3.5.2010 | 09:32
Hvað er hann þá að gera í stjórn með Samfylkingunni?
Hennar eina kosningamál var að útrýma þessari sömu krónu og Steingrímur kallar bjargvætt.
Er það svona rosalega mikilvægt að hjálpa illskuöflum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að rústa hér velferð og gera allan almenning að skuldaþrælum.
Hvenær yfirtók Mr. Hyde Steingrím Joð????
Kveðja að austan.
Steingrímur þakkar fyrir krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 558
- Sl. sólarhring: 642
- Sl. viku: 6289
- Frá upphafi: 1399457
Annað
- Innlit í dag: 476
- Innlit sl. viku: 5331
- Gestir í dag: 437
- IP-tölur í dag: 430
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem blessunin hann Steingrímur gleymdi í þessu öllu er að gengisfelling er lítið annað en flutningur fjár frá launþegum og til útflytjenda. Og ekki minninst hann heldur á þá staðreynd að krónan er ekki aðeins hluti lausnar á vanda Íslendinga nú, heldur einnig ein af meginrótum vandans. Hann minnist ekki heldur á það að fall krónunnar hefur sett stóran hluta atvinnulífsins á hausinn, vegna þess að það er að drukkna í erlendum lánum -- hversu mikið atvinnuleysi ætli það hafi skapað? Eða það að Grikkir hafa þó nothæfan gjaldmiðil sem við höfum ekki -- og þeirri spurningu hefur ekki verið svarað hvernig leysa á vanda krónunnar í framtíðinni. Og allra síst minntist hann nokkuð á það vandi Grikkja er ekki evran heldur arfavitlaus efnahagsstefna -- og reyndar er evran eina ástæðan fyrir því að evruríkin eru tilbúin að rétta þeim hjálparhönd og koma í veg fyrir ríkisgjaldþrot.
Gunnar (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 09:50
Sæll Ómar.
Það er enginn J&H í Nágrími Nei-kvæða
Það er Jóhanna sem stjórnar honum gegnum rassg.... . Hann er meira svona "Gosi".
Óskar (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 09:50
Blessaður Félagar.
Óskar, þú segir það.
Gunnar, þú mikli Evrumaður, þarf fyrst að frjósa í helvíti áður en þú skilur til hvers gjaldmiðlar eru, og hvaða kraftar ákveði verðgildi þeirra.
En það er merkileg óvild ykkar Eurokratanna á útflutningsatvinnuvegunum, haldið þið að innflutningur komi eins og rekinn forðum daga, að hann reki til landsins og það þurfi ekkert að greiða fyrir hann????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.5.2010 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.