslubólga dregur úr eftirspurn] 

Langflestir erlendis vilja fasta vexti frekar en vextir sem leiðréttast með neyslu bólgu bólgu mánaðarlega. 

Ef neysluverðbólga færi út fyrir þolspönn Seðlabanka  og fasteignar sjóðir hafa réttlætanlega ekki afskrifað til að eiga á móti 12-36 mánaða verðbólgu kúf. Þá verða þeir að taka það á sig. Þá er átt við að  2,5% álagið á hverju ári fari í jöfunar sjóð allar sviðaðra áhættu veðbanda lána húsbréfasjósins.

Þegar jafngeiðslu lánin eru reiknuð.  þá minnkar höfuðstólinn um verðbólguna sem bóguvextirir greiða og bankinn fær líka inn mesta af verðbólguvöxtunum á fyrst gjaldaga og minni eftir því sem áhættan minnkar.  Þetta kallast ekki gróði heldur bókhalds aðferð.

Ef verðbólga er að meðalatali 2% á þrjátíu árum þá þarfa að leiðrétta eftirstöðvar höfuðstóls um 2% *335/ 30 = 22,33%

Ef H* (1 + 22,33%) :verðtryggður með tillit til 2% meðalneysluverðbólgu  í 30 

Ber 5% vexti þá eru heildar vaxtarprósentan  5% *335/30 = 55,83%

Heiladarverðtryggingvextir = H*(1  +22,23%) *55,83% = H*68,24%.

Mánaðar afborganir  eru  H/(30*12)  og ársvextir eru H*68,24%/(30*12)

10.000.000 króna lán  greiðist með alveg eins mánaðar afborgunum í 30 ár:

 27,777 afborgun og  18,965 í vexti og verðbætur eða  alls = 46.742 kr.  á mánuði.

Þetta er dæmi um útlán þar sem verðbólgumarkið Ríkstjórnar ráða ferðinni. Almenningur ber ekki á ábyrgð á því að halda verðbólgu innan þolspannar. Almenningur ber ekki ábyrgð á græðgi hlutahafa séreingnarbanka.

Hér átti að fjölga þjóðinni á þess að ráðfæra sig við Brussel.

EU segir konur og karlar er jöfn.

Snorri Sturluson segir í upphafi skapaði Guð tvo menn Adam og Evu. Allir menn eru jafnir er Íslenska. EU útgáfa fjandskapar og haturs sem greinir jöfnuð eftir kynjum, kynferði, stöðu, tekjum, litarhætti og trúarbrögðum eru komið inn í stjórnaskrá Íslands. 

Júlíus Björnsson, 4.5.2010 kl. 06:08

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Júlíus.

"Allir menn eru jafnir", og við þurfum mjög að íhuga þá staðreynd á næstu árum, ekki bæði hér, heldur um allan heim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.5.2010 kl. 06:31

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ " For many years you have respected those you have appointed to look after you. Fortunately, you have since seen through their plan to enslave you, and bring it about by creating chaos and taking away your sovereign rights." ~

Vilborg Eggertsdóttir, 4.5.2010 kl. 13:30

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Vilborg.

Ég held að þú sért að segja mér, að það sé von.

Ef við trúum á það góða, þá höfum við styrk til að mæta Tregðunni, þessu sem virðist öll stefna framtíðinni til Heljar.

Á minn hátt er ég að reyna að segja slíkt.

Krakkarnir í Hvítu Rósinni, þau trúða á mátt hins góða.

Þannig er það bara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.5.2010 kl. 13:45

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

þegnunum svo þjökuðum af daglegri baráttu fyrir viðurværi sínu:

Til þess var fjálmálageiri hluthafanna endurreistur.

Júlíus Björnsson, 4.5.2010 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 86
  • Sl. sólarhring: 587
  • Sl. viku: 5670
  • Frá upphafi: 1399609

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 4838
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband