3.5.2010 | 07:03
Samkeppnishæf laun???????
Höfum við heyrt þennan frasa áður??
Hverju hefur hann skilað okkur???????
En ég skal persónulega senda Seðlabankastóra 5.000 krónur á mánuði út árið ef hann segir satt í ICEsave deilunni. Veit að það myndu fleiri gera með glöðu geði.
Og ef hann afneitaði opinberlega þeim óráðum sem skuldsetja ríkissjóð fyrir um 60% af tekjum, og bæði síðan í kjölfarið landstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að yfirgefa landið, þá .....
Já, þá ..........
Ja, ég veit hreinlega þá ekki hvað ég myndi gera, þakklætið yrði það mikið.
En hærri laun fengi hann ekki úr almannasjóðum á meðan fólk stendur í biðröðum fyrir utan súpueldhús góðgerðarsamtaka.
Við eigum að reka þetta þjóðfélag á okkar forsendum, og ef þeir "stóru" eru svo stórir að þeir sætti sig ekki við þær forsendur, þá leita þeir sér nýrra miða og fylgi þeim gæfan á þeirri leit.
En árið 2007 er liðið.
Kveðja að austan.
Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 33
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 2052
- Frá upphafi: 1412751
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 1805
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður punktur
Páll Eyþór Jóhannsson, 3.5.2010 kl. 07:41
Hvort heldur þú að það kosti þjóðfélagið meiri pening að borga hæfum einstaklingi góð laun fyrir erfitt starf eða að taka á mistökum þess óhæfa? Við erum að taka á afleiðingum þess síðarnefnda, hentum bara einhverjum í þetta starf með enga viðeigandi menntun.
Skýrslan ætti að hafa sýnt fram á að starfsmannastefna ríkisins var algjörlega getulaus í samanburði við bankana því það eru mögulega 15 manns á Íslandi sem gætu tekið að sér starf seðlabankastjóra og vel flestir á hærri launum annarsstaðar. Laun seðlabankastjóra eru kannski ekki lág ef þú miðar við starfsmann á plani en ef þú miðar við sambærileg sérfræðingastörf annars staðar þá eru 1300 á mánuði ekki mikið.
You get what you pay for.Pétur (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 07:59
Það fyrsta sem á að gera er að reka þetta veruleikafirrta pakk sem er að tala um að hækka þessi ofurlaun,það er vanhæft fólk sem talar svona.
Á meðan það er fátækt í landinu ætti enginn að hafa hærri en 8-900þ í laun þurfa það ekki,það á að setja þak á laun sama hvert starfið er,jafna launin í landinu.
Friðrik Jónsson, 3.5.2010 kl. 08:01
Já, alveg sammála. Betra að lækka laun seðlabankastjóra og annara ríkisstarfsmanna svo að nýju bankarnir getir ráðið hæfara fólk til sín. Ekki veitir nýju bönkunum það til að endurreisa fyrri reisn!
Reynið að átta ykkur á raunveruleikanum, hæfni, reynsla og góð laun fara hönd í hönd. Það er enginn að fara vinna sem ábyrgðarmaður í seðlabankanum ef hann getur fengið betri launaða vinnu annarstaðar.
Einar (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 08:38
Einar og Pétur, so be it.
Fólkið sem hafði þann eina hvata til að sinna sinni vinnu, að fá ofurlaun, það sinnti henni af þeirri þekkingu og reynslu að það hefur kollkeyrt fjármállífi Vesturlanda.
Maður þarf að vera ákaflega þröngur í hugsun til að afneita þeim staðreyndum sem við blasa.
Sá einstaklingur sem lætur gróðahvötin eina stýra sér í lífinu, hefur sannað sig sem algjörlega vanhæfur til að koma nálægt neinum rekstri sökum andlegra takmarkanna.
Ef við sjáum ekki að þeirra tími sé liðinn, þá kollsteypumst við mjög fljótlega aftur, óhjákvæmilegt því þetta fólk er ekki einu sinni hæft að reka sjoppu fyrir kaupfélag.
Og ykkur til upplýsingar þá stjórnast menn líka af öðrum hvötum, til dæmis metnaði eða hégóma, líka má tína til starfsánægju, faglegan metnað o.s.frv. Það gekk ágætlega að reka heiminn áður en ofurlaunin komu til.
Hvað varðar núverandi Seðlabankastjóra, þá dreg ég það ekki í efa að hann sé hæfur, út frá hefðbundnum viðhorfum. Og hann er virtur, sem er líklegast lykilatriðið i því að hann var ráðinn. Látum það liggja milli hluta að hann hefur haft svo innilega rangt fyrir sér, en þar fór hann eftir þeim hagkenningum sem voru "inn" á þeim tíma.
Og allir sem eitthvað þekkja til, vita að Már Guðmundsson hefur gengið með Seðlabankastjórastólinn á bakinu í mjög langan tíma. Hans hreyfiafl er hégómi.
Hann var á góðu kaupi út í Genf, hann myndi borga með sér 50.000 á mánuði, bara ef hann fengi að titla sig Seðlabankastjóri Íslands, og fá mynd af sér í fagritum bankamanna.
Peningar eru ekki hreyfiafl alls.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.5.2010 kl. 08:59
Takk fyrir innlitið Páll, og Friðrik.
Hvað er það sem hélt hagkerfinu lifandi eftir að gróðabrallið hrundi????
Svarið er mjög einfalt, fólkið í landinu og athafnir þess. Þar þekkjast ekki ofurlaun. Og af því á ríkið að taka mið þegar það ákveður laun.
Hinir ómissandi mega bara fara, og gangi þeim vel að sanna sig ómissandi í öðrum löndum. Valið er frjálst.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.5.2010 kl. 09:03
Jæja, sumir eru veruleika firtir, we get what we pay for segir þú. Það hefur nú heldur betur komið framm er það ekki?, Pétur menn eins og þú mærðu og héldu ekki vatni yfir siðleysinu sem viðgegnst í launamálum æðstu stjórnenda atvinnulífsins póltikusa bankastjórnenda og annara (glæpamanna).Laun þessara manna voru talin í milljónum jafnvel tugmilljónum fyrir utan allar sponsur sem þessir (?) skömmtuðu sjálfum sér. Ég veit ekki í hvaða drauma heimi þú lifir elsku kallinn minn ef þú talar um 1.3 milljóni sem einhverja smáaura,þegar sauðsvartur almúgin lepur dauan úr skel og stendur i biðröðum eftir mat....... Nei það þarf að búa til réttlátara þjóðfélag þar sem allir taki saman höndum og vinna sig út úr vandanum. Það þarf að breyta hugsunarhætti fólks eins og þín sem er staðnað í tíma svikamillunar.Þú spyrð.. hvort heldur þú að það kosti þjóðfélagið meiri pening að borga hæfum einstaklingi góð laun fyrir erfitt starf eða að taka á mistökum þess óhæfa, jú vissulega er það rétt,en við verðum að endurmeta launamál þessara svokolluðu stjórenda, sem jú allir voru virkir á tímunum fyrir hrun, ekki heyrðist nú mikið frá þessum ofur HÆFU einstaklingum þá.Það er alveg yfirgengilegt að þessir litlu kóngar í lífeyrissjóðunum skulu vera límdir við stólana,menn sem spiluðu með lífeyrir gamla fólksins og öryrkja.Þetta eru menn sem eru á ofurlaunum,þáðu jafnvel mútur en eru búnir að rústa mörgum mannslífum... Já þú vilt kannski hækka laun þessara vina þinna ....
Smári Kr., 3.5.2010 kl. 09:16
Smári,
Fyndið að þú gerir ráð fyrir því að ég sé einhver bankapjatti, það er ég ekki og hef aldrei unnið í námunda við banka. Finnst það fullmikið stökk að halda því fram að ég hafi verið að mæla með ofurlaunum fyrir vitleysinga. Það að borga einhverjum óhæfum fullt af pening fyrir að gera ekki neitt gagn er ekki það sama og að ætlast til þess að hæft fólk vinni fyrir hvaða kaup sem er. Það sem ég á við er það að 1,3 milljón fyrir þvílíkt ábyrgðarstarf sem þetta er ekki í neinu samræmi við hversu fámennt mannval er um að velja og þá fara aðrir hlutir að skipta máli líkt og Ómar tíundaði hér að framan, hégómi etc.
Pétur (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 09:51
Er þá ekki rétt að aðrir landsmenn fá samkeppnishæf laun ???
Hvað með hjúkrunarfræðinga ? Laun þeirra eru miklum mun betri erlendis - þar er litið á hjúkrunarfræðinga sem verðmæta ómissandi starfskrafta en hér virðist önnur skoðun vera ríkjandi -
hvet alla til þess að hugsa málin út frá því hvernig heilbrigðiskerfið væri án þeirra.
Við hetum verið án svona margra bankastjóra en hjúkrunarfræðingar eru ÓMISSANDI
Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.5.2010 kl. 10:29
Takk fyrir innlitið Smári, það þarf að sigta hafrana frá. Sauðirnir gang fyrir ofurlaunum.
Pétur, gerðu ekki lítið úr hégóma og öðrum hvötum. Þú gefur þér þá forsendu að þeir sem ráða, þekki ekki fagmenn, og eða að þeir séu svo vitgrannir að halda, að sá sem gerir mestu launakröfurnar séu hæfastir.
Af hverju heldur þú að við eigum jarðvísindamenn í fremstu röð????
Vegna ofurlauna??
Það er mikill munur að geta lifað góðu lífi á launum sínum, og síðan þess að láta stjórnast af græðgi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.5.2010 kl. 10:32
Sammála sjónarmiði þínu Ólafur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.5.2010 kl. 10:34
Sæll Pétur.
Það virðist vera einhver lenska í heiminum að meta menn menntaða í fjármálum eins og guði,við erum með mikið af vel menntuðu fólki í þessu landi í öllum greinum atvinnulífsins og ekki þykir ástæða að borga þeim þessi ofurlaun,af hverju þá að ofmeta fjármálamenntun? það er til nóg af þeim í landinu sem myndu þiggja lægri laun,laun kringum milljón á mánuði eru ofurlaun hjá rétt hugsandi mönnum,hitt er græðgi ekkert annað.
Friðrik Jónsson, 3.5.2010 kl. 10:42
Pétur seðlabankastjóri er með frían bíl með bílstjóra einnig frítt fæði og dagpeninga það veit ég. Við erum ekki með neitt af þessu og ekki hálfdrættingar í launum hvað megum við segja. Komdu niður á jörðina og stattu með landanum gegn þessu ofurlaunakerfi bankastjóra og forstjóra því nú eru breyttir tímar og eins og Ómar benti á þá er komið annað tímabil ekki lengur 2007. Það sem gerist ef við stoppum ekki ofurlaunakultúrinn er annað hrun og það verður ekki neitt í líkingu við það sem við höfum upplifað nú!
Sigurður Haraldsson, 3.5.2010 kl. 10:59
Skilanefndarforstórar eru með fimm milljónir á mánuði og ég spyr til hvers?
Sigurður Haraldsson, 3.5.2010 kl. 11:02
Hvernig er þessi tilllaga um launahækkun bankastjórans tilkomin?
Agla (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 12:01
Er ekki eðlilegt að hækka launin hans um 62% jafn mikið og matarverðið hefur nú hækkað . Fáum við svona launahækkun líka? kannski er hann farinn að finna sjálfur fyrir því að það grynnkar í veskinu vegna verðhækkana á öllu í landinu. Hvað hefur fólk við svona mikla peninga að gera. Ég bara spyr.
Petrína (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 12:21
Hefur einhver heyrt þetta áður "Mikil menntun og mikil ábyrgð,,Gervielítan á fullu einu sinni enn. Þetta er hyskið sem setti landið á hausinn
magnús steinar (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 12:28
Takk fyrir innlitið kæra fólk hér að ofan.
Sigurður, kreppur eru vertíð afæta og lögfræðinga. Skrýtið en það er sama fólkið sem má ekki sjá leiðréttingu á skuldum landsmanna. Held að það sé vegna þess að þá óttist það að upp renni krepputímar hjá þeim, en landsmenn fari á vertíð.
Agla, þeir sem slógu skjaldborgina um auðmenn og eru núna á fullu að selja land okkar alþjóðlegum fjárúlfum, þeir sáu að skjaldborgin hafði bilað niður í Seðlabanka.
Íslenska félagshyggjan er jú á séríslensk.
Petrína, það eina sem við fáum upp úr launahækkunum er aðeins stærra umslag undir launin. Það þarf að ná niður kostnaði og auka tekjur þjóðarbúsins. Stundum réru menn heilu vertíðarnar í gamla dag, og fengu varla fyrir jakkafötum í vertíðarlok. En það sem kom inn, því var skipt á sanngjarnan hátt, það fengu allir sinn hlut.
I dag, ef þessir menn fengju að ráða, þá myndi útgerðarmaðurinn taka meginpartinn, og restin færi til yfirmanna, öðrum væri sagt að fara heim og rækta kartöflur.
Það er sérgræðgin sem drap allt hér niður, við þóttumst vita betur en gömlu mennirnir.
magnús steinar, þetta lið stjórnar ennþá, fólk veltir sér endalaut upp úr fortíðinni, á meðan þeir sem ræna okkur í dag, hafa grið. Það eina sem þeir þurfa, er að láta leppa sína á Ruv birta einhverja spillingarfrétt frá 2007, og þá rjúka menn út í búð, til að reyna að kaupa tímavél.
Af hverju???
Jú, það er eina ráðið til að stoppa spillingu sem átti sér stað árið 2007.
Á meðan erum við rúin inn af skinni af þessu fólki. Það hafði vit á að kaupa sér sálir elítu vinstrimanna, og núna heldur fólk að hér ríki jafnrétti, frelsi og bræðralag, því það sá einhvern tímann Steingrím og Jóhönnu syngja Nallann í beinni.
En það var feik, allt spilað af bandi.
Sama feik og er við völd í stjórnarráðinu í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.5.2010 kl. 13:46
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort að það væri ekki bara ráð að sniðganga bankana og stunda aftur vöru og vinnuskipti, engir peningar
Petrína (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 14:44
Hárrétt Ólafur auðvitað eru hjúkrunarfræðingar ómissandi,en það eru skúringakonur líka..... dæmi ef ekki er þrifið ,hreingert, á spítölunum verður að loka vegna óþrifnaðar ekki satt? Nú þá er spurningin hvaða stétt er þá mest ómissandi og af hverju fá þær (skúringakonurnar) ekki mannsæmandi laun? Málið er að við öll þrífumst á hvort öðru ekki satt?. Þetta er lítið innlegg í ósanngirnina hvað varðar launamálin...
Smári Kr., 3.5.2010 kl. 15:49
Þakka þér svarið við spurningunni um hvernig þessi tillaga um þessa launahækkun seðlabankastjórans væri tilkomin. EN aldrei þessu vant skil ég þig ekki og er engu nær.
Svarið frá þér var; "þeir sem slógu skjaldborgina um auðmenn og eru núna á fullu að selja land okkar alþjóðlegum fjárúlfum, þeir sáu að skjaldborgin hafði bilað niður í Seðlabanka."
Hvernig tengist þetta þessari tillögu um launahækkun Seðlabankastjórans?
Agla (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 15:52
Blessuð Agla.
Já, ég notaði bara tækifærið að hnýta í ríkisstjórnina. Hún Lára lögfræðingur, og fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Seðlabankans, sá aumur á Má, hefur vorkennt kallinum, og lagði því til þessa kauphækkun.
Nú þegar eru þingmenn Samfylkingarinnar farnir að bregðast við, og biðja hana um að vera ekki að rugga bátnum.
Líkt og ég er að gera.
Kveðja að austan.
PS.
Skjaldborgin um auðmenn, er tilvísun í Spaugstofuna, fjárúlfar eru þeir hrægammar sem koma í kjölfar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, líkt og hún Lilja Mósesdóttir er sífellt að vara við, og það er mjög séríslenkst að vinstriflokkar vinni með AGS að fyrirkoma efnahagslegu sjálfstæði landsins síns. Yfirleitt, og eiginlega alls staðar, þá eru þeir sá hópur sem harðast berst gegn skuldaráðum sjóðsins, líkt og hún Lilja hefur gert frá upphafi.
Ómar Geirsson, 3.5.2010 kl. 16:27
Þetta er farið að minna mig á ákveðna drottningu í Frakklandi á sínum tíma. Hún lét það útúr sér við fólkið sem átti ekki fyrir brauði hvort það gæti þá ekki bara borðað kökur í staðinn!!! þessi blessaða drottning var svo hálshöggvin. Væri nú ekki lag að gera slíkt hið sama við þetta pakk sem ætlar sér að framkvæma þetta?.
Elís Már Kjartansson, 3.5.2010 kl. 16:44
Alltaf skrýtið þegar fólk velur vinnu sem borgar ver heldur en því stendur til boða eða er að koma úr. Og semur síðan strax um kauphækkun??
Annars hef ég ekki heyrt að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum og veit ekki til þess að þeir séu taldir miklar kanónur. Ekki gleyma því að það er mikið af erlendum reynsluboltum í þessum geira atvinnulausir nú um stundir.
Annars lýsir þetta ekki miklum klókindum hjá seðalabankastjóranum að samþykkja að þessi tillaga sé lögð fram á þessum tímapunkti. Kannski er hann ekki svona ógnarklár eins og haldið hefur verið fram?
itg (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 17:49
Sótti þessi Már ekki um starfið ? vitandi hver launaumræðan hér á landi hefur verið osfrv.
Það er ekki eins og leitað hafi verið til hans og hann beðinn um að hætta í betur borguðu starfi.
Voru ekki 14 manns sem sóttu um starfið ?
Fólk sem telur eðlilegt að seðlabankastjóri sem er með 1.3 milljónir á mánuði fái launahækkun sem nemur tæplega þreföldum bótum öryrkja og ellilífeyrisþega sem og atvinnulausra og hátt í tvöföldum verkamannalaunum.
Held að þeir sem telji svona vinnubrögð við þær aðstæður sem eru í þjóðfélaginu í dag, ættu að setjast niður og aðeins hugsa sinn gang.
ThoR-E, 3.5.2010 kl. 18:41
Held að þeir sem telji svona vinnubrögð í lagi, við þær aðstæður sem eru í þjóðfélaginu í dag.......
átti þetta að vera.
ThoR-E, 3.5.2010 kl. 18:42
Ómar,
Vissulega þarf fólk ekki að vera með himinhá laun til þess að vera ánægt eða í fremstu röð á sínu sviði, því var ég aldrei að halda fram.
En þetta er ekki venjulegt starf. Þó svo að fyrri eigendur hafi farið illa að, þá á þetta að heita ábyrgðarstaða og þú ert undir smásjá fjölmiðla og persónulega ábyrgur fyrir þeim ákvörðunum sem þú tekur. Ekki veit ég um marga jarðfræðinga sem er persónulega kennt um mistök í starfi í fjölmiðlum eða geta lent í fangelsi fyrir. Og þó svo að það sé rétt hjá þér að há laun tryggi ekki hæfi þá breytir það því ekki að lá laun hvetja ekki beinlínis þá sem eru hæfir til að sækja um svona stöðu.
Og rök eins og það að þetta séu margföld laun þessara eða hinna kemur málinu bara ekki neitt við, annað hvort borgum við það sem þarf til að fá hæfan einstakling í þetta eða við fáum annan Davíð. Ykkar er valið.
Pétur (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 19:40
Þakka svari EN ég er engu nær
Nema hvað mér skilst að kannski sé þessi "Lára lögfræðingur "og fulltrúi Samfylkingingarinnar í stjórn Seðlabankans " ekki alveg í lagi því hún "sá aumur á Má, hefur vorkennt kallinum og lagði því til þessa kauphækkun" , þó hann sé vonandi ekki einn af þeim sem stendur í biðröðum til að fá plastpoka hjá fátækrahjálpinni (hvað sem hún nú heitir).
Svo: BURT með hvað hún nú heitir og BURT með flokkinns sem hún er fulltrúi fyrir og BURT með þennan Má og BURT með ríkisstjórnna, forsetann og allt heila klabbið .? Kannski þarf að "rugga bátnum" EN hvað svo?
(Góð færsla eins og vanalega. Hafðu þökk fyrir))
Agla (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 20:10
Takk fyrir innlitið þið hér að ofan.
AceR, aldrei fór það svo að við gætum ekki verið sammála.
Pétur, hæfasti hagfræðingur Seðlabankans, Ásgeir Daníelsson réði sig þar þegar laun nýútskrifaðra hagfræðinga voru lægri en pizzusendla. Kjarninn er sá, að alvörufræðimaður, spyr ekki um laun, ef hann getur lifað.
Norðmenn hafa farið í gegnum sömu umræðu, og þeir hafa haldið í sína jafnlaunastefnu. Ef topparnir vilja virkilega hækka í launum, þá stuðla þeir að vexti hagkerfisins, og þar með hækkun allra.
Og það er ekki allt í kaldakol í Noregi.
Kveðja að austan.
PS. Pétur. Hvað kemur ráðning Davíðs launum við????????????????????????????????????????????????????????
Ómar Geirsson, 3.5.2010 kl. 22:11
Blessuð Agla.
Ég þekkti þig ekki alveg strax, en núna er kveikurinn kominn.
Ef þú vilt í alvöru vita af hverju Lára V. Júlíusdóttir vill hækka laun Seðlabankastjóra, þá veistu að ég er ekki rétti maðurinn til að svara því.
Ég hef skoðanir á því, sem er annar handleggur.
Góð textaþýðing á pistlum mínum, nema Ólafur má vera þarna mín vegna. Tel hann ekki hafa nein áhrif, hvorki á það sem gerðist, og það sem á eftir að gerast, ekki nema þá ef hann heldur áfram að vera í stjórnarandstöðu. Og þar sem ég er stjórnarandstæðingur, þá er það í lagi mín vegna.
Og hvað svo, þá verður þú að lesa byltingarblogg mitt, sem finnst víðsvegar á þessu bloggi, í molum hér og þar.
En ætli ég vilji ekki þjóðfélag hins siðaða manns. Ekki mjög flókið ef fólk almennt upplifir sig sem siðað fólk sem vill lifa í manneskjulegu þjóðfélagi. Það er rugl að misskipting og mannhatur, það sem ég kalla á góðum degi blóðfórnir, séu forsendur hagsældar.
Ef tækniþróun mannsins er skoðuð síðustu 40 ár eða svo, þá er ótrúlegt hvað lítið hefur miðað. Skýringin er ójöfnuður og vanhæfni kerfisins, sem er rekið á skammtímahugsun þess sem má kalla almenn sátt um hið lægsta, lægsta verð, lægstu gæði, lægstu vinnuskilyrði.
Árangurinn er gífurleg skuldasöfnun og ónýtt drasl úti um allt, hús, mannvirki, vörur.
Þeir einu sem hafa grætt á þessu kerfi, eru þeir sem hafa rænt eigum okkar, og hafa rænt kapítalismanum, og eignað sér hugmyndina um frjáls markaðsviðskipti.
Og þetta kerfi er gjaldþrota. Hvað tekur við??? Vonandi heilbrigð skynsemi, og um hana má hafa mörg orð, en ég ætla ekki að gera það, ekki í bili að minnsta kosti.
Nenni því ekki, en víða í netheimum má lesa skynsama menn sem margt þarft hafa til mála að leggja.
Jón Lárusson er mitt uppáhald í dag, en þeir eru margir fleiri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.5.2010 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.