Útdráttur úr öðru dreifbréfi Hvítu Rósarinnar.

 

Enn og aftur vil ég ítreka að ekki er ég að bera saman það sem gerðist fyrir 70 árum og það sem er að gerast hér á Íslandi í dag.  Er aðeins að benda á samsvaranir og á þá einföldu staðreynd að við siglum óðfluga inn í eitthvað skelfilegt ástand.

Aðeins siðblindingjar á valdstól koma kerfishruni yfir á saklausan almenning og bera út 5 börn út á gaddinn.  Aðeins siðblindingjar monta sig af 2 milljörðum í aðstoð við skuldugar fjölskyldur en á sama tíma bjóðast til að borga erlendum þjóðum 507 milljarða í skatt, án þess að gera minnstu tilraun til að verjast kúgunum þeirra með þeim ráðum sem alþjóðalög gera ráð fyrir.

Gjörðir siðblindingja leiða alltaf að lokum til hörmunga, og hörmungar verða hlutskipti þjóðarinnar ef þetta fólk fær að framkvæma öll sín illskuáform um skuldsetningu þjóðarinnar.  

Ef við viljum ekki að börn okkar alist upp í hörmungarþjóðfélagi þar sem fólk berst á banaspjótum, þá ættum við að gefa þessum orðum ungmennanna í Hvítu Rósinni gaum, og íhuga hvað af þeirra hugsun á við hjá okkur í dag.  

Gleymum því aldrei að ómennskan þrífst í skóli tómhyggju okkar og andvaraleysis.  Ef við segjum Nei við rangindum þá verður hinum ranglátu ekki lengur líft í valdastól.

Hvað þarf til að þjóðin vakni?????   Svarið er kannski í þessum orðum sem voru fest niður á blað fyrir nákvæmlega 68 árum síðan.  Það er ekkert nýtt undir sólinni.

Kveðja að austan.

 

Dreifibréf Hvítu Rósarinnar, annar hluti.

 

Sú var ástæða þess, að meinsemd þjóðarinnar var í fyrstu lítt greinileg, að þá var máttur góðra afla ennþá nægilegur, til að hindra vöxt hennar.  Þegar meinsemdin stækkaði, gróf um sig og tútnaði í líkama og sál þjóðarinnar og náði loks völdum í landinu með aðstoð gjörspillts fjöldans, fóru flestir fyrri andstæðingar hennar í felur.  Dómgreind þjóðarinnar flýði niður í undirheima, til að vaxa þar sem skuggagróður, firrtur ljósi og sól, og kafna smám saman.  Nú stöndum við frammi fyrir endalokunum. Nú veltur allt á því, að við finnum hvert annað, skýrum það hvert fyrir öðru, gleymum því aldrei og unnum okkur ekki hvíldar fyrr en hinir síðustu hafa sannfærst um brýnustu nauðsyn baráttu gegn þessu stjórnkerfi.  Ef slík mótstöðualda ríður yfir landi, ef hún hrífur marga með sér, má að lokum hrinda burt þessu kerfi með þungu, voldugu átaki.  Skelfilegur endir er ávalt betri en endalaus skelfing.

Okkur er ekki veitt umboðið til að fella úrslitadóm um gildi og merkingu sögu okkar.  En engan þroska öðlumst við af þessum harmleik, án þjáningar.  Við verðum að hreinsa rústina með þjáningunni, tendra ljós af dimmustu nótt, stökkva á fætur og taka til hendinni og hrista af okkur þá reginbyrði sem þjakar heiminn.

Við segjum ykkur þetta af því að hér er lögð fram spurning, sem snertir okkur öll djúpt; og verður að fá okkur öll til að hugsa.  Hví er vitund okkar svona sljó gagnvart hroðalegum gjörðum??  Varla að nokkur maður kippir sér upp við slíkt.  Allir þekkja sannleikann, en ýta honum til hliðar.  Og við sofum áfram sljóum andlegum svefni sem fyllir ómennin kjarki og gerir þeim fært að halda áfram að fremja hroðaverk sín.  Og áfram halda þeir.

Og hann verður ekki aðeins að finna til samúðar.  Nei, hann verður að gera miklu meira. Hann verður einnig að lýsa sjálfan sig samsekan.   Því með sljóleika veitir hann myrkramönnum færi  á að fremja glæpi sína, hann þolir stjórn sem ber óendanlegar sakir á herðum, já hann á sjálfur sök á því að hún varð til.  Hver og einn vill firra sig sök, allir gera það og sofa áfram með rólegustu bestu samvisku.  En enginn getur lýst sig saklausan, allir eru sekir, sekir, sekir!  Því er ekki of seint að koma út úr heiminum þessum versta óskapnaði af öllum ríkisstjórnum, til að hlaða ekki á sig meiri sök.  Nú, -þar eð augu okkar hafa lokist upp til fulls á síðustu árum, -þar okkur er ljóst hvílík öfl þetta eru, - nú ríður á að eyða þessum brúna óaldarflokki.  

Hamingjan hvílir á bágindum.  Gæfan slævir aðeins eymdina.  Hvar á hún að smjúga út?  Endinn er ekki hægt að sjá fyrir.  Hið skipulega breytist í óreiðu, hið illa vex af hinu góða.  Hefur ekki þjóðin lengi vaðið í villu og svíma?  

Þess vegna vakir vitur maður yfir réttlætinu, en forðast harðneskju.  Hann er fastur fyrir, en ekki áleitinn.  Hann gengur um teinréttur, en ekki fattur - ber birtu, en glepur engum sjónir. (Lao-tse).

 

 

Svo mörg voru þau orð.  Ef við útvíkkum ádeiluna á stjórnvöld, yfir á hið siðblinda kerfi sem úthýsir barnafjölskyldum, þá eiga þessi orð ekki síður við í dag, en þá.

Ómennskan er alltaf eins, og ómenni þurfa ekki að stofnsetja útrýmingarbúðir, til að vera ómenni.  Það eru gjörðir sem skera þar úr um.

Kveðja aftur.

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ já, hvað þarf til að þjóðin vakni? ~

- þarf meira til?

Þessu verður hver og einn að svara fyrir sig,- því það er ekki á færi neins annars!

Ágætis umfjöllun :o))

Vilborg Eggertsdóttir, 29.4.2010 kl. 22:33

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Hugsun Vilborg, hugsun, það er ekki flóknara en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.4.2010 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband