27.4.2010 | 22:38
Ennþá þarf mann að utan til að segja það sem satt er.
Ekki gera forystumenn þjóðarinnar það, hvorki hjá kirkju, Alþingi eða atvinnulífinu.
Þeir ljúga upp á okkur skuldunum með tilvísun í sekt og synd svo ég vísi í páskaprédikun biskups Íslands.
En syndin er sammannleg eins og séra Noko bendi réttilega á, og á ekki upptök sín á Íslandi. Og sektin er þeirra sem tróðu kerfi auðræðis upp á þjóðir Vesturlanda. Sagt í nafni frelsis og velmegunar, en var í raun yfirtaka á kapítalismanum í þágu siðblindra auðmanna og auðræningja.
Enda eiga Vesturlönd fátt annað í dag en skuldir. Framleiðslan er komin til Kína, auðurinn í skattaskjól og trú okkar á frjálsan, heilbrigðan markað, sem er forsenda hagsældar okkar, er horfinn í skuldaginningargapið.
Og ómennum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er sigað á þjóðir í neyð.
Til að fullkoma ránið.
Já við erum sek, sek um andvaraleysi og trúgirni, en það er ekki næg ástæða fyrir kristinn mann að leggja til krossfestingu heillar þjóðar.
En í dag virðast kristnir menn aðeins eiga heima í útlöndum, allavega þeir sem starfa fyrir kristna kirkju.
En ég er kristinn og segi það fullum fetum að aðeins ómenni og siðblindingjar skilja hluta þjóðarinnar eftir í hrunskuldum verð og gengistryggingar.
Aðeins ómenni og siðblindingjar brjóta lög og reglur íslenska réttarríkisins og lög og reglur Evrópusambandsins með því að afhenda stóran hluta ráðstöfunartekna almennings í hendur á gírugum fjárkúgurum til að halda það sem þeir kalla frið við alþjóðasamfélag.
Menn gleyma að alþjóðasamfélagið líður ekki órétt og kúgun en á stundum hafa lítilmenni talað í nafni þess en aðeins um skamma hríð, þá hríð sem tekur almenning að losna við þá.
En ómenni og siðblindingjar starfa ekki með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eftir að illmenni auðránsins lögðu þá ágætu stofnun undir sig.
Jafnvel ómenni og siðblindingjar hafa lágmarks æru.
Kveðja að austan.
Óréttlátt að íslenska þjóðin beri ein kostnaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er reyndar ein afgerandi þvæla í þessari frétt-- það hefur ALDREI staðið til að Íslendingar borguðu þetta einir. Bretar og Hollendingar borga sjálfir allt umfram 20.887 evrur á hverjum reikning.
Óskar, 27.4.2010 kl. 23:10
Æ-i Óskar, láttu mig i friði með þetta bull þitt, allavega eftir klukkan ellefu á kvöldin.
Auðvita bakka stjórnvöldu uppi sparifjáreigendur á sínum fjármálamarkaði. Hefur verið gert um allan heim frá kreppunni miklu. En það hefur aldrei áður gerst í sögu fjármálaviðskipta, að þau sendi svo annarri þjóð reikninginn, þvert á alþjóðalög og reglur.
Það er ekki flóknara en það.,
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2010 kl. 23:36
Ekkert kom úr bresku og hollensku ríkissjóðunum og frá skattborgurum þar vegna Icesave og ég vildi að fólk hætti að halda þessu fram eins og Óskar gerir að ofan. Bæturnar til innistæðueigenda komu frá bönkunum, líka Landsbankanum - sem var með fasta starfsstöð í löndunum 2 og skattskyldu/skyldutryggingar - í gegnum bresku og hollensku tryggingasjóðina.
Elle_, 27.4.2010 kl. 23:49
Ómar hvað er bull í þessu sem ég sagði ? Ertu til í að benda á það ? Það vantar yfirleitt ekki stóryrðin og kjaftáttinn í þig en þú segir afskaplega lítið. Málið er einfalt, það hefur aldrei staðið til að Íslendingar borguðu umfram 20.887 evrur per reikning eins og lög um innistæðutryggingasjóð kveða á um, ef þú hefur heimildir um annað, drullað þeim þá hér inn.
Óskar, 27.4.2010 kl. 23:56
Íslendingar eiga ekki að borga neinar evrur, heldur bankinn og TIF og samkvæmt EEA/EU-lögum. Það er enn verið að ljúga skuldinni upp á Ísland og Íslendinga. Kemur okkur ekkert við.
Elle_, 28.4.2010 kl. 00:06
Elsku besti Óskar minn, þú átt að vera að farinn að sofa eftir ellefu á kvöldin.
Í það fyrsta þá fara eignir Landsbankans langt með að duga fyrir þessari lágmarks innstæðutryggingu ESB, en bretar og Hollendingar beittu hótunum og þvingunum til að fá íslensk stjórnvöld til að sættast á að umfram greiðslur þeirra nytu forgang til jafns og lágmarkstryggingin.
Slíkt er svívirða og hefur enga tilvísun í reglur ESB.
Annað þá er hvergi gert ráð fyrir því að önnur ríki greiði strax út innstæðutryggingar, kalli það síðan lán sem þau gerðu án lagastoðar, og rukka síðan þá þjóð sem ber ábyrgð á tryggingasjóðnum, um vexti af hina meinta láni.
Ef það hefði verið ríkisábyrgð á innlánum, þá hefðu líklega aðeins nokkrir tugir milljarðar fallið á íslenska ríkissjóðinn ef farið hefði verið eftir lögum ESB um innlánstryggingasjóði.
Og Óskar, slepptu mér við það kjaftæði að vitna í einhverja mismunareglu. Ef hún er til staðar, þá er það dómstóla að skera úr um gildi hennar, og þá í ljósi fyrri dóma. Sem einmitt leyfa mismunun ef mikilvægir hagsmunir aðildarríkja krefjast þess. Hafir þú ekki dóm, þá skaltu sleppa slíku bulli. Nefni það þar sem ég þekki rökræðu þína.
En það er ekki ríkisábyrgð á innlánum.
En þeir sem eru lesblindir, og skilja ekki orðið EKKI, þeir bulla Óskar. Aðrir læra að lesa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2010 kl. 00:16
Sæll Ómar ( hvar ertu búinn að vera -- eða hef ég bara verið glámskyggn - það er rétt sem þú segir með þvínganirnar og svo er það staðreynd að Svavarssamningurinn ætlaði að kokgleypa það allt. Sem betur fer var komið í veg fyrir það -
Hver er skoðun þín á 18. greininni í "viljayfirlýsingunni" ? Þessari sem Sigurður hefur verið að taka upp í þinginu.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.4.2010 kl. 02:28
Blessaður Ólafur.
Ég hef aðallega verið út á túni að spjalla við Elle sem og hitt upp í fjalli að leita að neistanum.
Og svo hef ég lesið nokkur ljóð fyrir orð Péturs, vona að það skili sér í betri stílbrögðum þegar ég eldist.
Núna þarf meira til að hreyfa við mér, kom aðeins inn vegna myndarinnar um hana Sophie sem snerti mig djúpt. Hallast alltaf meira og meir að þetta snúist bara um okkur sjálf, hvað við sættum okkur við og hvernig þjóðfélag við viljum lifa í. Og um framtíðina, hvort við ætlum endalaust láta höfðingjanna ráðskast með líf okkar.
Þess vegna meðal annars ætla ég að lesa ævisögu Ólafs Thors aftur núna í sumar, og ævisögu skæruliðaforingja míns frá Hriflu. Gömlu mennirnir sögðu svo margt af viti sem fólk mætti íhuga í dag.
En hvað varðar þessa 18. grein, þá reikna ég með að þú sért að tala um raungerningu ótta míns gagnvart samstarfinu við AGS. Ég hef alltaf óttast þetta samstarf og þá ómennsku sem út úr henni mun koma.
ICEsave landráðin eru aðeins hluti af því.
Rústun innlendrar atvinnustarfsemi er annar.
Við höfum náð til að halda þessu liði í skefjum, en núna óttast ég að skynsamari menn hafi tekið völdin og núna eigi að hertaka þjóðina bakdyrameginn, lauma öllu inn sem gerðum hlut.
Mikið vildi ég vera í bakherbergjum Alþingis og hlusta á plottið.
Eina sem ég veit er að illskuráð eru brugguð.
En ég held þessu bloggi lifandi, það er ágæt leið til að fá útrás.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2010 kl. 07:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.